Jónas Sen: Óskapnaður, en líka flottheit

Þremenningarnir horfðu einbeittir á skjáinn og spiluðu eftir fyrirmælum sem þar greinilega birtust. Nú sáu tónleikagestir ekki það sem var í tölvunni, ólíkt því sem gjarnan hefur tíðkast á fyrri tónleikum, þegar tölvuskjánum hefur verið brugðið upp á vegg. En það sem hér heyrðist var ósköp svipað og maður hefur áður upplifað. Engin spennandi framvinda var merkjanleg, engin áhugaverð áferð, engar andstæður, engir litir. Tónlistin var fyrst og fremst óskapnaður sem risti ekki djúpt.

Mun betri voru tvær tónsmíðar eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Sólheimajökull og Dettifoss.

via Vísir – Óskapnaður, en líka flottheit.