,
Gísli Hvanndal

Hægt og rólega / Despacito

Æ Fonsi, DY Ó, ó, ó nei, ó nei, ó, já Diridiridiridaddy Af stað Já, þú veist að ég er búinn að vera að horfa á þig Ég verð að dansa við þig í lok dags DY: Ég sá augnatillit þitt vera að kalla á mig Vísaðu mér veginn til þín strax Ó þú, þú […]

Jóhamar: Dauði & djöfull

Þjóðskáld undirheimanna, Jóhamar, hefur sent frá sér Dauða & djöful, stutta en innihaldsríka sjálfsævisögu um andrúmsloft bernskunnar sem kristallast í lykt af steiktum lauk. Bernska sem birtist sem afstaða manns, hlutskipti í heiminum, útkast; sýn. Bókin, sem hefur engan útgefanda, engan útgáfustað, hefst á nokkrum ljóðum. Myndauðgi þessara ljóða setja mann strax úr jafnvægi, eða […]

Bang, bang: Byssuhasar í Breiðholti og skrímsli gengur laust

Um Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla

„Reyjavík er ekki lengur lítil saklaus borg/ með ljósum prýddar götur, hrein og falleg torg.“ Þannig söng Bubbi Morthes í laginu „Hvað er töff við það í snöru að hanga“ sem kom út á plötunni Allar áttir árið 1996. Hann á sannlega kollgátuna blessaður. Í Reykjavík þrífast sannlega glæpir. Líkast til er og auðsótt mál […]

Neonbiblían: Hin bókin hans John Kennedy Toole

Nýverið kom út bókin Neonbiblían (e. The Neon Bible) eftir John Kennedy Toole í þýðingu Ugga Jónssonar. Bókin var skrifuð árið 1954 en kom ekki út fyrr en 1989, en þá voru 20 ár liðin frá láti höfundarins. Það má færa rök fyrir því að tilverugrundvöllur Neonbiblíunnar hafi verið sá að hér var komin önnur […]

Hin ótrúlega sannsögusýning

Fyrsta júní verður blásið til sannsöguráðstefnunnar NonfictionNOW í Háskólabíói með málstofu og sýningu kvikmyndarinnar Draumalandið, sem byggir á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Næstu daga á eftir verða málstofur í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um „sannsöguleg skrif í öllum sínum fjölbreytileika“, einsog segir í tilkynningu, auk sérstakra fyrirlestra í Silfurbergi í Hörpu og höfundakvölda með íslenskum […]

Átakalítil en vel skrifuð nostalgía

Draumar á þvottasnúru eftir Þorvald S. Helgason

Ég stend fyrir framan húsið og horfi á stéttina. Velti því fyrir mér hvort orðin séu þarna enn. Ef ég ætti að reyna að finna orð til að lýsa ljóðabókinni Draumar á þvottasnúru að þá skýtur tveimur orðum upp í hugann: Notaleg. Nostalgía. Ljóðin eru fremur átakalítil, þægileg, mjúk. Þar segir frá æsku ungs drengs […]

Hvað er gagnrýni?

Gagnrýni, í grunninn, hefur það að markmiði að gera úttekt á höfundarverki — ræða efnismál þess, boðskap, stíl o.fl. Oftar en ekki spilar álit gagnrýnanda, tilfinningar hans í garð verksins og reynsluheimur hans inn í. Að því sögðu kemur ekki á óvart að engar tvær gagnrýnir séu alveg eins, þær geta jafnvel verið svo frábrugðnar að lesandi […]

Hér og nú og eilífðin

Um Flygildi eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur

  ugla sat á kvisti átti börn og missti eitt, tvö, þrjú og það varst þú Hver á að byrja í leik, hver verður hann, og hver aldrei? Uglan ræður, ugla sem situr á kvisti. Og missir börn. Þessi þula eða úrtalningavísa sem krakkar nota til þess að velja þann sem fær að byrja leik […]

„Hún var útgerðarkona úr Stykkishólmi og fyrsta manneskjan með starfhæfa eiturkirtla.“

