Skrýtin, áhrifarík og eftirminnileg

um Zombíland eftir Sørine Steenholdt

Skáldheimur hinnar þrítugu Sørine Steenholdt, sem birtist í smásagnasafninu Zombílandi, er fullur af örvæntingu, ofbeldi, alkohólisma og hryllingi einhverskonar nástaðar á mörkum hins siðaða heims. Í raun og veru einhver al-versta landkynning sem mögulega hægt væri að bjóða uppá ef þessi grænlenski höfundur væri að hugsa um það að kynna land, þjóð og tungu – […]

Ágætur ostur, ljúffengur grautur

Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar Guðlaugsson

Er Bjartmar Guðlaugsson fulltrúi „fyndnu kynslóðarinnar“ í tónlistinni? Hann er fimm árum yngri en Pétur Gunnarsson, fæddur tveimur árum á eftir Steinunni Sigurðardóttur og tveimur á undan Einari Má. Þannig að hann er í tímarammanum. Og rúmast verk Bjartmars ekki líka í „konseptinu“? Þessi léttleiki sem hittir svo oft naglann á höfuðið í lýsingunni á […]

Gæskan má aldrei vera feik

viðtal við Sölva Björn Sigurðsson, höfund Blómsins

Fimmta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Blómið, gerist á afmælisdegi athafnamannsins Benedikts Valkoff  árið 2015. En kjarni hennar – eða hvatinn að baki flestum atburðum bókarinnar – er dularfullt hvarf systur hans, Margrétar, sem á sér stað nákvæmlega 33 árum fyrr. Á tæpum 300 blaðsíðum grefur Sölvi síðan dýpra og dýpra í þennan fjölskylduharmleik þar til mann […]

Blíðviðri í ágúst – aldrei þessu vant

um Hestvík Gerðar Kristnýjar

Hér var næstum freistast til að skella yfirskrift eins og „Dulúð í Hestvík“, „Hversdagsleg spenna og ógn“, „Uggandi andrúmsloft“ „Öðruvísi sumarbústaðarferð“ eða eitthvað viðlíka. Það hefði bara verið svo leiðinlegt.  Ritkvinnan Gerður Kristný (1970) er gömul í hettunni. Samt er hún aldurslega ekki svo átakanlega nærri grafarbakkanum. Árið 1994 gaf hún út ljóðabókina Ísfrétt. Var það […]

Ævisaga ársins

Níu snöggsoðnar hugrenningar að afloknum lestri Jóns lærða og náttúra náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson

I Ekkert bókaflóð er fullkomið án að minnsta kosti einnar bókar á borð við þessa. Hnausþykkrar, fræðilegrar en samt læsilegrar úttektar á ævi og ferli einhvers af stórmennum fortíðarinnar: stjórnmálamanns, listamanns eða skálds. Bækur fyrir almenna lesendur en reistar á kröfuhörðum grunni akademíunnar.  Blómaskeið slíkra bóka er nokkuð að baki, þegar stofuhillurnar fylltust af smáatriðum […]

Önnur hlið Bob Dylan

Það hefur gætt ákveðinnar einsleitni í hinu mikla flóði greina um Bob Dylan sem hefur verið dembt yfir heiminn síðan hópur Svía ákvað að gefa honum verðlaun kennd við manninn sem fann upp dýnamítið. Fréttamenn og álitsgjafar hafa nær undatekningalaust tekið fram að Dylan, hvers „raunverulega nafn“ sé Robert Allen Zimmerman, sé með frumlegustu lagasmiðum […]

Ég er mannleysa, elskan, myrtu mig

Um Endurfundi Orra Harðarsonar

Fyrir tveim árum gaf Orri Harðarson (1972) út sýna fyrstu skáldsögu, Stundarfró. Við hér á Starafugli fjölluðum um verkið og höfundinn á sínum tíma. Hann hafði þá helst getið sér orð fyrir tónlistarsköpun og þýðingar. Hjá Sögum hefir nú ný skáldsaga Orra, Endurfundir,  litið dagsins ljós. Sagan er 231 síða. Sögusviðið er Akranes árið 1991. […]

