“Vonarstræti” framlag Íslands til Óskarsverðlauna | Klapptré

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári.

Vonarstræti hlaut meirihluta atkvæða akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti í gær. Kosningin fór fram rafrænt og kosið var á milli þeirra fjögurra íslensku kvikmynda sem uppfylltu það skilyrði Bandarísku kvikmyndaakademíunnar að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. október 2013 til 30. september 2014.

via “Vonarstræti” framlag Íslands til Óskarsverðlauna | Klapptré.

Haukur Viðar Alfreðsson – Ástarjátning

Ég elska nefnilega líka uppfyllingarefnið. Lögin sem lyfta bestu lögunum upp á enn hærra plan. Prófaðu að hlusta á safnplötu með hljómsveit sem á ógrynni af frábærum lögum. Stundum verður það hreinlega of mikið. Svona eins og að smyrja Nutella ofan á Lindubuff (ég hef ekki gert það, ég lofa). Ég þarf tíma til að ná áttum eftir lag eins og Blackened með Metallica. Þá er fínt að dotta yfir einhverju miðjumoði í smástund.

via Vísir – Ástarjátning.

Ágúst Guðmundsson | Frelsi til að taka eigur annarra

Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega.

Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota.

via Vísir – Frelsi til að taka eigur annarra.

Útblásin egó – Helgi Ingólfsson um Harry Quebert

Minnir þetta á eitthvað? Það er nánast eins og Dicker hafi tekið tvö verk og slengt þeim saman: Annars vegar sjónvarpsþættina Twin Peaks (1990-91) þar sem morð á unglingsstúlku skók bandarískan smábæ og hjá öllum bæjarbúum lá fiskur undir steini, og hins vegar Uns sekt er sönnuð eða Presumed Innocent (1987), ágæta bók Scott Turow, sem einnig var gerð kvikmynd úr árið 1990. Dicker er fæddur 1985 og tilheyrir því kynslóð, sem vart þekkti þessi verk á sínum tíma; kannski hefur hann fundið þau í gamla vídeóspólusafninu sem foreldrar hans ætluðu að henda. Reyndar hefur hann víst sagt í viðtölum að hann hafi ekki séð Twin Peaks – þættina fyrr en farið var að benda á líkindi þeirra við bók hans, en alltént fékk ég sem lesandi á tilfinninguna að Sannleikurinn um mál Harrys Quebert sé byggður á efni sem ég hef séð í skrilljón amerískum bíómyndum og who-dun-it þáttum í anda ofangreindra verka.

via Útblásin egó – helgi-ingolfsson.blog.is.

Landsbyggðin með augum borgarbúa

Okkur finnst það ákveðið vandamál að leikrit og bíómyndir um landsbyggðina skuli alltaf vera eftir einhverja borgarbúa,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, umsjónarmaður verkefnisins.

„Svo eru leikfélögin á landsbyggðinni alltaf að setja upp einhverja farsa til þess að hafa gaman af því að vera í leikfélagi. Fæst áhugamannafélögin ráðast í það að skrifa leikritin sjálf, eða fá einhvern til þess. Þannig að hugmyndin að baki þessu námskeiði er að fólkið sem hér býr fái hvatningu af því að vinna með fagfólki og verði opið fyrir því að vinna verkin frá grunni sjálft.“

via Vísir – Höfundasmiðja í kvikmyndabæ.

Gulli Briem leggur kjuðunum um sinn

„Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli.

via Vísir – Gulli Briem leggur kjuðunum um sinn.

Gagnrýnendur ekki lengur sömu sannleiksvélarnar – Huldar Breiðfjörð

„Það hafa orðið miklar breytingar á þessu gagnrýnendalandslagi. Einu sinni var þetta þannig að það var einn krítíker á Mogganum og einn á DV og þeir voru einhvers konar sannleiksvélar. En núna er umræðan allt í kringum mann og úti um allt. Alveg jafn sterk á Facebook og í fjölmiðlum. Ég er eiginlega að upplifa í fyrsta skipti hversu breið og lýðræðisleg hún er orðin. En það er kannski munur á þegar kemur að bíói og bókum. Gagnrýnandinn er lengi vel sá eini sem hefur lesið bókina þegar krítíkin hans birtist og því er rödd hans mjög sterk. En þegar kemur að bíómynd er gagnrýnandinn bara einn af mörg þúsund manns sem hafa líka séð myndina þegar dómur hans birtist.“

Spjallað við Huldar Breiðfjörð via Gagnrýnendur ekki lengur sömu sannleiksvélarnar – DV.