‒ Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Framan á kápu bókarinnar er ritað stórum stöfum „textar“: eins almenn lýsing og hugsast getur, en um leið örlítið villandi, því miðað við almenna málvitund og fyrri störf höfundar gæti lesandi auðveldlega haldið að hér sé búið að taka saman og gefa út rapptexta herra Kötts. Það var jú í tónlist sem hann náði fyrst […]

Endurtekið efni

Hver ætli besta leiðin sé til að tjá einhverjum það að maður elski hann ekki lengur. Ætli best sé að koma orðunum frá sér sem fyrst, ljúka óþægilegheitunum af og leiða hugann annað. Jæja, ég hafði nánast ekkert gaman af Passíusálmum Einars Kárasonar. Mér finnst formúlan: Mörg sjónarhorn, fyrsta persóna, sífelldar skoðanir; ekkert spennandi og […]

Frjómagn erginnar

‒ Um Greitt í liljum eftir Elías Knör

Greitt í liljum er önnur ljóðabók Elíasar Knörr (Knarrar?) sem út kemur á íslensku. Opinberlega mun Elías heita Portela að eftirnafni, upprunninn í Galisíu á Spáni þar sem hann hóf sinn skáldferil. Fyrri bók hans á íslensku, Sjóarann með morgunhestana undir kjólnum, frá árinu 2010, hefur undirritaður því miður ekki lesið en semsagt: hér höfum […]

Sósíalismi 21. aldarinnar verður tækni-útópía

Sjálfvirknivæðing mun á næstu árum og áratugum taka yfir æ fleiri störf verkafólks, gervigreind og sífellt flóknari sjálfvirk vélmenni munu gera fjölda starfsstétta óþarfar. Þetta óttast verkalýðshreyfingar og verkamannaflokkar víða um heim og hafa í mörgum tilfellum tekið afstöðu gegn þróuninni – en kannski eiga þessir hópar þvert á móti að fagna henni. Það er […]

Úr ferðasögu rimar á hjóli þjáningarinnar

Líkamsmálið í bókinni Ég er hér, eftir Soffíu Bjarnadóttur, lítur ekki út fyrir að vera kryptískt, þvert á móti gefur allt fas textans til kynna að merking allra mynda blasi við. En þegar taugaveiklaður karlmaður les: ég munda fallegasta vopnið það hættulegasta – þá stendur hann frammi fyrir óþægilegum efa: á hún við pennann, tungumálið, […]

Íslandi allt! Ísland über alles! 

Um skáldsöguna Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.

I: Helvítis raunveruleikinn Við erum bundin hvort öðru með þúsund ólíkum tengingum; orðum röddum, snertingu, texta, blóði, söng, strengjum, vegum, þráðlausum, skilaboðum. Stundum aðeins við að sjá sömu sólina skríða yfir himininn, hlusta á sama lagið í útvarpi, raula sama textann fyrir munni okkur, annars hugar, á meðan við vöskum upp diskana eftir kvöldmatinn. Þetta […]

Fasistar á bókamessu

– Á annað hundrað sænskra rithöfunda sniðgengur Bókamessuna í Gautaborg

Á forsíðu sænska tímaritsins Nya Tider getur að líta (24. apríl, 2017) fréttir um sadisma og mannfyrirlitningu  á yfirlitssýningu Marinu Abramovic í Moderna Museet, um samsæri mannréttindasamtaka og „manneskjusmyglara“  um að koma flóttamönnum til Evrópu, viðtal við hægriöfgamanninn Geert Wilders með fyrirsögninni „Við höfum verið nýlenduvædd“ og frétt um að til að mæta Jarðarstundinni – Earth Hour, […]

Neindin er tómleg

Í Samdrykkjunni eftir Platón er að finna gamla kenningu um eðli ástarinnar. Gríska kómedíuleikskáldið Aristófanes segir frá því að eitt sinn hafi manneskjan verið ólöguleg vera með fjórar fætur, fjórar hendur og tvö andlit. Veran var „heil“, hún naut lífsins og gat spriklað um veröldina fremur áhyggjulaus. Þegar verurnar fylltust drambi og töldu sig vera […]

