Gagnrýni | Afinn | Klapptré

Kvikmyndagerðinni í Afanum er best lýst sem viðunandi. Það er ekkert sem sker sig úr við hana, hvorki á slæman né góðan hátt. Þessi mynd er gerð af mönnum sem vita hvað þeir eru að gera en um leið vantar allan karakter og stíl og fyrir vikið er myndin óttalega þurr og bragðlítil. Það á eiginlega við um myndina í heild sinni líka. Það eru ágætis pælingar í henni og áhugavert hvað hún er að reyna að gera en framkvæmdin er máttlaus og óspennandi.

via Gagnrýni | Afinn | Klapptré.