Sindri Freysson: Leikur að eldvörpu í bókaherberginu « Eyjan

Virðisaukaskattur á bækur í ESB löndunum 27 er er að meðaltali 7,83% en í Suður-Ameríku er hann enn lægri, eða 1,94% að meðaltali. Í Norður-Ameríku er enginn vaskur á bókum í Kanada. Flækjustigið í skattheimtu er hærra í Bandaríkjunum þar sem hún er mismunandi á milli ríkja, en söluskattar á vörur þar er 6,9% að meðaltali. Bretar, Írar, Norðmenn og Úkraínumenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur.

4.

Lýst er eftir íslenskri menningarpólitík til langs tíma. Að frátöldum rekstri nokkurra veigamikilla menningarstofnana eru helstu afskipti ríkisins af íslenskri menningu þau „að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín,“ einsog segir í skýrslu menntamálaráðuneytis um menningarmál frá árinu 2006.  En á sama hátt og ríkisvaldið getur búið í haginn fyrir slíkt frumkvæði getur það ráðist á það og unnið á því spellvirki.

Boðuð áform um hækkun skatta á bókum er dæmi um slík skemmdarverk.

via Sindri Freysson: Leikur að eldvörpu í bókaherberginu « Eyjan.

U2: Bitið í súrt epli? | arnareggert.is

Ég var óvenjuléttur í (hljóð)spori þegar ég gekk til móts við hana, bjóst þægilega ekki við neinu (sem ég hef líklega lært af biturri reynslu) og var í alvörunni forvitinn og spenntur fyrir innihaldinu en U2 var fyrsta sveitin sem ég tók algjört æði fyrir og þessi barnslega eftirvænting rígsitur í manni . Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir voru textarnir. Tal um að platan sé persónuleg er ekkert gaspur út í loftið, lögin fjalla m.a. um móður Bono, stríðið í Írlandi, æskuárin í Dyflinni og fleira. Bono nær góðu heilli að snara upp sæmilegustu línum í þessum lögum og hann syngur af ákefð og einlægni. Hann stendur sig vel þar.

Arnar Eggert skrifar um umdeildustu plötu ársins via U2: Bitið í súrt epli? | arnareggert.is.

Eiríkur Bergmann um Síðasta elskhugann

Þetta eru miklar bar- og kvennafarssögur. Á að því leyti heima í mikilli flóru íslenskra samtímasagna sem fjalla um einhleypa reykvíska karla í tilvistarkreppu upp úr þrítugu. Hvað eru þær eiginlega orðnar margar, þess efnis bækur og bíó? Þurfa virkilega allir höfundarnir okkar að endurskrifa Hlyn Björn? Hallgrímur gerði það ágætlega á sínum tíma og kannski óþarfi að endurtaka hann stöðugt.

En þetta ekki bara svoleiðis saga. Síðasti elskhuginn er líka alvöru ástarsaga og töktug glíma við lífið.

via Umræða – Blogg – DV.

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á bækur

„Bókaútgáfa er undirstaða þess að íslensk tunga þróist og dafni og því þarf að standa vörð um útgáfu og dreifingu bóka á íslensku. Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða. Hækkun útsöluverðs bóka verður auk þess trauðla til þess að fjölga þeim sem lesa sér til gagns eða auka málkennd,“ segir í ályktun félagsins vegna hækkun virðisaukaskatts á bækur. Segja þeir hækkunina veikja markaðsstöðu bókarinnar og draga væntanlega úr sölu hennar. Í kjölfarið kunni bókatitlum sem gefnir verða út á Íslandi að fækka.

via Vísir – Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á bækur.

