Strákalegar rímur og  menning þeirra ungu

Gerviglingur þeirra JóaPé og Króla

Eftir bókstaflega B.O.B.U sem hristi upp í samfélagi Íslendinga í haustgráum hversdegi, sem gaf fyrirheit um að þrátt fyrir sumarlok geti enn verið sumar í hjarta og barnsleg gleði til að dansa við, var beðið í ofvæni eftir útkomu plötunnar Gerviglingur. Undirrituð ákvað að vaka eftir þeirri stundu þegar að hún yrði opinberuð á tónlistarveitunni […]

Hlýleg tilraunastarfsemi

Þann 10. október síðastliðin kom út ný plata frá Hafdísi Bjarnadóttur tónskáldi og gítarleikara. Sú ber heitið Já. Á plötunni er að finna tólf lög sem flest öll eiga sér einhverja sögu í ferli Hafdísar. Þar af leiðandi er að finna fjölda hljóðfæraleikara á plötunni sem, fyrir utan Hafdísi sjálfa, leika mest á tveimur til […]

Dýpt og alvara: Fleet Foxes á Iceland Airwaves

Á laugardagskvöld lék bandaríska þjóðlagarokksveitin Fleet Foxes í Eldborgarsal Hörpu en tónleikarnir voru hluti af dagskrá Iceland Airwaves. Hljómsveitin sló í gegn með plötu samnefndri sveitinni árið 2008 en hljóðheimur hennar, útsetningar og lagasmíðar þóttu minna um margt á þjóðlagarokk sjöunda og áttunda áratugarins og var sveitin gjarna borin saman við Crosby, Still, Nash & […]

Stuðmenn öreigans

Nýlega kom út fyrsta breiðskífa hinnar fornfrægu pönkhljómsveitar Mosa frænda, Óbreytt ástand. Mosi frændi, sem er sjálfsagt þekktust fyrir lagið Katla kalda, lá lengi í dái en reis upp að nýju fyrir einhverjum árum síðan. Hljómsveitina skipa Aðalsteinn Þórólfsson (bassi og rödd), Ármann Halldórsson (trommur og söngur), Björn Gunnlaugsson (gítar, trommur, rödd og munnharpa), Gunnar Ólafur […]

Belgía, tólf stig

Eitt það besta við það að hafa búið erlendis í næstum ellefu ár er að hafa algjörlega misst af allri Júróvisjóngeggjun klakans í nær allan þann tíma. En nú er ég undirbý flutning heim á ný þótti mér ágætt að taka að mér að skrifa nokkrar línur um komandi keppni. En fyrst ætla ég að […]

Atvinnuleysi fyrir alla

[soundcloud url=”https://api.soundcloud.com/tracks/180111580″ params=”auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true” width=”100%” height=”450″ iframe=”true” /]

Lóa góða hundskastu upp við vegg
já nú verður þú loks skotin
því að þú hefur hallmælt letinni bitch
og þau orð þín voru rotin

allir vilja reis’ við fallbyssurnar
á meðan stend ég og stari
því úr verki verður harla margt
ef maður er aldrei latur

vinnan er mölur, já, vinnan er ryð
böl sem getur öllu grandað
mann fyrir mann og borg fyrir borg
en við viljum bara frið

lóa góða öll götuljósin eru rauð
og stimpilklukkan logar
mávurinn besti kemur snart
og étur hræið þitt góða

Texti: Lommi
Lag: Páll Ivan frá Eiðum

Djass af sígildum meiði

Mánudjass @ Húrra er sjö laga djassplata tekin upp lifandi á Húrra við Tryggvagötu. Afrakstur tveggja ára gamals prógrams, þegar platan kom út, á Húrra þar sem hinir og þessir tónlistarmenn koma og spila djass með húsbandinu. Á plötunni leika Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, Birkir Blær Ingólfsson á saxófón, Hrafnkell Gauti Sigurðsson á gítar, […]

Hægbreytilegur Glass

og tindrandi Víkingur

Örfá orð um nýjasta geisladisk Víkings Heiðars Ólafssonar, Philip Glass: Piano Works, en hann inniheldur tíu af tuttugu etýðum Philips Glass, tónverkið Glassworks: Openings, auk þess sem Strengjakvartettinn Siggi og CFCF flytja strengjaútsetningar á fjórum etýðum. Philip Glass var alltof lengi á leiðinni til mín, en í dag er eins og hann hafi alltaf verið […]

