Landsbyggðin með augum borgarbúa

Okkur finnst það ákveðið vandamál að leikrit og bíómyndir um landsbyggðina skuli alltaf vera eftir einhverja borgarbúa,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, umsjónarmaður verkefnisins.

„Svo eru leikfélögin á landsbyggðinni alltaf að setja upp einhverja farsa til þess að hafa gaman af því að vera í leikfélagi. Fæst áhugamannafélögin ráðast í það að skrifa leikritin sjálf, eða fá einhvern til þess. Þannig að hugmyndin að baki þessu námskeiði er að fólkið sem hér býr fái hvatningu af því að vinna með fagfólki og verði opið fyrir því að vinna verkin frá grunni sjálft.“

via Vísir – Höfundasmiðja í kvikmyndabæ.