RIFF: Skortur og angist

Sjónarhornið er oft óvenjulegt þar sem andlit, eyra eða háls eru til dæmis í nærmynd. Stundum er myndin úr fókus og reglulega koma rammar sem eru eins og undurfögur myndverk. Klippingar eru oft óvæntar og hljóðheimurinn er kafli út af fyrir sig. Drungaleg hljóðin magna upp áhrifin, ýta undir tilfinningar og túlkun á hugarástandi persónanna. Leikkonurnar standa sig allar með prýði í túlkun sinni á angist og harmi skortsins.

Skorturinn bæði áhugaverð og falleg mynd.

Sigurlín Bjarney skrifar via RIFF: Skortur og angist.