Vantar upp á

Gímaldin gaf út tvær plötur á síðasta ári, fyrst var það metalplatan Blóðlegur Fróðleikur og seinna á árinu gaf hann út að mestu minimalíska elektróníska vefplötu er nefnist Eurovision Ré C Ktúr 2012 – 2016. Seinni platan er til umfjöllunar hér. Á henni eru átta lög, 24 mínútur að lengd og Gísli Magnússon gefur út […]

Límonaði er ljóðaverk – drottningin Bey hefur talað

Allt frá árinu 1981 hefur meðvitund mín verið sósuð í tónlist, til að byrja með í syntapoppinu frá Ultravox og Human Leage, síðar í poppmaukinu frá Rick Astley og álíka Stock/Aitken/Waterman-verksmiðjum og enn síðar í tilfinningaþrungnu nýbylgjunni frá Depeche Mode og The Cure. Síðar tók við slatti af pönki, enn síðar djass, klassík og nýklassík. […]

Ambátt – Flugufen – rýni

Pælingin á bak við live ambient tónlist er frábær, það minnir mig á Portishead, Air og sumt Radiohead stuff og fleira skemmtilegt svo ég bar miklar væntingar til þessarar plötu. Pan Thorarensen þekki ég bara af góðu grúvi og slíkt býður hann líka upp á hér. Ambátt fær kudos frá mér fyrir vinyl framleiðsluna, love […]

Þétt, þung og melódísk

Norsk-íslenska rokkhljómsveitin Golden Core gaf á dögunum út sína fyrstu breiðskífu sem þeir nefna Norwegian Stoner Machine. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott í rokksenu Oslóar og hituðu m.a. upp fyrir Napalm Death þar síðasta sumar. Fyrir frammistöðu sína á þeim tónleikum gaf norski vængur Metal Hammer þeim 8/10. Það sem gerir þetta öllu […]

Veisla fyrir eyrun

Um Bongó Tómasar R. Einarssonar

Tómas R. Einarsson leitar aftur til Kúbu á nýrri plötu sinni, Bongó. Á disknum eru 11 ný lög eftir Tómas en textar eru eftir hann sjálfan og Sigtrygg Baldursson auk ljóða eftir Halldór Laxness, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Stein Steinarr og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Um útgáfu sér Blánótt. Tómas leikur sjálfur á kontrabassa, Sigríður Thorlacius og Bogomil […]

Hlý og draumkennd

Ófelía er ný plata frá Kristjönu Stefánsdóttur sem hún gefur út undir hljómsveitarnafninu Bambaló. Platan inniheldur 11 lög tíu frumsamin og eitt eftir Jackie Allen og Bill Anschell. Textarnir eru eftir Kristjönu sjálfa og Berg Þór Ingólfsson. Þeir ensku eru eftir Kristjönu en Bergur skrifaði á íslensku. Dimma gefur út. Kristjana syngur og leikur á […]

Ró í jólaerlinum

Hjá fjölskyldu minni hefur sú hefð skapast að um aðventuna fáum við okkur heitt kakó og smákökur þegar kveikt er á aðventukransinum. Börnin þrjú eru oft orðin nokkuð þreytt þegar athöfnin á sér stað seinni partinn á sunnudögunum fyrir jól og oft ærslasöm þegar við dælum í þau sykrinum. Það vill þannig oft verða að […]

Hrá og skemmtileg

Blue & Lonesome með The Rolling Stones

Bítlarnir eða Stóns? Það er hin eilífa spurning á meðal tónlistaráhugamanna. Hjá mér hefur svarið alltaf verið Stóns. Það þýðir ekki að mér finnist Bítlarnir vondir, bítlaplaylistinn minn á Spotify er 94 lög sem ég valdi frá ferli þeirra sem hljómsveit og sólólistamanna. Hins vegar finnst mér Bítlarnir aldrei hafa gert plötu sem var góð […]

Tómas Jónsson: Sterkur frumburður

Tómas Jónsson er að góðu kunnur fyrir hljómborðsleik með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins síðustu ár. Hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu undir eigin nafni. Tómas sér sjálfur um mest allan hljóðfæraleik. Hann fjármagnaði verkið með söfnun á Karolinafund, þar sem hann náði 109% af markmiði sínu. Platan er svo gott sem öll instrumental, […]

Með norðangarra í ermunum

um Svif eftir Agnar Má Magnússon

Ég er jazz-maður, þar fyrir utan mikill jazz-trío maður, þekki til Agnars og hlakkaði mikið til að heyra Svif. Trommarinn geðþekki Scott McLemore opnar plötuna með nice introi áður en laglínan af titillagi plötunnar Svif líður af stað, stutt og auðsyngjanleg yfir spennandi hljómagang. Fyrsta sóló á kontrabassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: mjög flott. Agnar heilsar áheyrendum sínum með […]

