Húmor / Amor á Lestrarhátíð – Bókmenntaborgin

Bókmenntaborgin og Söguhringur kvenna tóku höndum saman nú í byrjun október og efndu til ritsmiðju undir heitinu Húmor / Amor með skáldkonunni Angelu Rawlings. Smiðjan var á dagskrá Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg 2014 – Tími fyrir sögu. Á annan tug kvenna tók þátt í þessari tveggja daga smiðju en þar var lagt upp með að skrifa smáprósa eða stutta texta út frá þemanu húmor / amor. Margar kvennanna eru af erlendum uppruna og voru textar því skrifaðir á fleiri tungumálum en íslensku.

Angela beitir nýstárlegum æfingum og aðferðum í ritsmiðjum, en hún hefur haldið fjölmargar slíkar bæði hér á Íslandi og erlendis. Hún notar t.d. alls kyns kveikjur úr umhverfinu, hljóðæfingar og leik að orðum, tungumálum og orðasamböndum.

via Húmor / Amor á Lestrarhátíð – Bókmenntaborgin.