Ingi Björn Guðnason

Þetta herbergi

Herbergið sem ég gekk inn í var draumur um þetta herbergi. Án efa voru allir þessir fætur á sófanum mínir. Sporöskjulaga portrettið af hundi var æskumynd af mér. Sumt glitrar, sumt er þaggað niður Við höfðum makkarónur í hádeginu alla daga nema sunnudaga, þegar lítil kornhæna var framreidd handa okkur. Hversvegna segi ég þér frá […]

Hinir vanþakklátu maurar

Maurahjörðin (borgararnir) leggja sig líma við að þjónusta drottninguna (ríkistjórnina – handhafa VALDSINS) og eru nefndir HINIR ÞAKKLÁTIR NEYTENDUR. Í hjörðinni er þó líka að finna HINA VANÞAKKLÁTU. Það eru maurar sem hafna drottningunni sem æðsta valdi og vilja skipta henni út fyrir aðra drottningu, sem þeir telja mun hæfari. Þeir vinna leynt og ljóst […]

Í hverju ertu? – María Hjálmtýsdóttir

Heimanám Juan og Roberto eru á leið yfir Río Grande frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Þeir eru komnir 4 metra frá suðurbakkanum, þar sem landamæravörður A stendur. Fjarlægð þeirra frá norðurbakkanum, þar sem landamæravörður B stendur, eru 3,7 metrar. Þar af leiðandi tilheyra þeir hvorki svæði landamæravarðar A né B. Juan er 48 kíló en Roberto […]

Ljóð eftir Sverri Norland

GARÐURINN MANNS maður verður að rækta garðinn sinn hafa trén svo tignarleg að þau teygi sig yfir í næstu garða og skyggi á útsýni nágrannanna fá meindýraeyði (þann dýrasta = blóðþyrstasta) svo maður losni við rottur leigja út herbergið í kjallaranum til að safna fyrir heitum potti og trampólíni snöggslá grasið spreða þykkum áburði á […]

Andrésblaðakenningin

Ég var á leiðinni í partý með félaga mínum. Við vorum eins ólíkir og hægt er að ímynda sér, hann var nýútskrifaður úr lögfræði á þeim tíma, fínn og frambærilegur, hefði ábyggilega verið kosinn „líklegastur til að verða nýríkur“ í grunnskóla hefði það verið valmöguleiki. Ég var hins vegar að læra ritlist og á milli […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Gleymið pólitískri ljóðlist

  Pólitísk ljóðlist fyllir mig von. Allt er mögulegt í pólitískri ljóðlist. Valhopp ímyndunaraflsins kemur í stað yfirvalda. Pólitísk ljóðlist ofsækir ekki minnihlutahópa nema í undantekningatilfellum: Annað hvort minnist hún ekki á þá, eða hún dásamar þá, oftast nær. Pólitísk ljóðlist dáist að framkvæmdum mannanna. Ljóðskáldin skrifa eins og það sé framkvæmd, undarlega óvirk tegund […]

Uppskrift

½ dl frelsi einstaklingsins ¼ dl frelsi einstaklingsins 3 dl frelsi einstaklingsins 1 tsk. frelsi einstaklingsins smá frelsi einstaklingsins ef vill frelsi einstaklingsins af hnífsoddi Þetta er frábært frelsi einstaklingsins sem þarf aðeins að setja í skál og hræra lauslega saman. Stráið frelsi einstaklingsins yfir. Til að toppa þetta alla leið er snilld að hella smá frelsi […]

Þrír prósar

Vélasalurinn Það er skipst á vöktum við gangverk auðvaldsins. Vinstri öflin leysa hægri öflin af og svo öfugt. Í vélasalnum hafa allir hlutverki að gegna og engum dettu í hug að bregðast skyldu sinni. Dagarnir eru misgráir í þessu ríki auðs og frama. Árin líða og áratugir án þess að snurða hlaupi nokkru sinni á […]

Magnús Ásgeirsson

Internasjónalinn

Til reikningsskila, skortsins fangar, sem skipið heimsins vinnustétt! Nú skjálfa valdsins skorður strangar við skuldakröfu um fólksins rétt! Fylk þér, alþýða, í forystusveitir! Fullan rétt þú sækja skalt! Hið gamla ríki um grundvöll breytir: Vér gildum ekkert, verðum allt. Sókn til frelsis er falin vorri fylkingu í dag, unz Internasjónalinn er allra bræðralag! Oss frelsa […]

Fjögur textakorn

VEFSTÓLAR Upp úr kjallaranum voru teymdar tíu brúnar konur og fólk greip um andlit sín í hryllingi. Þær báru hlekki um ökklana eftir að hafa verið tjóðraðar með keðjum við vefstóla. Þær voru færðar á lögreglustöð hvar þeim voru gefnar bollasúpur og teppi lögð um axlir þeirra. Teppin höfðu þær ekki ofið sjálfar heldur aðrar […]

