Myndlist vikunnar: Ana Mendieta

Ana Mendieta, myndlistarmaður, aktívisti og femínisti er með myndlist vikunnar að þessu sinni. Mendieta fæddist í Havana á Kúbu árið 1948 en flúði 12 ára gömul valdastjórn Fídels Kastrós með fjölskyldu sinni. Mendieta barðist fyrir réttindum kvenna í listheiminum og gekk árið 1978 til liðs við A.I.R. Gallery (Artist In Recidency), sýningarrými í New York sem sérhæfir sig í myndlist kvenna. Hún dvaldi um sinn í Róm þar sem hún vann að svokölluðum art objects þar á meðal teikningum og skúlptúrum. Hennar helstu verk eru Silueta Series (1973- 1980) þar sem hún mótaði kvenlíkamann í náttúruna eða með náttúrulegum efnum (sjá mynd með grein) og gjörningurinn Body Tracks. Ana Mendieta lést árið 1985 eftir að hafa fallið úr glugga af heimili hennar og eiginmanns hennar og myndlistarmanns, Carl André.

 

 

Ana Mendieta Body Tracks/ Blood Sign#2