Bryndís Loftsdóttir um Línu Langsokk

Leikgerðin er unnin upp úr sögum úr fyrstu Línu bókinni, sem jafnframt er sú besta. Þýðing handritsins er í höndum Þórarins Eldjárns, en til marks um hve íhaldssamir okkar yngstu áhorfendur geta verið þá snéri 6 ára dóttir mín sér að mér í miðju leikritsins til að tilkynna mér að leikurinn sem Lína bjó til héti „gripasöfnun“ en ekki „hlutaleit“. Hún áleit einfaldlega að leikararnir hefðu ruglast eitthvað enda vön textanum úr bókunum..  Nútíma viðhorf hefur svo líklega ráðið því að Langsokkur skipstjóri er nú orðinn sjóræningi í stað svertingjakóngs og prinsessutign Línu því væntanlega fokin út í veður og vind. Allt situr þetta svolítið í manni og sýnir kannski hvernig upprunaleg þýðing bókanna hefur áunnið sér gildi frumtexta meðal unnenda verksins hér á landi. En þýðing Þórarins rann einkar vel eins og við var að búast. Ég er þó ekki frá því að hægt væri að vinna betri leikgerð upp úr bernskuminningum Línu, en ef til vill fæst ekki leyfi til slíkrar sköpunar frá sænskum rétthöfum.

via Pressan.is.

Skrifar bíómynd um æsilega ævi heimspekings – DV

„Ég heyrði fyrst um hann sem unglingur þegar ég las grein um hann í Lesbókinni. Þegar ég fór síðan í heimspeki við Háskóla Íslands óx áhugi minn á honum. Þótt ég hafi vitað af Wittgenstein og stórkostlegri ævi hans í næstum 20 ár var það ekki fyrr en fyrir svona 2 til 3 árum sem ég fékk fyrst þá hugmynd að líf hans væri alveg svakalega flott efni sem bíómynd,“ segir Óttar.

via Skrifar bíómynd um æsilega ævi heimspekings – DV.

Guðmundur Andri: Lexusar og lesuxar

Fjárlagafrumvarpið sýnir afdráttarlausar hugmyndir um verðugar tekjulindir: Gjöld verða lækkuð á Lexusum en hækkuð á lestri. Stefnt er að því að Íslendingar hætti að vera lestrarhestar og verði að lesuxum. Ekki verður hætt að þjarma að bókaútgáfu á Íslandi fyrr en hvítbókin hans Illuga Gunnarsson er eina bókin sem verður eftir í landinu – með hvítum og alauðum blaðsíðum.

via Vísir – Lexusar og lesuxar.

Fjárlagafrumvarpið vonbrigði fyrir kvikmyndagerðamenn – DV

En hefur þjóðin efni á því að vera að nota skattana sína í slíka lúxusvöru? Af hverju mega lögmál markaðarins ekki ráða í kvikmyndaiðnaðinum?

,,Við erum á málsvæði sem er 320 þúsund manna og þar af leiðandi er mjög lítill fjöldi mögulegra neytenda. Það er mjög dýrt að gera kvikmynd, það er risaverkefni sem tugir ef ekki hundruð manna koma að. Þetta er dýrt listform og ef að stóru Evrópulöndin, eins og Frakkland og Þýskaland, sem telja 60 til 90 milljónir manna, hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau geta ekki gert kvikmyndir á eigin tungumáli án opinberrar þátttöku, þá hlýtur það að segja sig sjálft að við getum ekki gert það hérna heima. Jú, jú, það er auðvelt að segja að við eigum að láta markaðinn ráða en ef við viljum gera kvikmyndir á íslensku þá þarf að koma til opinbert framlag. Þá ertu komin í menninguna, tungumálið, hvað kostar okkur að halda þessu tungumáli? Þá getur þú farið að ræða um það: viljum við halda þessu tungumáli, hvers virði er tungumálið? Þá erum við komin út í þessa umræðu.“

via Fjárlagafrumvarpið vonbrigði fyrir kvikmyndagerðamenn – DV.

