Þýðing: Magnús Ásgeirsson

Internasjónalinn

Til reikningsskila, skortsins fangar,
sem skipið heimsins vinnustétt!
Nú skjálfa valdsins skorður strangar
við skuldakröfu um fólksins rétt!
Fylk þér, alþýða, í forystusveitir!
Fullan rétt þú sækja skalt!
Hið gamla ríki um grundvöll breytir:
Vér gildum ekkert, verðum allt.
Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!

Oss frelsa ei heimsins herrar neinir
né hjálparvöld á æðri stað:
Vort stríð, vort stríð vér eigum einir,
og aðrir munu ei vinna það.
Gegn þeim afla, sem ránshöndin ræður,
Til reisnar vorri lægðu sál,
vér blásum anda í bleikar glæður
og breytum fjötri í eggjað stál!

Sjá gullsins reigðu glæfrasjóla
með gripa og jarðar eignarhald!
Hvað lyfti þeim á stjórnarstóla?
Vort strit, sem hlaut ei endurgjald!
Auður vex þeim án verðleika og raka
á vorum lúa og hugarraun,
og er vér hrifsum hann til baka,
vér hirðum aðeins verkalaun!

Til sigurs, eining öreiganna
með alþýðunnar stolta nafn!
Þín jörð er óðal allra manna,
en ekki fyrir gamm né hrafn!
Þeirra kyn skóp þér örbirgð og ótta.
En er þeir skuggar hverfa úr sýn
einn vordag snemma á feigðarflótta,
mun fegurð lífsins verða þín!
Sókn til frelsins er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internsjónalinn
er allra bræðralag.

Nallinn var upphaflega skrifaður á frönsku af Eugene Pottier. Sögu hans og ótal þýðingar má finna útgáfur hér.