gömul slæða Tómur, svangur, léttur svífandi. Kaldur að utan, heitur að innan. Svífandi upp húðin harðnar líffærin mýkjast. Húðin harðnar líffærin leysast upp. Á örskotsstundu skil ég allt. Ekkert hefur breyst. Maður – loftbelgur – egg. slökkt ljós Þú sagðir mér að þú værir að bíða, hefðir ekkert betra að gera en láta tímann líða. […]
Spoilerlaus óður til níunda áratugarins
um sjónvarpsseríuna Stranger Things.
Það eru tveir listamenn, að mínu viti, sem hafa lengi haft nokkurs konar tangarhald á bandarískri þjóðarundirmeðvitund. Það eru kvikmyndaleikstjórinn David Lynch og rithöfundurinn Stephen King. Báðir áttu erfitt uppdráttar í fyrstu, David Lynch gekk illa að fóta sig í Hollywood og Stephen King sló ekki almennilega í gegn fyrr en skáldsaga hans Carrie náði […]
Vittu til: Einn lángur sumarmorgunn
Mig langar að lýsa kynnum mínum af nýju plötunni hans Snorra Helgasonar, Vittu til. Ég hef ekki skrifað mikið um tónlist áður og því má segja að ég sé að fara út fyrir þægindarammann. Það segja allir að það sé hollt að fara út fyrir þægindarammann öðru hverju. Ég er hinsvegar gamall hundur og jafnvel […]
Ókunnugra á milli: Stranger to Stranger með Paul Simon
„Hello darkness my old friend“. Svona voru fyrstu kynni manna af Paul Simon og kveðskap hans. Síðan hefur Simon gefið út margar plötur bæði einn og með gamla félaga sínum Art Garfunkel. Það sem hefur helst einkennt feril hans er að oft hefur verið litið á hann sem léttvigtarmann í skáldskap og svo nokkuð stöðug […]
New York Fringe; Dagbók (dagar 4 og 5)
Dagbók New York City Fringe, dagur 4 (16a ágúst) Ég legg af stað út í sólina. “Hey miss, you dropped something?” – “What?” – “You dropped me! So how about you let me take you out some time?” – “Sorry, I’m taken!” Pick up línurnar eru enn til, svei mér þá! Fyrst á dagskrá er […]
New York Fringe; Dagbók (dagur 3)
New York City, dagur 3, 15i ágúst Lítið sofin en vakna fyrir allar aldir. Er þetta jet – lag? Vinn úr rúmi mínu þangað til hungrið fer að sverða að. Stel nokkrum gúmmíbjörnum til að meika sturtu. Fer svo út í búð að finna hitt og þetta en ekkert almennilegt er í boði en hnetustöng […]
Vonir og vonbrigði: Ágústpistill um leikhús
Sitt hvað getur hrellt einn leikhúsgest sem misst hefur sakleysið en hlakkar eigi að síður til að njóta sýningar á virtum leikverkum liðinna tíma. Og mér urðu sýningar liðins leikárs á Mávinum og Hver er hræddur við Virginiu Wolf í Borgarleikhúsinu, og Sporvagninum Girnd í Þjóðleikhúsinu allar vonbrigði. Rómaður erlendur leikstjóri, Yana Ross, heimsótti Borgarleikhúsið […]
“engin kona ætti að ganga um óvopnuð” og fleiri frábærar setningar úr þessari mynd
PG-13 Ghostbusters
View post on imgur.com Hmmm…. Starafugl þarf á menningarumfjöllun að halda. Ég elska menningu. Hvað er á þessum lista? eh tónlist, leikhús ble, myndlist ok sjónvarp er það ennþá eh? ok bíó! bingó bangó elska bíó hvað erum við með? Ghostbusters? og eh chambre bleu? ok ghostbusters… Ghostbusters!!! ég get það myndin sem ég […]
New York Fringe; Dagbók (dagur 2)
New York City; Dagur 2, 14i ágúst Heitt. Sveitt. Sturta. Sumarkjóll sem fær aldrei annars að njóta sín og hárið sleikt aftur eins og á Argentískri flamenco dansmær. Tek þá leikmuni sem ég þarf. Leita að vínglasi en finn ekki. Verður að hafa það, verð að stökkva, annars verð ég of sein. Lest A á […]
New York Fringe; Dagbók (dagur 1)
