Bara vinir


við vorum að ríða þegar hann stoppaði
og horfði í augun á mér og sagði
                eigum við ekki bara að vera vinir?
ég glotti og hugsaði
                en ekki hvað?
og spurði
                þýðir það að þú viljir ekki sofa hjá mér?
hann glotti og svaraði
                nei neinei
og svo hringdi síminn og hann sagði
                bleeeeessaður
setti símann á milli axlar og eyra
til að geta notað báðar hendurnar
til að segja mér með látbragði að vefja jónu

hann klæddi sig klunnalega í sokka og buxur
á meðan hann talaði í símann
svo skellti hann á og kastaði símanum á rúmið
og blikkaði mig og sagði
                hey þarf að hitta einhvern gaur fyrir utan kem eftir 5

svo reyktum við jónu og héldum áfram að ríða
eftirá brosti hann og sagði
                ég held við getum verið mjög góðir vinir

ég held það líka