Handan fyrirgefningar

Við meltum þennan einfalda en öfluga sannleika og súpum úr vatnsflösku sem ég fiska upp úr bakpokanum (104) „The story we related is unique“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í lok TED-fyrirlesturs hennar og Tom Stranger um ferlið sem hófst þegar Tom nauðgaði henni í herberginu hennar eftir jólaballið 1996 og „lauk“ með vikulöngum endurfundum í […]

Við erum öll hafmeyjur

Áður en ég las ljóðabókina Gárur eftir Elfi Sunnu Baldursdóttur varð mér hugsað um hafmeyjur. Á forsíðu bókarinnar má finna ýmis fyrirbæri úr fjöruborðinu; kuðung, ígulker og fjöður ásamt ál sem virðist vera að reyna að lauma sér burt. Út um fyrirbærin stingast svo mennskir fætur og hinni hefðbundnu goðsögn um konuna með fisksporðin og […]

Í hlýnandi veröld er verst að lifa

Um ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar Veröld hlý og góð.  Dimma gefur út og er verkið eitt af ófáum ljóðabókum sem forlagið hefir gefið út undanfarið. Verkið telur 71 síðu og inniheldur 36 ljóð og prósa. Vorir trumpuðu tímar Það er auðvitað deginum ljósara þeim sem ekki eru trumpaðir á geði að heimurinn stendur fyrir margvíslegum vanda.  […]

„Lífið á það til að gera leiksoppa úr okkur öllum“

Þrettán ástæður eftir Jay Asher

Þetta segir fólk stundum. Kannski ekki á þennan hátt, með þessum orðum, en oftar en ekki þykist fólk vita að lífið hafi eitthvað persónulega á móti þeim. Allt sem miður fer er útskýrt með einhverjum óræðum setningum um kosmíska hlutdrægni. Það er ekki í eðli veruleikans eða lífsins að velja eða skipa mönnum í fylkingar. […]

Væntingar eða fordómar?

Hamingjan leit við og beit mig

Mér finnst ég einhvern veginn þurfa að taka fram að ég hef engan sérstakan áhuga á nútímaljóðlist, svo það sem eftir kemur er ekki skoðun einhvers sem er sérstaklega fróður á því sviði. Það er ekki vegna þess að mér finnist nútímaljóðlist léleg eða neitt þvíumlíkt – ég hef ekki kynnt mér hana nóg til þess […]

Óskiljanleg upphefð: Um Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa

Öll verðlaun verða að eiga sér prófíl – einhvern karakter sem skilur þau frá öðrum verðlaunum, einhverja fagurfræðilega afstöðu – og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar falla að manni sýnist iðulega í skaut hnyttnasta skáldi landsins. Þar drottnar húmorinn, svo að segja – í öllu falli er sigurvegarinn oftast nær mjög hnyttinn og árið 2016 var engin undantekning þegar […]

Guð slekkur ljósið, en Guð er ekki til!

Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Bjartur gefur út og telur verkið 96 síður.Guð er dauður segir dauðvona barn gömlum manni með skugga í buxum á spítala á meðan trú á æðri tilvistarstig er haldið uppi af kommúnista er horfir á kafbáta á götum úti með grænmetisætu sér við hlið. Og grænmetisætan er á því að gömul kona, sem skilur ekkert […]

Á ystu nöf: Pabbi prófessor

Pabbi prófessor er önnur skáldsaga Gunnars Helgasonar um Stellu Erlingsdóttur og fjölskyldu. Sú fyrri Mamma klikk hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út. Áður hefur Gunnar ritað bækur um fótboltastrákinn Jón Jónsson og fleiri barnabækur og unnið verðlaun fyrir. Eins er hann þekktur leikari og svo fyrir barnaefni sem hann vann með Felixi Bergssyni. Pabbi […]

