Útblásin egó – Helgi Ingólfsson um Harry Quebert

Minnir þetta á eitthvað? Það er nánast eins og Dicker hafi tekið tvö verk og slengt þeim saman: Annars vegar sjónvarpsþættina Twin Peaks (1990-91) þar sem morð á unglingsstúlku skók bandarískan smábæ og hjá öllum bæjarbúum lá fiskur undir steini, og hins vegar Uns sekt er sönnuð eða Presumed Innocent (1987), ágæta bók Scott Turow, sem einnig var gerð kvikmynd úr árið 1990. Dicker er fæddur 1985 og tilheyrir því kynslóð, sem vart þekkti þessi verk á sínum tíma; kannski hefur hann fundið þau í gamla vídeóspólusafninu sem foreldrar hans ætluðu að henda. Reyndar hefur hann víst sagt í viðtölum að hann hafi ekki séð Twin Peaks – þættina fyrr en farið var að benda á líkindi þeirra við bók hans, en alltént fékk ég sem lesandi á tilfinninguna að Sannleikurinn um mál Harrys Quebert sé byggður á efni sem ég hef séð í skrilljón amerískum bíómyndum og who-dun-it þáttum í anda ofangreindra verka.

via Útblásin egó – helgi-ingolfsson.blog.is.