Tímasprengja Bjarna Bernharðs – Karolina Fund

Bjarni Bernharður skrifar:

„Góðir hálsar. Ég stend frammi fyrir því mikla verkefni að hleypa af stokkunum 232 blaðsíðna ljóðaúrvali, myndskreytt með málverkum mínum. Ég hef lagt mig í líma við standa vel að verkinu, velja ljóð og myndir af kostgæfni. Ljóðið er fagurt bókmenntaform og á erindi til allra. Það er löng hefð fyrir ljóðlistinni á Íslandi – allt frá söguöld. Í dag, sem fyrr, er mikil vakning meðal ungs fólks fyrir ljóðinu – og því ber að fagna. Víst hefur ljóðið tekið breytingum að forminu til í tímans rás, en uppsprettan er sú hin sama – hinn ljóðræni strengur í þjóðarsálinni. Skáldin sem auðga og efla menninguna með ljóðagerð eru sáðmenn morgundagsins. Lifið heil!“

Hægt er að styrkja útgáfu bókarinnar og lesa sýnishorn á heimasíðu Karolina Fund.