„Ég hef ekki fengið ritlaun í 30 ár. Það á sér e.t.v. skýringu: Ég er maður með fortíð“ – DV

„Ég hef ekki fengið ritlaun í 30 ár. Það á sér e.tv. skýringu: Ég er maður með fortíð. Það þykir e.tv. ekki verjandi að upphefja á nokkurn hátt mann sem hefur orðið öðrum manni að bana, þykir auk þess tillitslaust gagnvart aðstandendum hins myrta.“ Þetta segir ljóðskáldið og myndlistarmaðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason á Facebook-síðu sinni í gær en Bjarni segist hafa gert skyldu sína um daginn og sótt um ritlaun til launasjóðs rithöfunda.

via „Ég hef ekki fengið ritlaun í 30 ár. Það á sér e.t.v. skýringu: Ég er maður með fortíð“ – DV.

Listasafn fátæka mannsins – DV

Aðgangur að Listasafni Reykjavíkur er 1.200 krónur, aðgangur að Listasafni Íslands er 1.000 krónur, en aðgangur að Listasafni fátæka mannsins er ókeypis. Í ­galleríum og opinberum söfnum getur maður litið tugi listmuna augum, en á götum Reykjavíkurborgar eru þúsundir verka eftir hundruð íslenskra og erlendra listamanna til sýnis dag hvern. Það væri lífsverkefni að gera tæmandi lista yfir öll þau stóru og smáu verk sem er að finna í bænum þessa stundina, en DV býður upp á kort sem ­sýnir nokkur áhugaverð og áberandi götulistaverk í og í kringum miðborg Reykjavíkur.

via Listasafn fátæka mannsins – DV.

Tímasprengja Bjarna Bernharðs – Karolina Fund

Bjarni Bernharður skrifar:

„Góðir hálsar. Ég stend frammi fyrir því mikla verkefni að hleypa af stokkunum 232 blaðsíðna ljóðaúrvali, myndskreytt með málverkum mínum. Ég hef lagt mig í líma við standa vel að verkinu, velja ljóð og myndir af kostgæfni. Ljóðið er fagurt bókmenntaform og á erindi til allra. Það er löng hefð fyrir ljóðlistinni á Íslandi – allt frá söguöld. Í dag, sem fyrr, er mikil vakning meðal ungs fólks fyrir ljóðinu – og því ber að fagna. Víst hefur ljóðið tekið breytingum að forminu til í tímans rás, en uppsprettan er sú hin sama – hinn ljóðræni strengur í þjóðarsálinni. Skáldin sem auðga og efla menninguna með ljóðagerð eru sáðmenn morgundagsins. Lifið heil!“

Hægt er að styrkja útgáfu bókarinnar og lesa sýnishorn á heimasíðu Karolina Fund.

Vísir – Meðal fallegra, ljóshærðra kvenna

Birgir kveðst maska út allt á umslögunum nema myndirnar af ljóshærðu konunum. Það er gert með ljósum litum sem hann vinnur mikið með.

„Ég segi stundum að málverk mín séu meira hvísl en hróp,“ segir hann en bendir á að plötuumslögin séu undantekning því ljósmyndirnar eru flestar í sterkum litum.

Birgir viðurkennir að hvaða barn sem er geti málað svona meðfram ljósmynd. „Ég skal bara taka í höndina á því barni og óska því til hamingju,“ segir hann brosandi.

„Þrautin þunga er oft ekki að gera hlutinn heldur að koma honum í eitthvert samhengi og fá hann sýndan sem myndlist og viðurkenndan sem slíkan. Það getur verið grýtt leið.“

via Vísir – Meðal fallegra, ljóshærðra kvenna.

Skúli mennski listamaður í áskrift – Karolina Fund

Skúli mennski er uppalinn á Ísafirði og hóf að semja eigin lög og texta á unglingsaldri. Árið 2010 ákvað hann að gera alvöru úr sinni tónlistariðkun og beit það í sig að gefa út fimm plötur á fimm árum. Nú vantar aðeins eina uppá. Stefnan er að taka hana upp í haust, fjármagna verkefnið og koma henni út í nóvember.

Á þessum stutta tíma hefur Skúli komið fram á mörgum helstu tónlistarhátíðum á Íslandi og haldið tónleika víða um land, gefið út fjórar plötur með hljómsveit og reynt fyrir sér erlendis.