Falleg, lipur og upplýsandi

Nýlega kom út bókin Íslandsbók barnanna á vegum Iðunnar sem er hluti af Forlaginu ehf. Texti bókarinnar er eftir Margréti Tryggvadóttur og myndskreyting var unnin af Lindu Ólafsdóttur. Margrét, sem ásamt því að vera bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður, hefur áður unnið við þýðingar á barna- og unglingabókum og skrifað sínar eigin bækur. Síðast kom út […]

Söngur svarðreipslagarans

Nokkur orð um Leitina að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson

Leitin að svarta víkingnum er skrifuð fyrir menn eins og mig. Vönduð og útspekuleruð alþýðleg fræðibók sem dýpkar þekkingarbrunn lesandans og finnur í honum æð af óvæntu og nýstárlegu bragðefni. Enginn flokkur lesefnis er mér kærari, og mér er merkilega mikið sama hvert umfjöllunarefnið er. Hér er það reyndar líka í algjöru uppáhaldi: grúsk í […]

Ég bara reið henni Dísu :-) / Ég var rétt í þessu að gilja Úlf :-)

Fyrir allra augum, sem kom út hjá JPV á dögunum, er önnur skáldsaga Sverris Norlands (1986). Sú fyrri, Kvíðasnillingarnir var gefin út árið 2014. Einnig voru útgefnar skáldsaga ein í hæfilegri lengd, Kvíðasnillingurinn (2013) og ljóðabókin Suss! Andagyðjan sefur (2006). Kvíðasnillingarnir fengu almennt séð nokkuð jákvæða dóma. Eru gagnrýnendur nokkuð samstíga í klisjunni um að […]

Fortíðin er aldrei liðin

Kompa

Kompa, fyrsta skáldsaga Sigrúnar Pálsdóttur er nýkomin út hjá Smekkleysu. Sigrún lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Oxford árið 2001 og hefur áður gefið frá sér bækurnar Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (2010) og Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga (2013). Ég verð að viðurkenna að þessar bækur fóru ekki einungis algjörlega framhjá mér, heldur er ég […]

Greitt í píku

Um skáldsöguna Norma eftir Sofi Oksanen

Ekki alls fyrir löngu kom út í íslenskri útfærslu skáldsaga finnsk-eistnesku ritkvinnunnar Sofi Oksanen (1977), Norma. Í Finnlandi kom verkið kom út í fyrra. Íslenska útgáfan telur þrjú hundruð og sautján síður og er gefin út af Máli og menningu. I Sofi Oksanen er íslenskum bókmenntaunnendum kunn enda er Norma fjórða skáldsagan sem kemur út […]

Við erum öll sama manneskjan (og samt ekki)

Hugleiðingar mínar í tengslum við þýðingar Hjalta Rögnvaldssonar á bókum Jon Fosse

Jon Fosse er norskur höfundur, fæddur árið 1959, og hefur á löngum ferli skrifað ótal bækur og leikverk. Mér skilst að leikverk hans hafi verið sviðsett oftar en þúsund sinnum, sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur (það er næstum jafn oft og ég tékkaði tölvupóstinn minn á meðan ég skrifaði þessa grein), og svo […]

Títuprjónn í ullarlagði

Þórdís Gísladóttir sendir í dag frá sér ljóðabókin Óvissustig. Þetta er fjórða ljóðabók höfundar en fyrri bækur hafa notið talsverðra vinsælda allt frá því að fyrsta bók hennar, Leyndarmál annarra, fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Í fyrri bókum sínum hefur Þórdís gjarnan tekist á við mannlíf samtímans, kunnuglegar persónur og hversdagsleg vandamál en sýnt fram á […]

Skuld þýðandans

Erindi flutt á ráðstefnu ÞOT 30. september síðastliðinn

Kæru gestir. Ég hætti að þýða bækur árið 2009, fyrir sjö árum síðan, næstum upp á daginn. Það var haust, sonur minn var nýfæddur og ég hafði ekki sofið vikum saman. Ég var með tóma vasa og í tilvistarkreppu – vanur að vera fátækur en ekki vanur að vera fátækur og eiga barn – og […]

Eagleton um menningu

Culture

Eitt af því sem hægt hefur verið að ganga að vísu hvert haust síðustu ár, og undirritaður hefur a.m.k. alltaf verið ágætlega spenntur fyrir, er ný bók frá írska bókmenntafræðingnum Terry Eagleton. Þrátt fyrir að menntun hans og sérsvið sé bókmenntir þá, eins og allir lesendur hans kannast við, er hann óhræddur við að færa […]

