Haukur Viðar Alfreðsson – Ástarjátning

Ég elska nefnilega líka uppfyllingarefnið. Lögin sem lyfta bestu lögunum upp á enn hærra plan. Prófaðu að hlusta á safnplötu með hljómsveit sem á ógrynni af frábærum lögum. Stundum verður það hreinlega of mikið. Svona eins og að smyrja Nutella ofan á Lindubuff (ég hef ekki gert það, ég lofa). Ég þarf tíma til að ná áttum eftir lag eins og Blackened með Metallica. Þá er fínt að dotta yfir einhverju miðjumoði í smástund.

via Vísir – Ástarjátning.