Samhliða gerð fimmtu plötunnar býður Skúli neytendum upp á þá nýjung að gerast ársáskrifendur af störfum hans. Áskriftinni fylgja auk eins lags á mánuði, dagbók með því sem helst er á döfinni, almennum vangaveltum og bransasögum og kostakjör á tónleika og af útgefnu efni.

via Skúli mennski listamaður í áskrift – Karolina Fund.

Vísir – Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari

„Fjármálaráðherra leggur til næstum 100% hækkun á virðisaukaskatti á bækur, úr 7% í 12%. Á sama tíma á að leggja niður vörugjöld til að lækka verð á flatskjám. Þetta kallar hann að “einfalda” kerfið. Maður er bara strax orðinn einfaldari. Þetta er gert á sama tíma og uggvænlegar tölur um ólæsi unglinga blasa alls staðar við, tölur um læsi hrapa og íslensk tunga með sínum orðaforða á í vök að verjast gegn ókeypis flóði af afþreyingu, stolinni sem óstolinni. Táknrænt að nú haustar og drullupollurinn sem átti að verða Stofnun Árna Magnússonar stækkar og dýpkar.“

via Vísir – Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari.

Vísir – Illugi hunsar bókaútgefendur

Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.

Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka.

via Vísir – Illugi hunsar bókaútgefendur.

Vísir – Þú færð svo mikla auglýsingu!

Á sama tíma og við stærum okkur af blómlegu menningarlífi og grósku í listum virðist viðhorfið til listamanna lítið breytast. Aftur og aftur berast fréttir af því að þeir sem leggja stund á listsköpun séu hlunnfarnir í launum. Leikarar í kvikmyndinni Sumarbörn hafa ekki fengið greidd laun, ásóknin í að tónlistarmenn spili frítt á „off venue“ á Airwaves er byrjuð og í niðurstöðum kjarakönnunar BHM kemur fram að þótt leikarar séu ánægðastir félagsmanna í sínu starfi eru þeir að sama skapi óánægðastir með launin. Það er sem sé enn grunnt á því viðhorfi að þeir sem velji að vera listamenn geri það af köllun og það að fá að starfa sem slíkur séu laun í sjálfu sér. Eins og listamenn þurfi ekki að sjá fyrir sér eins og annað fólk og geti lifað á ánægjunni af vel heppnuðu listaverki einni saman.

Friðrika Benónys skrifar um kjaramál listamanna via Vísir – Þú færð svo mikla auglýsingu!.

„Ekki búinn að fá krónu borgaða“ – DV

„Það er bara nákvæmlega satt og rétt að það er ekkert barn búið að fá borgað,“ sagði Matthías Matthíasson tónlistarmaður í samtali við DV á miðvikudag. Matthías er faðir drengs sem lék í kvikmyndinni Sumarbörn í fyrra, þá átta ára gamall. Líkt og aðrir leikarar og kvikmyndargerðarfólk gerðu foreldrar drengsins samning við framleiðendur sem nú er búið að fara á bak við. Samkvæmt heimildum DV eru dæmi um að börn eigi eftir að fá greiddar allt frá 50 þúsund krónum upp í 300 þúsund krónur fyrir vinnu sína.

via Sonur Matta lék í Sumarbörnum: „Ekki búinn að fá krónu borgaða“ – DV.

Roy Anderson hlaut gullljónið – DV

Kvikmyndin En duva satt på en gren och funderade på tillvaron, eða Dúfa sat á grein og íhugaði tilveruna, eftir sænska leikstjórann Roy Anderson hlaut Gulljónið sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum. Hann er fyrsti Svíinn sem hlýtur þessu virtu verðlaun.

Kvikmyndin sem er sú þriðja í þríleik Andersons, sem inniheldur kvikmyndina Söngvar frá annarri hæð (Sånger från andra våningen), sem kom út árið 2000, og Þið lifendur (Du levande), frá árinu 2007, en þær fjalla um mannlega tilveru og grámyglulegt skandinavískt samfélag á meinfyndinn hátt.

via Roy Anderson hlaut gullljónið – DV.

