Vísir – Meðal fallegra, ljóshærðra kvenna

Birgir kveðst maska út allt á umslögunum nema myndirnar af ljóshærðu konunum. Það er gert með ljósum litum sem hann vinnur mikið með.

„Ég segi stundum að málverk mín séu meira hvísl en hróp,“ segir hann en bendir á að plötuumslögin séu undantekning því ljósmyndirnar eru flestar í sterkum litum.

Birgir viðurkennir að hvaða barn sem er geti málað svona meðfram ljósmynd. „Ég skal bara taka í höndina á því barni og óska því til hamingju,“ segir hann brosandi.

„Þrautin þunga er oft ekki að gera hlutinn heldur að koma honum í eitthvert samhengi og fá hann sýndan sem myndlist og viðurkenndan sem slíkan. Það getur verið grýtt leið.“

via Vísir – Meðal fallegra, ljóshærðra kvenna.