Óskabörn

1. Í höll Þyrnirósar Nú heimta ég orðið ég sem ánauðug þjónaði höfðingjaslekti og fékk ævintýrið gegn mér að launum. Fárra kosta átti ég völ mátti stýfa úr hnefa meðan drottningin taldi gulldiska sína. Ég stóð að jafnaði við spunann en starfi minn var hvergi lofaður ætíð skyldi vegsamað iðjuleysi kóngsdótturinnar. En svo mættumst við […]

Ég mótmæli allur – öllu

Ég mótmæli: meðferð yfirvalda á flóttamönnum, ofstopa stöðumælavarðanna, aðförinni að einkabílnum, skortinum á umburðarlyndi, undanlátsseminni, verðinu á erlendum osti, því að flytja eigi flugvöllinn, niðurskurðinum í heilbrigðiskerfinu, því að langa í eitthvað en fá það síðan ekki, ferðamannasprengingunni í miðborginni, sjálftökunni í kerfinu, hótelvæðingunni, verðtryggingunni, flösu, staðsetningu flugvallarins, tilvist flugvalla yfirleitt, hugmyndinni um öldrun, fáskiptni […]

Engels fellur af himnum

Kommúnistar elskast í uppstigningarrigningu sammála æðstu sovétunum étnum upp til agna í krústjeffskum reikningsskilum kristlegra smurninga án andstæðra sáðmanna og kvenlegra aðstæðna í innanbúðum bolsévíska uppreisnarsambandsins risnu í blautri samfellu sífallandi af himnum sem óðamála Marxistar lepja í kenningum sísleiktra klofninga nýneglds krossviðs trotskískra Samverja hólpnir í allsherjarverkfalli taktfastra samverkamanna kossaflengdra lenda hugsandi byltingarsinna sáttmálandi […]

Fjármálahverfið

Jón steig út úr strætó í hverfi sem hann hafði aldrei komið í áður. Gangstéttin var hörð undir fæti og greinilega nýsteypt. Enginn manneskja var á ferli; einungis bílar sem hópuðust saman kringum turna úr stáli og gleri. Þeir risu með reglulegu millibili upp úr malbikinu og hýstu skrifstofur allskonar fyrirtækja. Jón þrammaði þvert yfir […]

Hólaríma

(maður losnar aldrei við sjálfan sig)

skessuríma frekjast framm miðjumoð það mykjuskroð mussu klessu frussu soð nammi namm og krossa kramm kyngi pyngju klaufa dramm laufa lýkur loðnu fljótt skipast veður skipa skjótt lyngið á sinn laufa bing mikið er mín tunga sling mullið mjúkt í ljóða gring subbu krubbu krakka krúkt komdu að éta barnið mjúkt mild er mjöðm og […]

Kári Páll Óskarsson

Byltingarbréf #19

ef það sem þú vilt er störf handa öllum, þá ertu ennþá óvinurinn, þú hefur greinilega ekki hugsað til enda hvað það þýðir ef það sem þú vilt er húsnæði, iðnaður (GE á Navajó verndarsvæðinu) bíll handa öllum, bílskúr, ísskápur, sjónvarp, meiri pípulagnir, vísindalegar hraðbrautir, þá ertu ennþá óvinurinn, hefur kosið að fórna plánetunni fyrir […]

Hann gekk nú samt

Hann hafði farið í allar 1. maí göngur. Allt frá því hann var 12 ára og byrjaði að beita hjá Bjössa graða; lærði handtökin fyrir hádegi, beitti eins og fljótustu karlarnir eftir vikuna. Hann skipti sér lítið af verkalýðsmálum en seldi þó alltaf merkið á 1. maí. Ef hægt var að tala um merki, alltaf […]

Ljóð

Við erum saman komin, ég og þú og svo margir aðrir, til að fagna því að við vitum ekkert í okkar haus. Hausinn okkar er þó fullur af alls konar hugmyndum og vitleysu og staðreyndum um tilgangslausa hluti, en engan þeirra virðumst við geta notað okkur til framdráttar í þessum heimi, eins og hann er […]

Ljóð

Stundakennari við Háskóla Íslands sækir himinháan stafla af ritgerðum á þjónustuborðið í Gimli og reynir að gleyma nóttinni þegar hann reiknaði út að með þessu áframhaldi tekur það hann nákvæmlega níutíu og sjö ár að borga námslánin.