Vísir – Skáldverk kvenna í öndvegi

Það styttist í jólin og jólabókaflóðið alræmda um það bil að skella á. Eftir fantagott útgáfuár í fyrra, þar sem hvert stórvirkið rak annað, er útgefendum nokkur vandi á höndum en á útgáfulistum forlaganna fyrir komandi vertíð er þó ýmislegt bitastætt sem bókaunnendur geta farið að hlakka til að lesa. Bækur eftir konur eru áberandi og ýmsar af okkar bestu skáldkonum senda frá sér bók í haust.

Friðrika Benónýs skoðar jólabókaflóðið via Vísir – Skáldverk kvenna í öndvegi.

Þarf ég að lifa ef ég vil ekki deyja? | Læknablaðið

Óttar er óragur við að fara úr fræðimannshlutverkinu og lýsa sínum persónulegu skoðunum, hvort heldur er um persónur, hópa eða einstaka þætti tengda sjálfsvígum. Áhrifamestu kaflarnir lýsa hans eigin sálarkreppum, þar sem hann var kominn fram á brúnina milli lífs og dauða.

Fyrir þá sem ekki þekkja hljóta kaflarnir um sögu viðhorfa yfirstjórnar kristinnar kirkju til sjálfsvíga að vekja upp undrun. Á fyrstu öldum kristinnar kirkju ríkti upphafning á þeim sem fórnuðu lífi sínu fyrir trúna, en seinna fordæming og útskúfun á þeim sem sviptu sig lífi, hvort heldur í trúarlegum tilgangi eða í örvæntingu og uppgjöf.

via Þarf ég að lifa ef ég vil ekki deyja? Dómur um bók Óttars Guðmundssonar | 09. tbl. 100. árg. 2014 | 2014 | Tölublöð | Læknablaðið.

Vísir – Aðeins of óljós saga

l. Allt er svolítið bla. Og út af því að allt er frekar óljóst gerir það leikurunum erfitt fyrir að vita nákvæmlega hvert persónur þeirra stefna, hvað þær vilja og af hverju í ósköpunum þær gera það sem þær gera. Það gerir það svo að verkum að ég sem áhorfandi skil ekki neitt í neinu. Skil ekki af hverju þetta fólk er á Flateyri, hvaða hvatir búa að baki viðbrögðum þeirra og ákvörðunum og hvert myndin stefnir. Það er engin yfirvofandi hætta, yfirvofandi gleðitíðindi, yfirvofandi sorg. Það er akkúrat ekkert yfirvofandi og svo er myndin bara búin. Og skilur nákvæmlega ekkert eftir sig.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar um París Norðursins via Vísir – Aðeins of óljós saga.

Vísir – Var fleygt út af virtri listavefsíðu

Hann hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á stærstu listamannasíðu á netinu, deviantart.com, en á fjórum dögum fékk hann 10.000 hitt, og rúmlega 1.000 skilaboð. „Svona 950 af skilaboðunum voru neikvæð þar sem menn voru að kalla mig þjóf og ég fékk meira að segja hótanir,“ segir Odee en honum var fleygt út af síðunni í kjölfarið. Ástæðan er sú að Odee tekur í raun höfundarréttarvarið efni og notar það nánast óbreytt til þess að búa til ný listaverk úr því, um er að ræða svokallaðan klippimyndastíl.

„Ég tók tíma í rannsóknarvinnu því ég vildi vera viss um að þetta væri einstakt. Ég þurfti að finna hvernig ég ætlaði að prenta verkin, svo þurfti ég að rannsaka hvort þetta væri löglegt, þetta er á svo gráu svæði í listaheiminum,“ útskýrir Odee.

via Vísir – Var fleygt út af virtri listavefsíðu.

Vísir – Villtar í báðum merkingum orðsins

Emil segist aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna þótt skáldsagnaskrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tjáning og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar kökuskreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“

via Vísir – Villtar í báðum merkingum orðsins.