New York City Dagur 1, 13i ágúst 2016 Lendi um hádegisbil og finn eitthvað útúr þessu með að koma mér til Brooklyn þar sem ég gisti. Er tekið á móti mér af ungum ljóshærðum manni sem elskar söngleiki og hann segir mér að kærastinn hans sé sofandi enda kominn beint af túr um landið. Ég […]
Forsetakosningar og hin langa niðursveifla
Nú um stundir beinast augu heimsbyggðarinnar að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tveir frambjóðendur hafa öðrum fremur skorið sig úr hópnum og vakið mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð: Donald Trump og Bernie Sanders. Þeir tveir eru vissulega gjörólíkar persónur og ekki hægt að leggja þá að jöfnu, en þrátt fyrir það má greina viss líkindi í […]
Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn
Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016
RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]
Ljóð um greint rými og fleiri stök
Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]
NAZIFIER
Bertolt Brecht var Þjóðverji og samt ekki nasisti. Þvert á móti var hann and-nasisti, vegna þess að hann var kommúnisti. Á ákveðnu tímabili var það skringileg staða og lífshættuleg. Ógnin teygði sig norður á Atlantshafseyríkið okkar með ýmsum hætti: í fyrsta lagi var Hermann Jónasson forsætisráðherra í landinu mótfallinn því að veita þeim gyðingum nokkurt […]
Þrjú ljóð eftir Skarphéðin Bergþóruson
VATNSTANKA Þeir eru tveir — — jarð- fastir í einni heild haust- kvíðans svo sjómannakóla- turnspíran sem teygir sig í lausu lofti, loks tunglið í skýja- rekstri — — blekmyrkur annars gutlar á döprum þönkum NIÐRÁ STRÖND Greinilega til þess vinnandi að hætta að vera hálfviti samband manns við vímugjafann er í eðli sínu prívat […]
Kristin heimssýn Terrence Malick
Knight of Cups
Ekkert er eðlilegra en að stórir leikstjórar – eða listamenn yfirhöfuð – veki upp blendnar tilfinningar. Þegar litið er yfir söguna er alltaf gaman að lesa um augljós meistaraverk sem hlutu enga náð fyrir augum almennings þess tíma. Le Sacre du printemps Stravinskys, Moby-Dick; Or The Whale Hermann Melvilles, eða 2001: A Space Odyssey Kubricks […]
Hverfisgata, hefur ekki gert okkur neitt
Eitt ljóð eftir lomma
Heimurinn sem hryllingur
Svartsýni í heimspeki og bókmenntum
Við spurningunni afhverju maður ætti að leggja stund á heimspeki eru ýmis góð og gild svör. Hægt væri að tína til ástæður eins og að ástundun heimspekinnar þjálfi gagnrýna hugsun sem er sérhverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg.[1] Einnig væri hægt að halda því fram að heimspekihefðin sé ein ríkasta og mikilvægasta hefð hugsunar í mannkynssögunni, sú sem […]
ÞVAGAN Á KNATTLEIKNUM
Þýðing: Ragnar Helgi Ólafsson
Ljóð eftir William Carlos Williams í þýðingu Ragnars Helga Ólafssonar
Gímaldin Live at KEX Hostel
Sunnudaginn 26 júní, 2016, klukkan 21.00, eru tónleikar í Kex. Þá leikur Gímaldin lög af nýútkominni plötu sinni, Blóðlegum fróðleik, og nýrra efni. Frítt er inn á tónleikana en diskurinn verður til sölu á sérstöku verði og því hyggilegt að hafa með sér reiðufé. Mögulegir leyniigestir gætu komið í ljós síðar Source: Gímaldin Live at […]
Fáein ljóð eftir Aram Saroyan
Aram Saroyan (f. 1943) er bandarískur rithöfundur, einna helst frægur fyrir minimalísk ljóð sín, en hefur einnig skrifað skáldsögur, ævisögur, leikrit og fleira. Eiríkur Örn Norðdahl þýddi.
Kierkegaard um spjall, almenning og internetið
Umræðan um umræðuna er mjög vinsæl þessa dagana. Oftast er sú umræða hafin af fólki sem telur sig eiga undir högg að sækja og hefur lent í gagnrýni, oft heiftarlegri, vegna einhvers sem það hefur sagt eða gert. Umræðan um umræðuna er þó vissulega mikilvæg, sérstaklega í ljósi þess að við erum tiltölulega nýbyrjuð að […]
Gagntekning
[
[],
[
[“April”, “DATE”],
[“month”, “DURATION”],
[“spring”, “DATE”]
Hin hræðilegu örlög Melpomenus Jones
Sumu fólki – ekki mér eða þér, því við erum jú svo upptekin af okkur sjálfum – en sumu fólki finnst afar erfitt að kveðja þegar það er í heimsókn eða kvöldverðarboði. Eftir því sem stundin færist nær að gestinum finnst orðið í lagi að fara stendur hann upp og segir skyndilega, „Jæja, ég held […]
Í klóm knæpunnar (Tram 83 og síðnýlendan)
Skáldsagan Tram 83 eftir kongómanninn Fiston Mwanza Mujila – sem ég las á sænsku – gerist mikið til inni á knæpunni sem bókin heitir eftir. „Borgarlandið“ þar sem knæpan er staðsett er námubær – borg eða land, höfundurinn segir að hún sé hvorugt og bæði. Aðalsöguhetjurnar eru rithöfundurinn og leikskáldið Lucien og vinur hans, braskarinn […]
Prince (1958-2016)
Það voru áreiðanlega 15 þúsund manns sem skildu okkur að – mannhafið fyrir framan mig og hann einsog pínulítill tindáti í móðu lengst, lengst í burtu – ég var lúinn og einn og drónið var endalaust, mannfjöldinn kannaðist bara við tón af og til, likk af og til, og þá fóru hrollstunur um hópinn.
Og svo byrjaði það. Og þótt hann væri búinn að daðra við það í áreiðanlega tíu mínútur kom það einhvern veginn samt einsog þruma úr heiðskíru lofti. Ég man að ég hugsaði að það þyrfti brjálæðislega stórt egó – egó sem fyllir upp í heiminn – til að geta náð kontakt við svona stóran hóp fólks í einu, til að geta snert mig svona djúpt þar sem ég stóð lengst aftur í rassgati. Og kannski meinti ég bara að maður þyrfti að vera brjálæðislega stór manneskja, mikill listamaður.
Starafugl óskar lesendum gleðilegs sumars
Sumarlagið Sumer is icumen in er þrettándu aldar keðjusöngur frá Englandi. Flutningurinn hér er frá opnunarhátíð Ólympíuleikana 1972 í München.
Gjöf andskotans eftir Tran Wu Khang
skáldin yrkja ljóð – ég terrorísera
strákar og stelpur kela – ég terrorísera
saumakonur fara á stofuna, börnin yfirgefa skólana – ég terrorísera
þau stunda fjárhættuspil – ég terrorísera
þau baða sig í hafinu – ég terrorísera
Hávaði á jaðrinum!