Að stilla sig

Erfitt að leggjast ekki í gólfið þegar börnin byrja að væla. Erfitt að geta ekki velt sér á hina hliðina þegar hún vill ræða málin. Erfitt þegar forstjórinn kitlar alla nema mig. Erfitt þegar reikningar birtast í heimabankanum. Erfitt þegar launablað Frjálsrar verslunar kemur út. Erfitt þegar bíllinn stenst ekki skoðun. Erfitt að fá léttan […]

Bónuskonurnar  

Við skruppum oft í kaffitímanum og eftir vinnu til að fá okkur að drekka og borða hjá henni Stínu sem bjó við hliðina á Íshúsfélaginu. Nokkrar hressar konur úr slorinu sem fengu sér oft í staupin. Stína var einstæð móðir sem átti tvo stráka og vann mikið. Hún var hávaxin og grönn kona með bein […]

Enginn gálgafrestur

Tannhjól gnístast saman, þjöppuð, tönn fyrir tönn. Jaðrar drauma eru að baki; skipsflök í sandi. Skuldum vafin svíf ég gegnum hliðið, hlekkjuð ung bakaramey. Negldur á krossi hlær gamall smiður og gefur mér auga fyrir auga. Hvimleið er þessi hringrás. Skyldi honum ekki líka leiðast? Hrafnar tveir hliðverðir undirmeðvitundar lækka flugið með háværu krunki. Það […]

Sjötíu ár frá því þegar köngull datt á jörðina

Pappír til Ameríku röflar lúgumaðurinn restin eitthvað óskiljanlegt hefur tekið tvöfaldar vaktir alla vikuna þá fyrsta alltaf á eyrinni Pappír til Ameríku svarta skipið tekur tólf þúsund tonn ef við lokum ekki millidekkjum heldur leggjum tvöfaldan krossvið á milli samskeytin á kross prýðis dansgólf fyrir lyftarann Pappír til Ameríku fyrir Vassingtún Póst Nýju-Jórvíkur Tiðindin og […]

Steypa

Einu sinni var þjóð sem hafði mikið dálæti á steypu, steinsteypu. Þau reistu sér hús og blokkir og byggingar og létu meira að segja steypa yfir garðana sína: „Því þá losnum við hratt og örugglega við þessi grös sem spretta svo hratt, að ekki sé talað um hin eilífu smáblóm sem laða að sér skordýr […]

Eytt

Við erum þegar í sjálfheldu búin að rúlla niður þverhnípi brenna reipi brenna skó sitjum á sillu milli lifandi og dauðra búin að ýta á alla rauðu takkana snúa tveimur lyklum drekka allt grunnvatnið allan bjórinn og bolluna búin að lifa áratugum saman í eftir – eftir að-inu eftir að við rústuðum öllu segjandi sögur […]

Til varnar ljóðlistinni #3

Eða:  Ars Poetica (undirstrikað til áhersluauka) Eða: „Brennist að lestri loknum“ Ég bið til Guðs að fólk virði þann þagnarmúr sem umlukið hefur ljóðlistina, að það haldi áfram að sýna ljóðum hvorki lotningu né hafa þau að spotti; að fólk hvorki fyrirlíti né upphefji þau. Hvort um sig felur í sér athygli og er af […]

Jón Bjarni Atlason

Táraverksmiðjan

Enn á ný sýna ársskýrslur að framleiðsluafköstin eru mest í táraverksmiðjunni. Á meðan samgönguráðuneytið hopaði á hæl og ráðuneyti hjartans mála barðist um í geðshræringu starfaði táraverksmiðjan dag og nótt og á helgidögum voru meira að segja slegin ný met. Á meðan fæðumeltingarstöðin japlaði á hörmungum dagsins tók táraverksmiðjan upp nýja og hagkvæma framleiðslutækni við […]

Hungurleikarnir

Ég mun framleiða bíómynd um hvað kapítalisminn er vondur og hún mun græða þúsund milljón dollara. Hún mun selja byltingarbling á tvöþúsund milljónir dollara og sá byltingarfræjum í þrjúþúsund milljón hjörtu.

Ég geri það því ég veit að maginn gaular hærra en hjartað slær og hann gaular á súpermáltíð, megaviku og happy hour. Byltingin er í eftirmat en hún er bara á matseðlinum á litlum lífrænum fjölskylduveitingastað í útjaðri borgarinnar, sem verður lokaður í allt sumar, vegna þess að við erum að taka upp framhaldsmyndina einmitt þar.

Á meðan megið þið sætta ykkur við ís í brauðformi, það verður ykkar eina bylting þetta sumarið, bylting frá heitri sólinni sem þið bölvið meira en okkur sem bræðum jöklana fyrir ykkur, sólinni sem þið látið brenna ykkur en leyfið ekki fyrir nokkra muni að koma í staðinn fyrir þessa dýrðlegu olíu sem stundum framkallar fallega grá ský til varnar þessari helvítis sól.

