Á hárri öldu hiphop senunnar: Vagg & Velta með Emmsjé Gauta

Fyrsta sem grípur mig er umslagið, ég er mjög ánægður með að hér virðist vera meira sett í CD umslagið heldur en margir tónlistarmenn hafa lagt í undanfarið. Ég er textamaður og finnst frábært að hér fylgja textarnir með. Hann bætir líka um betur og lætur fylgja með skemmtilegt lítið póster. Umslagið er vel unnið og mjög flott.

Mixið á backtrackinu er mjög töff, djúpt groove og heavy beat. Ég verð að segja að ég var ekki viss um hvort Emmsjé Gauti gæti náð kraftinum sem hann nær á tónleikum á CD, ég hef séð hann nokkrum sinnum á stóru sviði með lifandi undirleik (Agent Fresco) og einnig með backtracki, en þeir Fresco liðar virðast fíla groovið hans Gauta vel því saman klára þeir mjög heavy hip hop sett, fullt af krafti og svita. Gauti gefur aldrei neitt eftir á sviðinu.

Emmsjé Gauti er klár, með auðsungin viðlög, rappar af öryggi og flæðið er flott. Það er alveg klárt að á nýju plötunni sinni setur hann saman safn af partýlögum ársins, og meira að segja þó að maður þekki ekki músíkina fyrir eru húkkarnir þannig að með kornflexi og mjólk, eða með bjór og G&T, dettur hlustandinn í fílíng og stígur í bítið.

Hann er óhræddur við klassískar strengjaútsetningar sem mér finnst hann nota mjög smekklega, gefur þeim mikið pláss þar sem þær eru spilaðar, þeas. Í mixinu eru strengjaútsetningarnar ekki djúpt undir í mixinu eins og oft vill verða í svona hiphop útsetningum, heldur leyfir hann þeim að njóta sín í mjög flottu soundi.

Platan byrjar vel, tvö flott lög þar sem Dóri DNA og Unnsteinn Manuel gesta en síðan byrjar árásin með Ómar Ragnarson, Reykjavík, Djammæli totally in your face, nú er partý-ið byrjað, síðan kemur flott track með Bent, gamli Rottweiler vocalinn kemur með flottan nýjan vinkil á plötuna og síðan hittarinn Strákarnir strax á eftir. Heavy listi hérna fyrri part plötunnar.

Síðan dettur stemningin aðeins niður, eftir ofur byrjun verður skífan dekkri, ekki verri bara aðeins minna pop. Frumskógur finnst mér flott lazy bít um Reykjavíkur djammið, Bitur er greinilega skot á gamla félaga, og/eða gagnrýnendur hans, þar sem hann er að segja þeim að hann sé on top og þar á Gísli Pálmi ágætan sprett en 15.000 hittir mig ekki.

Úlfur Úlfur eru heitir núna, vinsælir og hafa náð árangri og það er virðingarvert en mér persónulega fellur ekki rappstíll þeirra. Platan endar á laginu Silfurskotta, enn einum single sem hefur flogið hátt á spilunarlistum og er Aron Can þar með Gauta, en hann er tíður gestur hjá Gauta á sviði. Frábær endir á flottri skífu Emmsjé Gauta.

Ef ég ætti að segja eitthvað sem mér fyndist betur mega fara væri það að stundum eru lögin svoldið cut short, endar laganna í sumum tilfellum svoldið „easy“ og óvæntir. Emmsjé Gauti er að sörfa á hárri öldu hiphop senunnar með þessarri plötu. He´s havin´fun and so am I.