Miðvikudaginn 6. apríl getur þú fengið grasrót beint í smettið! Fimm hljómsveitir af Reykjavíkursvæðinu hafa tekið sig saman og ætla að veita innsýn á jaðar íslenskrar tónlistar. Tónleikarnir fara fram á Húrra næsta miðvikudag, þann 6. apríl, og hefjast stundvíslega klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Tófa spilar hátt, hratt og fast tilraunapönk og sækir innblástur […]
Spurt er um staðsetningu (erindi flutt á AFÉS, Ísafirði, 2016)
Spurt er um staðsetningu. Hún er mælanleg á korti í breiddar- og lengdargráðum; 64 gráður eða 66, það er kalt úti, mínusgráður og okkur dreymir um hitann, en líklega kemur það út á eitt hvort manni er kalt á Lækjartorgi eða Silfurtorgi. * * * Einu sinni fyrir langa löngu þekkti ég hóp af frjóu […]
RÚV eflir menningu – DV
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið í hendur drög að nýjum þjónustusamningi við íslenska ríkið. Samningurinn hljóðar upp á ríkisframlag upp á 3.725 milljónir króna. Því til viðbótar eru tekjur RÚV á árinu og er áætlað að heildarrekstrarfé stofnunarinnar verði um 5.600 milljónir króna á þessu ári. via RÚV eflir menningu – DV.
Kápumyndin á 1. tbl 1. árg tímaritsins 19. júní
Myndin er af Nínu Sæmundsson, myndhöggvara, sem vinnur að einu af verkum sínum, og fannst á Timarit.is.
Þór Vigfússon opnar sýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík
Þór Vigfússon opnar einkasýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Afhjúpun verkanna fer fram á laugardaginn 30. maí kl. 16:00 og verður því fagnað til 18:00. Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar í Djúpavogi. Hann hefur haldið fjöldan allan af sýningum um allan heim og þess má til gamans geta að hann hefur verið […]
Orð eru ljóð eru orð
Orð eru ljóð eru orð umfjöllun um bók Stefáns Boga Sveinssonar, Brennur – eftir Þorgeir Tryggvason Stefán Bogi Sveinsson treystir orðum. Það er góður eiginleiki hjá ljóðskáldi. Þó að við (eða ég allavega) höfum mörg talsverða nautn af fimleikum og flugeldum í skáldskap þá er gott annað slagið að vera leitt fyrir sjónir hvers […]
Vesen að vera
Vesenis tesenis vera – um Viðrini veit ég mig vera óskilgreinda tegund bókmennta eftir Óttar Guðmundsson, Skrudda 2015 Áhugaverð – en undarleg Það er vissulega satt og rétt sem Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur fram í upphafi bókarinnar um frænda sinn, Magnús Þór Jónsson – Megas – að sitt sýnist hverjum um túlkanir á ljóðum/textum hans […]
Risið uppúr beyglinu
um Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson og Valdimar Jóhannsson Hljóð: Baldvin Magnússon Sögur kvennanna þriggja sem við kynnumst á sviðinu í Borgarleikhúsinu, í leikritinu […]
Ég leitaði einskis… og fann
Nokkur orð um Ég leitaði einskis … og fann eftir Hrafnkel Lárusson eftir Þorgeir Tryggvason Ljóðin í þessari fyrstu bók Hrafnkels Lárussonar eru afrakstur langs tímabils og bera þess einhver merki. Eins og höfundur rekur reyndar sjálfur í formála. Hann talar um að í þeim elstu sé „melankólískt tilfinningarót“ kveikja skáldskaparins, en „hugleiðingar um tilveruna“ […]
Miðvikudagur til minimalisma: Óreiðukvendi og óvinsæl popphljómsveit
1. Asia Argento Asia Argento er kona sem er margt til lista lagt. Hún hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta, leikkona og leikstjóri og á ekki langt að sækja hæfileikana – foreldrar hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Dario Argento og leikkonan og handritahöfundurinn Daria Nicolodi eru þaulreynt kvikmyndagerðarfólk með meistaraverk eins og hrollvekjuna Suspiria á sameiginlegri ferilskrá. Meðfram […]