Önnur hlið Bob Dylan

Það hefur gætt ákveðinnar einsleitni í hinu mikla flóði greina um Bob Dylan sem hefur verið dembt yfir heiminn síðan hópur Svía ákvað að gefa honum verðlaun kennd við manninn sem fann upp dýnamítið. Fréttamenn og álitsgjafar hafa nær undatekningalaust tekið fram að Dylan, hvers „raunverulega nafn“ sé Robert Allen Zimmerman, sé með frumlegustu lagasmiðum […]

Fimmtudagur á Airwaves 2016

Það er löngu orðið þreytt að tönnlast á því hversu mikil tónlistarjól Iceland Airwaves er orðin í lífi tónlistarunnenda í borginni. Ég ætla samt að segja það bara hér, til að koma því frá og demba mér í umfjöllun um þær hljómsveitir sem ég sá í ár, að heilt yfir er hátíðin eitt merkilegasta menningarframlag […]

Kuldarokk í hæsta klassa

Qþrjú er þriðja útgáfa hinnar fornfrægu pönkhljómsveitar Q4U og á henni er að finna 14 lög. Áður hafa komið út frá sveitinni stuttplatan Q1 árið 1982 og svo kom Q2 á geisladisk árið 1996. En sú var safn upptakna frá árunum 1980 – 1983. Á plötunni sem er hér til umfjöllunar eru meðlimir sveitarinnar Elínborg […]

Sorgar- en ekki sigurmars

Tónleikar PJ Harvey á Iceland-Airwaves á sunnudagskvöld hófust á trommuslætti. Sviðið var þó enn autt og eftirvæntingin mikil; áhorfendur blístruðu og kölluðu þegar fyrstu tónarnir bárust út í salinn, klöppuðu saman lófum, fögnuðu. Svo gekk hljómsveit inn á sviðið í einfaldri röð, svartklædd, meðal annars blásarar með glampandi horn og þegar þau tóku að hljóma […]

Constant movement er góð plata

Leyfðu mér að hlusta á Discover Weekly-lagalistann þinn og ég skal segja þér hver þú ert.

Ég hef aldrei borgað meira fyrir tónlist en og ég geri eftir að ég byrjaði að borga fyrir Spotify fyrir fimm árum síðan. Plötur hafði ég sárasjaldan keypt þar á undan, núna borga ég tvöþúsundkall á mánuði allt árið um kring. Ég veit ekkert hvert þessi peningur fer. Ég vissi það svosem ekki heldur þegar ég keypti geisladiska. En hann er allavega einhversstaðar inní tónlistarhítinni.

Meira Suð, já takk

Þriggja manna hljómsveitin Suð gaf út sína aðra breiðskífu, Meira suð, 23. september síðastliðinn. Útgáfa hljómsveitarinnar, Gráðuga útgáfan, á veg og vanda að útgáfunni. Þríeininguna skipa Helgi Benediktsson sem syngur og leikur á gítar, Kjartan Benediktsson er bassaleikari og Magnús Magnússon trymbill. Önnur hjóðfæri, eins og fiðla, hljómborð, hristur, munnorgel, píanó og skellitromma eru að […]

Hval varla allra

Þann 30. september síðastliðin gaf Sacred Bones útgáfan út sjöttu plötu norsku söngkonunnar Jenny Hval, þá fjórðu undir hennar eigin nafni. Fyrstu tvær komu út sem plötur Rockettothesky. Nýja platan heitir Blood Bitch. Hún hefur eins tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með öðrum tónlistarmönnum og eftir hana hafa komið út tvær bækur. Ég hafði aldrei […]

Frábær plata

Platan Brot með Svavari Knúti byrjar á alveg frábæru lagi þar sem Svavar setur tóninn og gerir áheyrandanum ljóst að í þetta skiptið ætlar hann að teygja sig lengra í útsetningum og soundi en hann hefur áður gert. Ég þekki ekki vel til annarra verka Svavars, nema það sem ég hef heyrt úr útvarpinu á undanförnum […]

R&B séð í gegnum rangeygð gleraugu

Spaceland er fjórða breiðskífa Sin Fang og á henni tekur Sindri annan pól í hæðina, tónlistarlega, en við erum vön frá honum. Platan var samin á meðan hann þjáðist af kvíðaköstum og fannst hann við dauðans dyr hvern einasta dag. Hann sér sjálfur um allan hljóðfæraleik en fær í heimsókn nokkra vini sína til að […]