Gáttatif – upp úr hafsjó bókaflórunnar

Hefur þú heyrt um hjartagalla sem nefnist Gáttatif? Samkvæmt vísindavefnum er Gáttatif rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Gáttatif getur verið einkennalaust en einkennin eru helst skert úthald, hjartsláttatruflanir og jafnvel einkenni hjartabilunar, en sjúklingar með hjartabilun þola gáttatif mjög illa. En þetta veit ég bara vegna þess að amma mín þjáist af þessu. (Ætli þetta sé […]

Orð í tíma töluð

Um skáldsöguna Bjargræði eftir Hermann Stefánsson

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út. Telur sagan 300 blaðsíður. Hægt að viðhafa mörg orð um nýjustu skáldsögu Hermanns Stefánssonar. Enda er sagan sjálf orðmörg. Verður þó stemmt stigu við orðafjölda.  Best fer nefnilega á því að fólk taki sér þessa bók í hönd og lesi. Helst upphátt. Saga þessi á erindi við vora tíma. […]

Að tigna vörtuna í kontrast

 – Garðaleiðir eftir Skarphéðinn Bergþóruson

Spurningarnar sem koma yfirleitt upp í huga mér þegar ég les ljóðabækur eru (ekki endilega alltaf þessar og ekki endilega alltaf í þessari röð): Hvað vill bókin segja mér, ef þá nokkuð? Hvernig myndi ég lýsa stemningunni í bókinni? Hverju líkist þessi texti (og hvernig er hann ólíkur því sem hann líkist)? Hvað gerir textinn […]

Góður félagi

Það er erfitt fyrir mig að viðurkenna það en, ég hef aldrei áður lesið bók eftir Gyrði Elíasson. Ég reyndi að lesa Gangandi íkorna á sínum tíma en hún höfðaði lítt til míns 16 ára sjálfs. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti að gefa Gyrði annan séns en ég hafði mig […]

Ljóð muna rödd; Rödd man ljóð

Velkomin! Fáið ykkur sæti, breiðið yfir ykkur teppin og slakið á. Sjá! Tjöldin opnast og það er ekkert nema myrkur á sviðinu. En þá kviknar ljós og þið eruð að horfa inn í íslenskutíma hjá Ragnhildi Richter í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er að biðja nemendur um að klippa út orð og setningar úr blöðum […]

Dæmigerð þroskasaga

Unglingabókin Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson kom út árið 2015. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem og Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs sem Arnar vann. Þetta er hans fyrsta skáldsaga. Sögur útgáfa gefur út. Í stuttu máli sagt þá fjallar bókin um Sölva sem hefur nýlokið 10. bekk grunnskóla með afskaplega slökum árangri. Foreldrar hans telja […]

Nítján sögur

Nítján víddir

Í sögum sínum hefur Steinar Bragi oft leitast við að afbaka heiminn, taka það sem er uppi á borðum flesta daga, það sem allir hafa reynt og séð, og komið því vel fyrir í bakgrunninum. Það sem er í forgrunni er það sem ekki er uppi á borðum. Í nýjustu bók sinni segir höfundur, á […]

Límonaði er ljóðaverk – drottningin Bey hefur talað

Allt frá árinu 1981 hefur meðvitund mín verið sósuð í tónlist, til að byrja með í syntapoppinu frá Ultravox og Human Leage, síðar í poppmaukinu frá Rick Astley og álíka Stock/Aitken/Waterman-verksmiðjum og enn síðar í tilfinningaþrungnu nýbylgjunni frá Depeche Mode og The Cure. Síðar tók við slatti af pönki, enn síðar djass, klassík og nýklassík. […]

Tamningar

Guðfræðingar fást enn við klípu sem Tómas frá Akvínó glímdi við, síðar Leibniz og fjöldi annarra: ef Guð er algóður, og gerir þar með alltaf það sem er best, getur hann þá líka verið frjáls? Hefur algóð vera val um að gera nokkuð annað en það besta eða útrýmir algjör gæska öllu frelsi? Tómas komst […]