Myndlist vikunnar: Merda d’artista
Piero Manzoni – Merda d’artista, 1961 Paul McCarthy – Complex pile, 2007 Dieter Roth – Rabbit-shit-rabbit, 1972
MAR: Ískaldur raunveruleiki
Höfundar: Kári Viðarsson, Hallgrímur H. Helgason. Meðhöfundar: Birgir Óskarsson, Freydís Bjarnadóttir Leistjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikarar: Freydís Bjarnadóttir, Kári Viðarsson Hönnun hljóðmyndar: Ragnar Ingi Hrafnkelsson Hönnun sviðsmyndar: Kári Viðarsson Hönnun lýsingar: Friðþjófur Þorsteinsson, Robert Youngson Hönnun veggspjalds: Ragnheiður Þorgrímsdóttir Leiksýningin MAR sem sýnd er í Frystiklefanum Rifi um þessar mundir segir frá tveimur sjóslysum. […]
Myndlist vikunnar: Ana Mendieta
Ana Mendieta, myndlistarmaður, aktívisti og femínisti er með myndlist vikunnar að þessu sinni. Mendieta fæddist í Havana á Kúbu árið 1948 en flúði 12 ára gömul valdastjórn Fídels Kastrós með fjölskyldu sinni. Mendieta barðist fyrir réttindum kvenna í listheiminum og gekk árið 1978 til liðs við A.I.R. Gallery (Artist In Recidency), sýningarrými í New York […]
Af röngunni í Ríó
Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]
Nútíminn séður í gegnum grasský: Inherent Vice
Með nýjustu kvikmynd sinni, Inherent Vice, hefur Paul Thomas Anderson tekist það sem hingað til hefur verið talið ómögulegt: að laga samnefnda skáldsögu Thomas Pynchons að kvikmyndaforminu. Í sjálfu sér eru margar bækur sem taldar hafa verið óaðlaganlegar en urðu samt að ágætis kvikmyndum, til dæmis Naked Lunch William S. Burroughs og Watchmen Alan Moores. […]
Spor – smásaga eftir Atla Bollason
Það gat líka orðið dimmt suður í löndum, og næturnar kaldar og hljóðar. Ef þú staðnæmdist á kvöldgöngu og horfðir niður þröngt húsasund og lagðir við hlustir mátti kannski heyra veikan þyt í kittkattbréfi sem skrapaði göturnar eða skrjáf í sængurveri útum opinn glugga, en það var næstum einsog að hlusta á grasið gróa: á […]
Lestrarhestum þarf að ríða út: Langþráð lestrarskýrsla ársins 2014
Þótt þegar séu liðin fáein prósent af árinu 2015 langar mig að birta hérna örlitla (kannski, kemur í ljós) lestrarskýrslu fyrir árið 2014. Þetta kemur ekki síst til af þeirri staðreynd að síðastliðið ár var árið þar sem ég hysjaði upp um mig buxurnar sem lesandi og tók á sprett á nýjan leik sem viljugur lestrarhestur. […]
Myndlist vikunnar: Olivier de Sagazan
Performance by Oliver de Sagazan http://nefdesfous.free.fr
Menningarárið 2014: Örstuttur minnismiði til framtíðarinnar
Heimurinn er stútfullur af menningu. Góðri menningu og vondri, splunkunýrri og ævafornri. Og ef maður vandar sig þá eru jafnvel verstu árin frábær menningarár – hversu leiðinleg sem þau voru að öðru leyti. Heimurinn er líka stútfullur af manneskjum og 2014 var oft skemmtilegt, en það er eitthvað sem má þakka bæði skemmtilega fólkinu og […]
Fireworks for LA
Myndlistarmaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir er með síðustu myndlist vikunnar á árinu hjá Starafugli. Hekla Dögg (f. 1969) nam myndlist í California Institute of the Arts og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 1999. Hún hefur sýnt verk sín innan sem utanlands og tekið að sér sýningarstjórn fyrir nokkrar sýningar sem og sinnt stöðu sem prófessor […]