Þór Vigfússon opnar sýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík

Þór Vigfússon opnar einkasýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Afhjúpun verkanna fer fram á laugardaginn 30. maí kl. 16:00 og verður því fagnað til 18:00. Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar í Djúpavogi. Hann hefur haldið fjöldan allan af sýningum um allan heim og þess má til gamans geta að hann hefur verið […]

Orð eru ljóð eru orð

Orð eru ljóð eru orð umfjöllun um bók Stefáns Boga Sveinssonar, Brennur – eftir Þorgeir Tryggvason   Stefán Bogi Sveinsson treystir orðum.  Það er góður eiginleiki hjá ljóðskáldi. Þó að við (eða ég allavega) höfum mörg talsverða nautn af fimleikum og flugeldum í skáldskap þá er gott annað slagið að vera leitt fyrir sjónir hvers […]

Vesen að vera

Vesenis tesenis vera – um Viðrini veit ég mig vera óskilgreinda tegund bókmennta eftir Óttar Guðmundsson, Skrudda 2015  Áhugaverð – en undarleg Það er vissulega satt og rétt sem Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur fram í upphafi bókarinnar um frænda sinn, Magnús Þór Jónsson – Megas – að sitt sýnist hverjum um túlkanir á ljóðum/textum hans […]

Risið uppúr beyglinu

um Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson og Valdimar Jóhannsson Hljóð: Baldvin Magnússon Sögur kvennanna þriggja sem við kynnumst á sviðinu í Borgarleikhúsinu, í leikritinu […]

Ég leitaði einskis… og fann

Nokkur orð um Ég leitaði einskis … og fann eftir Hrafnkel Lárusson eftir Þorgeir Tryggvason Ljóðin í þessari fyrstu bók Hrafnkels Lárussonar eru afrakstur langs tímabils og bera þess einhver merki. Eins og höfundur rekur reyndar sjálfur í formála. Hann talar um að í þeim elstu sé „melankólískt tilfinningarót“ kveikja skáldskaparins, en „hugleiðingar um tilveruna“ […]

Miðvikudagur til minimalisma: Óreiðukvendi og óvinsæl popphljómsveit

1. Asia Argento Asia Argento er kona sem er margt til lista lagt. Hún hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta, leikkona og leikstjóri og á ekki langt að sækja hæfileikana – foreldrar hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Dario Argento og leikkonan og handritahöfundurinn Daria Nicolodi eru þaulreynt kvikmyndagerðarfólk með meistaraverk eins og hrollvekjuna Suspiria á sameiginlegri ferilskrá. Meðfram […]

MAR: Ískaldur raunveruleiki

  Höfundar: Kári Viðarsson, Hallgrímur H. Helgason. Meðhöfundar: Birgir Óskarsson, Freydís Bjarnadóttir Leistjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikarar: Freydís Bjarnadóttir, Kári Viðarsson Hönnun hljóðmyndar: Ragnar Ingi Hrafnkelsson Hönnun sviðsmyndar: Kári Viðarsson Hönnun lýsingar: Friðþjófur Þorsteinsson, Robert Youngson Hönnun veggspjalds: Ragnheiður Þorgrímsdóttir Leiksýningin MAR sem sýnd er í Frystiklefanum Rifi um þessar mundir segir frá tveimur sjóslysum. […]

Myndlist vikunnar: Ana Mendieta

Ana Mendieta, myndlistarmaður, aktívisti og femínisti er með myndlist vikunnar að þessu sinni. Mendieta fæddist í Havana á Kúbu árið 1948 en flúði 12 ára gömul valdastjórn Fídels Kastrós með fjölskyldu sinni. Mendieta barðist fyrir réttindum kvenna í listheiminum og gekk árið 1978 til liðs við A.I.R. Gallery (Artist In Recidency), sýningarrými í New York […]

Af röngunni í Ríó

Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]

Nútíminn séður í gegnum grasský: Inherent Vice

Með nýjustu kvikmynd sinni, Inherent Vice, hefur Paul Thomas Anderson tekist það sem hingað til hefur verið talið ómögulegt: að laga samnefnda skáldsögu Thomas Pynchons að kvikmyndaforminu. Í sjálfu sér eru margar bækur sem taldar hafa verið óaðlaganlegar en urðu samt að ágætis kvikmyndum, til dæmis Naked Lunch William S. Burroughs og Watchmen Alan Moores. […]

Spor – smásaga eftir Atla Bollason

Það gat líka orðið dimmt suður í löndum, og næturnar kaldar og hljóðar. Ef þú staðnæmdist á kvöldgöngu og horfðir niður þröngt húsasund og lagðir við hlustir mátti kannski heyra veikan þyt í kittkattbréfi sem skrapaði göturnar eða skrjáf í sængurveri útum opinn glugga, en það var næstum einsog að hlusta á grasið gróa: á […]