Viltu verða rithöfundur? Ágúst Borgþór kennir smásagnaskrif | Pressan.is

„Það er ekki hægt að kenna fólki ritstörf á sama hátt og að aka bíl eða nota forritið Excel en það er alveg ljóst af minni reynslu að á námskeiði af þessu tagi getur fólk náð miklum framförum í ritlistinni. Satt að segja hefði ég ekki slegið hendinni á móti svona námskeiði í upphafi ferilsins. Ég er í rauninni að matreiða þarna á nokkrum vikum það sem tók mig mörg ár að læra sjálfur með því að lesa smásögur eftir aðra og glíma við að skrifa þær. Lykilatriði á námskeiðinu er lestur, við lesum fjölbreyttar smásögur og skoðum hvernig þær eru settar saman. Það má segja að við lesum smásögur dálítið eins og þjálfarar horfa á fótboltaleik. Búum til töflufund og greinum þetta, afhjúpum trikkin hjá rithöfundum. Eftir það eiga nemendur eftir að verða færari um að læra af reyndari höfundum sem þeir lesa, þó að auðvitað verði enginn óbarinn biskup í þessu og framundan sé mikil vinna.“

via Pressan.is.

Heimóttarskapur í Þjóðleikhúsinu « Símon Birgisson

Auðvitað má Friðrika gagnrýna það þema sem Þjóðleikhúsið valdi sér að þessu sinni – hinn íslenska leikritavetur. Þegar leikhús byggir vetrardagskrá sína á ákveðnu þema er það beiðni til almennings, gagnrýnenda og blaðamanna um umræðu, beiðni til fólks að taka afstöðu og lýsa skoðun sinni á þemanu. Leikhús sem hefur ekkert þema býður ekki upp á þennan díalóg við gesti sína. Og þegar maður býður upp á umræðu er eðlilegt að fólk sé með og á móti. En því miður finnst mér Friðrika ekki ræða efnislega um málið heldur gleyma sér í gömlum klisjum um leikgerðir vs. ný leikrit.

Verkin á fjölum Þjóðleikhússins fjalla flest um okkur – sem einstaklinga og sem þjóð. Þemað snýst því ekki eingöngu um þá staðreynd að höfundar verkanna séu íslenskir heldur um efni verkanna og hvað þau segja um okkur. Kannski er einmitt mikilvægt á tímum þar sem þjóðernishyggja og þjóðmenning eru algeng hugtök í umræðunni að við horfum í eigin barm og þorum að takast á við okkur sjálf. Það gera stórir höfundar í verkum sínum, það er ástæðan fyrir því að þau verða klassísk og það er ástæðan fyrir því að við í leikhúsinu þurfum að takast á við þau oftar en einu sinni; samfélagið er sífellt að breytast og þar með sýn okkar á persónur líkt og Bjart í sumarhúsum, Fjalla-Eyvind eða Karítas.

Símon Birgisson svarar aðfinnslum Friðriku Benónýs via Heimóttarskapur í Þjóðleikhúsinu « Símon Birgisson.

Vísir – Er íslenskt endilega alltaf best?

Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“

Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar.

Friðrika Benónýs skrifar um leikárið via Vísir – Er íslenskt endilega alltaf best?.

Dr. Gunni velur bestu böndin á Airwaves

Þá er búið að tilkynna öll böndin sem spila á Airwaves, 5-9. nóvember. Að vanda er þetta magnaður grautur, spriklandi og ilmandi af því nýjasta í heimi heðbundinnar og óhefðbundinnar dægurtónlistar. Það er auðvitað hægt að mæta bara og láta stöffið leika um sig án alls undirbúnings, láta koma sér á óvart og hrífast með. Svo er líka hægt að kynna sér stöffið, t.d. á Spotify playlistanum sem er á heimasíðunni. Miðar eru ennþá til, það kostar 18.500 kall á allt gúmmilaðið.

via Bestu böndin á Airwaves | DR. GUNNI.

Palestínskar konur, býflugur og blóm

Helga Sigurðardóttir og Margrét Kristjánsdóttir sýna í Anarkíu

Laugardaginn 6. september klukkan 15 verða opnaðar tvær nýjar myndlistarsýningar í Anarkíu í Kópavogi. Í þetta sinn eru það þær Helga Sigurðardóttir og Margrét Kristjánsdóttir sem sýna verk sín. Sýning Helgu Sigurðardóttur í neðri sal Anarkíu ber yfirskriftina Um býflugurnar og blómin. Þar er annars vegar um að ræða ljósaskúlptúra, gerða úr pappamassa, og hins vegar vatnslitaverk, máluð á vatnslitastriga og […]

Lars von Trier með nýja sjónvarpsþætti – Kvikmyndir.is

Næsta verkefni danska leikstjórans Lars von Trier verður þáttaröðin The House That Jack Built. Þættirnir verða á ensku þrátt fyrir að leikarahópurinn komi víðsvegar að úr heiminum.

