Vísir – Var fleygt út af virtri listavefsíðu

Hann hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á stærstu listamannasíðu á netinu, deviantart.com, en á fjórum dögum fékk hann 10.000 hitt, og rúmlega 1.000 skilaboð. „Svona 950 af skilaboðunum voru neikvæð þar sem menn voru að kalla mig þjóf og ég fékk meira að segja hótanir,“ segir Odee en honum var fleygt út af síðunni í kjölfarið. Ástæðan er sú að Odee tekur í raun höfundarréttarvarið efni og notar það nánast óbreytt til þess að búa til ný listaverk úr því, um er að ræða svokallaðan klippimyndastíl.

„Ég tók tíma í rannsóknarvinnu því ég vildi vera viss um að þetta væri einstakt. Ég þurfti að finna hvernig ég ætlaði að prenta verkin, svo þurfti ég að rannsaka hvort þetta væri löglegt, þetta er á svo gráu svæði í listaheiminum,“ útskýrir Odee.

via Vísir – Var fleygt út af virtri listavefsíðu.