Samtíminn skiptir engu máli (og er í rauninni ekki til)

Stutt hugleiðing í kjölfar lesturs á „Verndargrip“ eftir Roberto Bolaño, í íslenskri þýðingu Ófeigs Sigurðssonar

Þeir Íslendingar sem svekkja sig á Nóbelsverðlaunum bandaríska þjóðlagasöngvarans Bobs Dylan, sem margir vissu ekki einu sinni að sýslaði við bókmenntir fyrr en sænska akademían leiðrétti þann misskilning snarlega með yfirlýsingu sinni í síðustu viku, ættu að geta huggað sig við að nýlega kom út fyrsta íslenska þýðingin á verki eftir „alvöru rithöfund“ – það vill […]

Bob Dylan, nóbelskáld

Það er ekki áhugavert að velta því fyrir sér hvort Bob Dylan sé góður tónlistarmaður eða ekki, hvort hann sé rödd kynslóðar eða ekki, hvort hann sé verður allrar viðurkenningar eða ekki. Augljóslega er ekkert mál að finna ótal dæmi um skáldskap frá honum sem virðist klaufalegur, sem og skáldskap sem hefur haft djúpstæð áhrif á […]

Að dæma bók eftir kápunni

ATH HÉR VERÐUR RÆTT UM EFNISATRIÐI BÓKARINNAR Á HÁTT SEM GÆTI MÖGULEGA SKEMMT FYRIR LESTRARÁNÆGJU Villisumar eftir Guðmund Óskarsson lofar góðu við fyrstu sýn. Bókin fjallar um listmálara og son hans, svo strigaklædd kápan með málningarkáminu á forsíðunni er ekki bara falleg, heldur rímar hún skemmtilega við viðfangsefni bókarinnar. Ekki skemmdi fyrir þegar ég komst […]

Ekki fólk, ekki zombíar heldur ömurleikinn einn

Zombíland – bókaumfjöllun Höfundur: Sørine Steenholdt Þýðandi: Heiðrún Ólafsdóttir Þar sem ég las fyrstu smásöguna „Zombí“ nýbúin að svæfa son minn, lá við að ég ældi af óhugnaði. Saga af móður sem snappar með slæmum afleiðingum. Zombíland lýsir einni tilfinningu: ömurleika. Bókin vakti fyrst athygli mína þar sem henni var lýst sem pólitískri ádeilu á […]

Af gróteskum fávitum og góðum mönnum

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson sendi frá sér kverið Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann síðastliðið vor. Ólafur, sem er fyrrum söngvari og helsti textasmiður hljómsveitarinnar Örkumls, hefur áður sent frá sér ljóðabókina Til dæmis undir höfundarnafninu Óguð. Hann hefur undanfarin ár fengist við skrif um bókmenntir og íslenskukennslu fyrir fullorðna. Hann er búsettur í Berlín, Þýskalandi. […]

Sjömorðasaga

Gagnrýni um skáldsöguna A brief history of seven killings eftir Marlon James

Eftir dálitla eftirgrennslan komst ég að því að skáldsagan A brief history of seven killings er skrifuð á Jamaica ensku. En ekki Jamaican Patois sem má heldur ekki rugla saman við rastafarískt orðafæri sem rithöfundurinn Marlon James beitir líka eilítið fyrir sig í skáldsögunni. Það þarf engan að undra hvers vegna hann er handhafi Booker […]

Samtímasaga – samtímasögur

Um skáldsöguna Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardóttur

Skáldsagan Vinkonur kom út fyrr á þessu ári og fór umfjöllun um hana ekki hátt. Verkið verðskuldar meiri umfjöllun. Hver er höfundurinn? Fyrsta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Borg, kom út árið 1993 og þótti það frambærileg að hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá var Ragna þrjátíu og eins árs að aldri og laut í lægra […]

Nei – fundið ljóð

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. lommi (f. 1983) er ærslabelgur á ekki ósvipaðan máta og tundurdufl eru flotholt. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Gengismunur (2010), Dr. Usli (2009) og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008). Hann var eitt sinn meðlimur í ljóðahljómsveitinni Músífölsk (ásamt Emil Hjörvar Petersen), hefur […]

