Kveðja frá Sofi Oksanen « Forlagið

Ég sendi líka íslenskum kollegum mínum kveðju sem lesandi þeirra. Ég verð alltaf stolt þegar ég sé íslenskar bækur í bókabúðum stórþjóða. Ég er viss um að dæmi Íslands gagnast öðrum smáþjóðum í baráttunni við bókaútgefendur stórþjóða sem eru oft smeykir við að kaupa bækur frá litlum málsvæðum til útgáfu. Íslendingar hafa sýnt að smáar þjóðir geta skapað sterka menningu sem fólk getur skilið og notið um víða veröld.

via Kveðja frá Sofi Oksanen « Forlagið – vefverslun.