Haustkvöld með viskíglas og vindil

Um Introducing Anna með Bjössa

Björn Thoroddsen þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann hefur á löngum ferli gefið út fjölda platna þar sem gítarleikur hans er í forgrunni og þá þessum tíma skapað sér sess sem einn ástkærasti tónlistarmaður landsins. Eins hefur hann verið mörgum gítarleikaranum lærifaðir og er undirritaður einn þeirra. Ég sótti tíma hjá honum hjá FÍH […]

Bob Dylan, nóbelskáld

Það er ekki áhugavert að velta því fyrir sér hvort Bob Dylan sé góður tónlistarmaður eða ekki, hvort hann sé rödd kynslóðar eða ekki, hvort hann sé verður allrar viðurkenningar eða ekki. Augljóslega er ekkert mál að finna ótal dæmi um skáldskap frá honum sem virðist klaufalegur, sem og skáldskap sem hefur haft djúpstæð áhrif á […]

Svavar Knútur í Connecticut

Föstudagskvöldið 7, október lék Svavar Knútur tónleika í skemmu í White Memorial Conservation Center í Litchfield, Connecticut. Tónleikarnir voru skipulagðir af Gerri Griswold sem hefur áður haldið miklar Íslandshátíðir hér í fylkinu. Þær kallast Iceland Affair og meðal þeirra er tónlistarhátíðin Fire and Ice Music Festival. Hún rekur líka ferðaskrifstofuna Krummi Travel sem skipuleggur aðallega háklassaferðir fyrir […]

Ekkert fyrir Bylgjulestina: Blonde eftir Frank Ocean

Upp á síðkastið hefur verið dálítil mystík í loftinu þegar kemur að RnB og hip hop heiminum. Sumir tónlistarmenn hafa gefið út plötur hálfpartinn fyrirvaralaust, aðrir reyna að halda ídentiteti sínu leyndu og þar fram eftir götunum. Það er kannski óþarfi að rekja þá dularfullu atburðarás sem leiddi að útgáfu Blonde. Hún var löng og […]

Eitthvað skrýtið við hana: Ég elska lífið eftir Ólaf F. Magnússon

Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrst nokkuð undrandi þegar ég heyrði að Ólafur F. Magnússon læknir og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur væri að gefa út plötu en um leið forvitinn. Hann er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn til að sinna listagyðjunni að einhverjum mæli. Gunnar Thoroddsen þótti góður píanóleikari og lagahöfundur. Eins sendi Davíð Oddson frá […]

Vittu til: Einn lángur sumarmorgunn

Mig langar að lýsa kynnum mínum af nýju plötunni hans Snorra Helgasonar, Vittu til. Ég hef ekki skrifað mikið um tónlist áður og því má segja að ég sé að fara út fyrir þægindarammann. Það segja allir að það sé hollt að fara út fyrir þægindarammann öðru hverju. Ég er hinsvegar gamall hundur og jafnvel […]

Prince (1958-2016)

Það voru áreiðanlega 15 þúsund manns sem skildu okkur að – mannhafið fyrir framan mig og hann einsog pínulítill tindáti í móðu lengst, lengst í burtu – ég var lúinn og einn og drónið var endalaust, mannfjöldinn kannaðist bara við tón af og til, likk af og til, og þá fóru hrollstunur um hópinn.

Og svo byrjaði það. Og þótt hann væri búinn að daðra við það í áreiðanlega tíu mínútur kom það einhvern veginn samt einsog þruma úr heiðskíru lofti. Ég man að ég hugsaði að það þyrfti brjálæðislega stórt egó – egó sem fyllir upp í heiminn – til að geta náð kontakt við svona stóran hóp fólks í einu, til að geta snert mig svona djúpt þar sem ég stóð lengst aftur í rassgati. Og kannski meinti ég bara að maður þyrfti að vera brjálæðislega stór manneskja, mikill listamaður.

Vesen að vera

Vesenis tesenis vera – um Viðrini veit ég mig vera óskilgreinda tegund bókmennta eftir Óttar Guðmundsson, Skrudda 2015  Áhugaverð – en undarleg Það er vissulega satt og rétt sem Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur fram í upphafi bókarinnar um frænda sinn, Magnús Þór Jónsson – Megas – að sitt sýnist hverjum um túlkanir á ljóðum/textum hans […]