Meistaraverk Leifs Þórarinssonar tónskálds | Kvennablaðið

Sunnudaginn 12. október kl. 17.15 mun Caput hópurinn standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu með tónlist Leifs Þórarinssonar. Með þessum tónleikum vill hópurinn heiðra minningu Leifs í tilefni af því að í ágúst sl. voru liðin áttatíu ár frá fæðingu hans. Flutt verða nokkur af meistaraverkum Leifs, verk sem heyrast nær aldrei, en efnisskráin spannar nánast allan tónsmíðaferil hans.

via Meistaraverk Leifs Þórarinssonar tónskálds | Kvennablaðið.