Net- og nátttröllin hans Guðbergs Bergssonar

Í hvert skipti sem snákurinn Guðbergur Bergsson skríður slímugur út úr helli sínum og engist um í illskiljanlegum orðakrampa sem eflaust er ætlað að hrista upp í staðnaðri og nautheimskri íslenskri þjóð – beitir til að mynda annálaðri orðsnilli sinni til að gera grín að fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunar, nú, eða þá bara konum sem heild – […]

Norðrið á stofuborðinu

Þankar um heimildir - ímynd og skáldskap

Ljósmynd getur sagt meira en þúsund orð – en við skulum gefa okkur á annað þúsund hér til að skoða nokkrar hliðar á ljósmyndavirki Ragnars Axelssonar, hins þjóðþekkta könnuðar og listamanns sem fært hefur okkur svo mörg undur á síðum Morgunblaðsins í gegnum tíðina. Líkt og Edward S. Curtis færði okkur indjánann á ljósmyndastofunni, færir […]

Hún langamma mín er bara byrjuð að ríða [1]

Um sjötíu og níu blaðsíðna skáldsöguna Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen (1950) sem Sæmundur á Selfossi gaf út 2016 en var frumútgefin í tímaritröðinni 1005 árið 2015. Önnur verk Halldóru sem komið hafa út eru ljóðabækurnar Stofuljóð (1990), Hárfínar athugasemdir (1998) og Gangandi vegfarandi (2005) auk örsagnasafnsins 90 sýni úr minni mínu (2002). Var þessum […]

Lífið er sorglega laust við mikilvægi

Aðeins um Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Óhætt er að slá því á föstu að samtíminn sveiflast öfganna á milli? Fjölmiðlar fræða okkur í sífellu um stríðs- og náttúruhörmungar með tilheyrandi sorg og dauða. Sorg og dauða sem erfitt er að kippa sér upp við vegna Stalínískrar tölulegrar nálgunnar sem ætíð er móðins. Fjölmiðlar fræða okkur um uggandi uppgang hægri öfgaafla, að múslimar ætli sér heimsyfirráð eða dauða og að Donald Trump ógni ekki bara heimsfriðnum, heldur ógni hann ekki síður klofum um helming mannkyns.

Við fáum veður af allslags heimssögulegum atburðum, stórum atburðum sem máski munu rata á spjöld sögunnar með tíð og tíma, enda sem neðanmálsgrein eða verða strokleðrinu að bráð.

„Óstöðvandi gufuskipið sorg“

 – um Af ljóði ertu komin eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Af ljóði ertu komin. Bjartur 2016. 66 bls. Nú er gamla gengið komið saman enn á ný: Dauðinn, Tíminn, Ástin – þetta eru yrkisefnin í Af ljóði ertu komin, áttundu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Steinunn hefur verið að fást við þessi eilífðarefni allt frá sinni fyrstu bók, Sífellum (1969), en er langt því frá að endurtaka sig […]

Hið einstaka er illfáanlegt

Viðtal við Arngunni Árnadóttur, höfund Að heiman

Ein af áhugaverðari skáldsögum jólabókaflóðsins er skáldsagan Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar – og sömuleiðis fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, og með því fororði að hér sé komin ein eftirtektarverðasta „frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Hvorki meira né minna. Starafugli lék eðli málsins samkvæmt forvitni á að […]

Dómurinn um Blómið

Áður en ég geri nokkuð annað langar mig ad hreinsa andrúmsloftið varðandi tvö atriði. Hið fyrsta er að lesendur muna líklega flestir hvernig ég lýsti sjálfum mér almennt sem „hatara“ þegar ég skrifaði um plötuna hans Snorra Helgasonar fyrir nokkrum mánuðum. Margir kunna spyrja hvar allt hatrið sé, nú þegar komið er fram í þriðju umfjöllun mína fyrir fuglinn og ekkert bólar á neinu nema bullandi ánægju með stórt og smátt. Ég hef líka fylgst með umræðum og umfjöllunum undanfarið þar sem gagnrýnendum er legið á hálsi að vera of „mærðarlegir“, allt að því meðvirkir með listamönnunum sem eru til umfjöllunar.