Framleiðslufyrirtæki Lars Von Trier og Peter Aalbæk Jensen, Zentropa, mun framleiða þættina líkt og allt annað efni sem hefur komið frá leikstjóranum í seinni tíð. ,,Þið hafið aldrei séð svona sjónvarpsþætti og þið munuð aldrei sjá svona þætti aftur,” var haft eftir Jensen.

Trier mun skrifa handritið sjálfur og hefst sú vinna í haust. Áætlað er að tökur hefjist árið 2016.

via Lars von Trier með nýja sjónvarpsþætti – Kvikmyndir.is.

Hlaut verðlaunin í annað sinn | RÚV

Andri Snær Magnason hlaut Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrr í dag fyrir bók sína Tímakistuna. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í efri-deildarsal Alþingihússins.

Prófessor Dagný Kristjánsdóttir, formaður dómnefndar, tilkynnti hver hlyti verðlaunin að þessu sinni og ræddi bókina í stuttu máli.  

Vísir – Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga

„Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn.

via Vísir – Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga.

Hægir sér nakin á fána ISIS – DV

Vel þekktur egypskur aðgerðasinni og bloggari, Aliaa Magda Elmahdy 23 ára, deildi mynd á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún sést, ásamt annarri konu, hægja sér og hafa tíðir á fána Íslamska ríkisins (ISIS). Báðar konur eru naktar á myndinni. Verknaðurinn er gerður í mótmælaskyni gegn íslamska hryðjuverkahópnum ISIS en samtökin hafa vakið athygli að undanförnu fyrir einstaka grimmd bæði í Írak og Sýrlandi.

via Hægir sér nakin á fána ISIS – DV.

Bókaþjóð í bobba « Ragnar Þór Pétursson

Niðurstöður prófsins voru þær að nokkru munaði að öll níu ára börn á landinu læsu liðugt. Raunar gerði það ekki nema u.þ.b. tuttugasta hvert barn. Og skólakerfið þótti skila á milli 7 og 8% nemenda ólæsum út í lífið. Með ólæsum er verið að meina að börnin gátu ekki tautað sig í gegnum 100 atkvæði á mínútu. Og var þó ekki verið að gera neina kröfu um lesskilning. Börnin þurftu bara að geta lesið hljóðin. Þegar við æðrumst nú yfir börnum sem ekki geta lesið „sér til gagns“ erum við að tala um börn sem mörg hefðu flogið gegnum almenna prófið á sínum tíma.

via Bókaþjóð í bobba « Ragnar Þór Pétursson.

Mike Leigh heiðursgestur á RIFF | RÚV

Breski kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh verður heiðursgestur á Alþjóðlegri Kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í september. Nýjasta mynd hans verður sýnd á hátíðinni, en hún fjallar um enska málarann Turner.

Mike Leigh er einn ástælasti kvikmyndaleikstjóri Breta og hefur hlotið fjölda verðlauna á ferlinum. Nú bætist í safnið, en forseti Íslands mun veita honum heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar þann 1. október næstkomandi.

via Mike Leigh heiðursgestur á RIFF | RÚV.

Þú trúir því ekki hvað þú færð aukna persónulega nánd með Somebody-appinu

Bandaríski listamaðurinn og rithöfundurinn Miranda July hefur gefið út skilaboðaapp fyrir iPhone sem nefnist Somebody. Appinu er ætlað að veita skilaboðaþjónustum – einsog SMS og Messenger – aukna persónulega nánd. Það virkar einfaldlega þannig að maður sendir skilaboð og forritið finnur einhvern notanda sem er í nágrenni viðtakandans, sá fer og finnur viðtakandann og flytur honum […]