Myndlistarmaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir er með síðustu myndlist vikunnar á árinu hjá Starafugli. Hekla Dögg (f. 1969) nam myndlist í California Institute of the Arts og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 1999. Hún hefur sýnt verk sín innan sem utanlands og tekið að sér sýningarstjórn fyrir nokkrar sýningar sem og sinnt stöðu sem prófessor í Listaháskóla Íslands. Hekla er einn stofnandi Kling & Bang gallerís.
Ég upplifði aldarmótin í LA og á meðan allur heimurinn var að missa sig í flugeldasýningum og þess háttar var nánast ekkert um að vera í LA fyrir utan fjólublátt ljós sem var varpað á Hollywood skiltið. Svo átti víst að skjóta upp nokkrum flugeldum á miðnætti en vegna smá rigningarúða var því frestað um meira en hálftíma.
Fireworks for LA (2005)
Structure made from sound reacting cold cathode lights and hot-glue. The lights are triggered by the sound of prerecorded fireworks, causing the sculpture to react similar to real fireworks, while a (Ken Burns Effect) screen-saver with floating pictures of fireworks is being projected on the opposite wall.