Áður en þið drukknið munum við svo koma fyrir tíu ísbúðum á hálendinu þannig að eftirlifendur geta haldið byltingunni áfram svo lengi sem sólin skín. En þegar síðustu geislarnir hverfa frá kulnaðri jörðinni verður engin bylting lengur og geimvindarnir munu blása sigðinni úr frosinni greip þinni.

Ásgeir H. Ingólfsson

Lánað mér

Smásaga

1. Winona Ryder „Manstu hvar þú varst nænelleven? Ég man ég kom heim úr skólanum og mamma sat fyrir framan sjónvarpið og gapti, tvíburaturnarnir við það að hrynja, og ég varð ekki hræddur eða neitt, fannst þetta eiginlega bara magnað, eins og ég væri að verða vitni að einhverju heimssögulegu og það í beinni útsendingu. […]

Þóra svikaskáld

  Minnið er svikul skepna Minn sannleikur er ekki lengur sá sami og þinn tíminn okkar markar svipuför á minni mínu ég valdi þig, vildi þig, tærðist upp með þér það hefði verið hraðvirkara að gleypa bláa og hvíta uppþvottavélartöflu Bölvun Ég fór um heimili þitt ber að neðan í karrýgulum ullarsokkum ég néri mér […]

Sunna svikaskáld

  Svik II Við gerum ekki mistök við svíkjum ættmæður okkar bylta sér í moldinni undir rótum furunnar hún skelfur í austanvindi nötrar af sorg og vanmáttugri reiði og við svíkjum villum á okkur heimildir gleymum að skafa moldina undan nöglunum við vöxum eins og furan erum jafnt ysta lagið sem innsta lágvaxin formóðir við […]

Að ráða úr hlutunum

smásaga

Sama kvöld og Jóna sagði Hannesi að hún væri ólétt komu þau sér fyrir við eldhúsborðið andspænis pabba hennar. Hannes hafði þekkt hann lengi. Feður þeirra Jónu voru góðir vinir. Þegar pabbi Hannesar var strákur hafði hann unnið fyrir afa Jónu á sumrin. Feður þeirra voru einu krakkarnir á býlinu. Eitt sumarið fóru þeir saman […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Derek Walcott

Derek Walcott fæddist 23. janúar árið 1930 á eyjunni Sankta Lúsíu í Karíbahafi. Hann er einn af mikilvægustu höfundum enskrar tungu á 20. öld og hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1992. Hann lést síðastliðinn föstudag.

Bara vinir

við vorum að ríða þegar hann stoppaði og horfði í augun á mér og sagði                 eigum við ekki bara að vera vinir? ég glotti og hugsaði                 en ekki hvað? og spurði                 þýðir það að þú viljir ekki sofa hjá mér? hann glotti og svaraði                 nei neinei og svo hringdi síminn og hann sagði                 bleeeeessaður setti […]

Ljóð úr Tólf

Tólf eru tólf ljóðabækur eftir Brynjar Jóhannesson, sem allar munu eða hafa komið út árið 2017. Nú þegar þetta er skrifað hafa þrjár bækur þegar komið út. [Úr bók tvö: Flugvél] beltin spennt og bökin rétt og tækin slökkt og ópíumfílingur í maganum í hækkuninni við sitjum saman og horfum á ljósin flökta í myrkrinu […]

Úr Gárum

Sér á báti lít niður a þokuna sem þrýstist upp á milli tánna seig muggan smýgur inn um eyrun gælir við heilahvelin deyfir í þörmunum hringa sig ormar nærast á sönsum kítla úfinn erting hvítt hold i tætara harmdöggin seig hlykkjast um hrukkur raust sem skellur útflatt andlit afmyndað andköf kraftmikil alda                  kúvending Lifnaður Skartar […]

Þorvaldur S. Helgason

Reyndu að lofa hinn afskræmda heim

Reyndu að lofa hinn afskræmda heim. Mundu löngu júnídagana, og villt jarðarber, dropa af rósavíni. Brenninetlurnar sem þekja skipulega yfirgefin heimkynni útlaga. Þú verður að lofa hinn afskræmda heim. Þú fylgdist með glæstum snekkjum og skipum; eitt þeirra átti langa ferð framundan, á meðan óminni saltsins beið hinna. Þú hefur séð veglausa ferð flóttamannanna, þú […]

Úr Bréfum til James Alexander eftir Jack Spicer

3. Það er ekki tilbreytingarleysi náttúrunnar heldur ljóðin handan náttúrunnar sem kalla hvert á annað yfir höfðum skáldanna. Höfuð skáldanna verandi hluti af náttúrunni. Það er ekki okkar að láta línur náttúrunnar stemma. Það er ljóðanna að láta línur náttúrunnar stemma. Vegna þess hve válega þær laðast að línum náttúrunnar, að höfðum okkar. Við lýsum […]