Fjárlagafrumvarpið vonbrigði fyrir kvikmyndagerðamenn – DV

En hefur þjóðin efni á því að vera að nota skattana sína í slíka lúxusvöru? Af hverju mega lögmál markaðarins ekki ráða í kvikmyndaiðnaðinum?

,,Við erum á málsvæði sem er 320 þúsund manna og þar af leiðandi er mjög lítill fjöldi mögulegra neytenda. Það er mjög dýrt að gera kvikmynd, það er risaverkefni sem tugir ef ekki hundruð manna koma að. Þetta er dýrt listform og ef að stóru Evrópulöndin, eins og Frakkland og Þýskaland, sem telja 60 til 90 milljónir manna, hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau geta ekki gert kvikmyndir á eigin tungumáli án opinberrar þátttöku, þá hlýtur það að segja sig sjálft að við getum ekki gert það hérna heima. Jú, jú, það er auðvelt að segja að við eigum að láta markaðinn ráða en ef við viljum gera kvikmyndir á íslensku þá þarf að koma til opinbert framlag. Þá ertu komin í menninguna, tungumálið, hvað kostar okkur að halda þessu tungumáli? Þá getur þú farið að ræða um það: viljum við halda þessu tungumáli, hvers virði er tungumálið? Þá erum við komin út í þessa umræðu.“

via Fjárlagafrumvarpið vonbrigði fyrir kvikmyndagerðamenn – DV.