Mike Leigh heiðursgestur á RIFF | RÚV

Breski kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh verður heiðursgestur á Alþjóðlegri Kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í september. Nýjasta mynd hans verður sýnd á hátíðinni, en hún fjallar um enska málarann Turner.

Mike Leigh er einn ástælasti kvikmyndaleikstjóri Breta og hefur hlotið fjölda verðlauna á ferlinum. Nú bætist í safnið, en forseti Íslands mun veita honum heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar þann 1. október næstkomandi.

via Mike Leigh heiðursgestur á RIFF | RÚV.