Ljóð um dóttur mína

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]

Ljóð eftir Kristínu Svövu

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Svava (f. 1985) er sagnfræðingur og fyrrum póstberi úr vesturbænum. Hún hefur gefið út bækurnar Blótgælur (2007), Dr. Usli (2009) , Skrælingjasýningin (2011), Stormviðvörun (2015) og vinnur nú að ritsafni um klám. Nýlenduherrarnir Það gengu svo viðkunnanlegir Danir á undan […]

Fall konungs: Reyfaraþríleikur Stephen King 

Mr. Mercedes, Finders Keepers og End of watch 

Á rúmlega fjörutíu ára ferli hefur Stephen King skrifað 50 bækur sem allar hafa orðið metsölubækur. Nánast alla sína höfundartíð hefur hann verið utangarðs hjá bandarísku bókmenntaelítunni. Sumir segja að ástæða þess séu vinsældir hans og umfjöllunarefni bóka hans. Að hann sé hreinlega ekki hægt að taka alvarlega sem höfund. Hann á sér óteljandi óvini […]

Ljóð eftir Athenu Farrokzhzad

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Heiðursgestur kvöldsins, Athena Farrokhzad (f. 1983), er sænskt ljóðskáld af írönskum uppruna. Ljóðabók hennar Hvítsvíta, sem er væntanleg á íslensku, vakti gríðarmikla athygli í heimalandi hennar, var tilnefnd til Augustpriset og fleiri verðlauna og hefur komið út víða um heim. Eiríkur […]

Ljóð Gyrðis rata víðar

Einhvern tímann sagði Þórarinn Eldjárn að ljóðið rataði til sinna. Ég skildi orð hans svo að fyrir ratvísi ljóðsins væru allar áhyggjur og þras út af dræmri sölu ljóðabóka sóun á tíma og andlegri orku. Nú hefur úrval ljóða Gyrðis Elíassonar ratað til þeirra unnenda póetíkur sem læsir eru á nýnorsku. Að því er mikill […]

Þrjú ljóð eftir Kára Pál

Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]

Hinn óáhugaverði hugarheimur kvenna

Um daginn var ég eitthvað að sóa lífi mínu í að skruna eirðarlaust niður Facebook-vegginn minn, eins og maður gerir, og rakst þá á athugasemd íslenskrar útvarpskonu við bloggfærslu íslensks bókaútgefanda, sem gaf áður út bækur á Íslandi en gefur nú út bækur í Danmörku, og sæg af háðslegum kommentum sem hlykkjuðust niður af skrifum […]

Stærðin skiptir máli

Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]

Hugvísindin og nýfrjálshyggja

In Defense of a Liberal Education & Undoing the Demos

Engum dylst að hugvísindin eiga undir högg að sækja í dag. Árásirnar á þau birtast á ýmsan hátt. Ef við tökum bara Danmörku sem dæmi, þar sem greinarhöfundur býr, hefur ríkistjórnin undanfarið staðið fyrir linnulausum niðurskurði á framlagi til hugvísindanna, sem hefur leitt til þess að mun færri nemendur eru teknir inn. Allt er þetta […]

Ljóð um greint rými og fleiri stök

Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]

NAZIFIER

Bertolt Brecht var Þjóðverji og samt ekki nasisti. Þvert á móti var hann and-nasisti, vegna þess að hann var kommúnisti. Á ákveðnu tímabili var það skringileg staða og lífshættuleg. Ógnin teygði sig norður á Atlantshafseyríkið okkar með ýmsum hætti: í fyrsta lagi var Hermann Jónasson forsætisráðherra í landinu mótfallinn því að veita þeim gyðingum nokkurt […]

Heimurinn sem hryllingur

Svartsýni í heimspeki og bókmenntum

Við spurningunni afhverju maður ætti að leggja stund á heimspeki eru ýmis góð og gild svör. Hægt væri að tína til ástæður eins og að ástundun heimspekinnar þjálfi gagnrýna hugsun sem er sérhverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg.[1] Einnig væri hægt að halda því fram að heimspekihefðin sé ein ríkasta og mikilvægasta hefð hugsunar í mannkynssögunni, sú sem […]