Vísir – Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari

„Fjármálaráðherra leggur til næstum 100% hækkun á virðisaukaskatti á bækur, úr 7% í 12%. Á sama tíma á að leggja niður vörugjöld til að lækka verð á flatskjám. Þetta kallar hann að “einfalda” kerfið. Maður er bara strax orðinn einfaldari. Þetta er gert á sama tíma og uggvænlegar tölur um ólæsi unglinga blasa alls staðar við, tölur um læsi hrapa og íslensk tunga með sínum orðaforða á í vök að verjast gegn ókeypis flóði af afþreyingu, stolinni sem óstolinni. Táknrænt að nú haustar og drullupollurinn sem átti að verða Stofnun Árna Magnússonar stækkar og dýpkar.“

via Vísir – Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari.