Hávaði á jaðrinum!

Miðvikudaginn 6. apríl getur þú fengið grasrót beint í smettið!

Fimm hljómsveitir af Reykjavíkursvæðinu hafa tekið sig saman og ætla að veita innsýn á jaðar íslenskrar tónlistar. Tónleikarnir fara fram á Húrra næsta miðvikudag, þann 6. apríl, og hefjast stundvíslega klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 1.000 kr.

Tófa spilar hátt, hratt og fast tilraunapönk og sækir innblástur sinn í 20. aldar bókmenntir og blóðþyrstari hliðar dýraríkisins.

SKNN spilar óreiðukennda kraut-sækadelíu með óvæntum snúningum úr ýmsum áttum og koma í fyrsta sinn opinberlega fram.

 

Godchilla er duttlungafullt strandband sem spilar draugalegt leyndardómsdagsrokk, himinhátt og bílþungt.

 

Kvöl eru drungapaunk tríó. Tónlist þeirra hefur verið lýst sem dansvænu en þunglamalegu síðpönki.

We Made God er draumkenndur hnefi í andlitið. Post-rock hittir post-metal í djörfum dansi.