Höfundakvöld: Ármann og Guðrún Eva

Húsráð Gunnarshúss mun standa fyrir vikulegum Höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hevrjum höfundi meiri tíma. Kvöldröðin fer af stað þann 16. okt kl. 20.00 enn þá mæta þau Guðrún Eva Mínervudóttir og Ármann Jakobsson og svara spurningum Arndísar Þórarinsdóttur um væntanlegar bækur sínar, skáldsöguna Englaryk (GEM) og barnabókina Síðasti galdrameistarinn (ÁJ). Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.

via Höfundakvöld: Ármann og Guðrún Eva.