Dr. Gunni velur bestu böndin á Airwaves

Þá er búið að tilkynna öll böndin sem spila á Airwaves, 5-9. nóvember. Að vanda er þetta magnaður grautur, spriklandi og ilmandi af því nýjasta í heimi heðbundinnar og óhefðbundinnar dægurtónlistar. Það er auðvitað hægt að mæta bara og láta stöffið leika um sig án alls undirbúnings, láta koma sér á óvart og hrífast með. Svo er líka hægt að kynna sér stöffið, t.d. á Spotify playlistanum sem er á heimasíðunni. Miðar eru ennþá til, það kostar 18.500 kall á allt gúmmilaðið.

via Bestu böndin á Airwaves | DR. GUNNI.