Opnað fyrir umsóknir í barnamenningarsjóði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í tvo nýja styrktarsjóði sem tengjast íslenskri barnamenningu, Barnamenningarsjóð Íslands og sjóð til útgáfu barna- og ungmennabóka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. „Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins en hlutverk hans er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með […]

Skrifandi gervigreind ógnar mannkyni

Forritið GPT-2 frá fyrirtækinu OpenAI, sem styrkt er af tryllta milljarðamæringnum Elon Musk, fékk að lesa fyrstu setningarnar í 1984 eftir George Orwell og hélt svo áfram með söguna, síðu eftir síðu, í trúverðugum dystópískum prósa. Þetta var bjartur, kaldur apríldagur og klukkan var að slá þrettán. 1 Af þessu ber forritið kennsl á stíl […]

Tua Forsström orðin meðlimur sænsku Nóbelsakademíunnar

Finnlandssænska ljóðskáldið Tua Forsström hefur verið valin í sænsku Nóbelsakademíuna í stað Katarinu Frostenson, eiginkonu hins alræmda níðings, Jeans-Claudes Arnault. Mikill styr hefur staðið um veru Katarinu í nefndinni, vegna vensla sinna og varna fyrir hönd Arnaults, og sættist hún loks á að setjast í helgan stein í skiptum fyrir föst listamannalaun. Tua Forsström sest […]

Metfjöldi kvenna tilnefndur til arabískra bókmenntaverðlauna

Fjögur af sex tilnefndum til Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna arabaheimsins (International Prize for Arabic Fiction / الجائزة العالمية للرواية العربية) í ár eru konur. Sjö konur voru eftir á langa listanum og fjórar þeirra voru enn eftir nú þegar stutti listinn var birtur fyrir helgi. Þetta voru þær Hoda Barakat frá Líbanon, Inam Kachachi frá Írak, Shahla […]

Hata dreifbýlisaumingja*: Tölfræði Listamannalauna

Listamannalaunum var úthlutað í janúar og nú hefur RANNÍS birt einfalda tölfræði að baki úthlutuninni. Þar er farið yfir úthlutanir með tilliti til kyns og búsetu. Að vísu er kyn bara flokkað í tvennt og búseta í þrennt. Umsækjendur eru karlar eða konur og þeir eiga heima í „Reykjavík og nágrenni“, „landsbyggðinni“ og „erlendis“. Þrátt […]

Óskað eftir ljóðum í ljóðasamkeppni

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í sextánda sinn til árlegu ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur í keppnina er til og með 12. desember og skal ljóðum skilað með dulnefni. Hverju ljóði skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra ljóðum sem fá […]

Hávaði á jaðrinum!

Miðvikudaginn 6. apríl getur þú fengið grasrót beint í smettið! Fimm hljómsveitir af Reykjavíkursvæðinu hafa tekið sig saman og ætla að veita innsýn á jaðar íslenskrar tónlistar. Tónleikarnir fara fram á Húrra næsta miðvikudag, þann 6. apríl, og hefjast stundvíslega klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Tófa spilar hátt, hratt og fast tilraunapönk og sækir innblástur […]

Þór Vigfússon opnar sýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík

Þór Vigfússon opnar einkasýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Afhjúpun verkanna fer fram á laugardaginn 30. maí kl. 16:00 og verður því fagnað til 18:00. Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar í Djúpavogi. Hann hefur haldið fjöldan allan af sýningum um allan heim og þess má til gamans geta að hann hefur verið […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í fjórtánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur […]

Þýðingastyrkir MÍB

Styrkir til þýðinga á íslensku, síðari úthlutun ársins. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum. Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun. Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, síðari úthlutun, fyrir […]

MÁLSTOFA UM SÖFN OG HÁSKÓLASTARF

Boðað er til málstofu um þýðingu safna fyrir háskólastarf á Íslandi þann 5. desember kl. 15:00-17:00 í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Hvaða þýðingu hafa söfn fyrir háskóla landsins við upphaf 21. aldar að mati sex safnstjóra, þeirra Hafþórs Ingvasonar á Listasafni Reykjavíkur, Ólafar K. Sigurðardóttur í Hafnarborg, Bjarna Guðmundssonar Landbúnaðarsafni Íslands, Unnar Birnu Karlsdóttur á Minjasafni […]

Endurbókun – Sýning á bókverkum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi

Sjö listakonur sýna nú fjölbreytt bókverk unnin úr gömlum bókum undir yfirskriftinni Endurbókun í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Bókverk er samheiti yfir listaverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hugmyndaflug listamannsins eina takmörkunin. Bókverk geta verið fjölfölduð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins […]

Fyrsta múrfall Evrópu

Fyrsta múrfall Evrópu, 9. nóvember 2014

Sunnudaginn 9. nóvember, um leið og Íslendingar fagna 82 ára afmæli gúttóslagsins, verður þess minnst í Þýskalandi og víðar að 25 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Af tilefninu hefur Miðstöð um pólitíska fegurð — Zentrum fur Politische Schönheit — rænt minnisvörðum um fórnarlömb sem féllu við múrinn, sem þar til í síðustu […]

Snarl 4 – Skært lúðar hljóma

Erðanúmúsik, rassvasaútgáfufyrirtæki Dr. Gunna, gefur nú um helgina út safndiskinn SNARL 4 – SKÆRT LÚÐAR HLJÓMA. Síðasta SNARL – SNARL 3 – kom út árið 1991. Á SNARL 4 eru 25 lög með þeim hljómlistarmönnum og hjómsveitum sem hæst/lægst standa á Íslandi í dag. Þetta eru neðanjarðarlistamenn sem fá takmarkaða spilun í útvarp og eru […]

Pipene fær Goetheverðlaunin á Zebra

Ljóðkvikmyndahátíðin Zebra Poetry Film Festival fór fram í Berlín nú um helgina og voru fjórar kvikmyndir verðlaunaðar La’eb Al Nard / The Dice Player í leikstjórn Nissmah Roshdy frá Egyptalandi, við ljóð eftir Mahmoud Darwish, essen – stück mit aufblick í leikstjórn Peters Böving við ljóð eftir Ernst Jandl, The Aegean or the Anus of Death í leikstjórn Eleni Gioti við ljóð eftir Jazra Khaleed og svo ljóðið hér að ofan, Pipene í leikstjórn Kristian Pedersen við ljóð eftir Øyvind Rimbereid, sem hlaut verðlaun sem kennd eru við Goethestofnunina. Ljóðkvikmyndaútgáfan Gasspedal Animert, sem framleiddi myndina í samstarfi við Gyldendal í Noregi, hefur sett hana á netið til ókeypis áhorfs. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Gasspedal Animert.

Tímasprengja eftir Bjarna Bernharð Bjarnason

Út er komin Tímasprengja, úrval ljóða eftir Bjarna Bernharð Bjarnason. Bókin geymir 270 ljóð og er myndskreytt með 40 málverkum höfundar, sem er kunnur myndlistarmaður. Vel er til vandað við val á ljóðum og myndverkum og er bókin því hin eigulegasta. Bókin er 232 bls. Útgefandi er Ego útgáfan.

Lengist í taumnum eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson

Útgáfuneindin WHEEL OF WORK kynnir, með látum og meðlæti, ljóðabókina LENGIST Í TAUMNUM eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson. Fagna má gripnum og fanga hann mánudaginn 20. október nk. klukkan 17:00 í galleríinu Ekkisens, Bergstaðastræti 25b, 101 Reykjavík. Í boði verða ljóð og aðrar veitingar. Um bókina Í bókinni má meðal annars rekast á hagrænan skapara […]

Leitin að Blóðey hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin

Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – […]

MannauðsMountain afhjúpað

Afhjúpun verksins MannauðsMountain eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur fer fram laugardaginn 11. október kl. 17 í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Verkið tekst á við veruleika hins undirskipaða vinnandi manns og vísar beint í Mountain, verk Sigurðar Guðmundssonar frá áttunda áratugnum, þar sem hann túlkaði þennan sama veruleika með ljósmynd af sér sjálfum liggjandi undir hrúgu af slitnum […]

Patrick Modiano hlýtur Bókmenntaverðlaun Nóbels 2014

Rétt í þessu var tilkynnt í Stokkhólmi að bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2014 fengi franski rithöfundurinn Patrick Modiano. Engin þjóð á jafn marga Nóbelsverðlaunahafa og Frakkar eða sautján talsins (ef Xao Xingjian, sem hefur búið í Frakklandi lengi en skrifar á kínversku, og Jean Paul Sartre, sem neitaði að taka við verðlaununum, eru taldir með). Ein bók […]

Oddný Eir meðal þeirra sem hljóta bókmenntaverðlaun ESB 2014

Í dag var tilkynnt um vinningshafana í keppninni um bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2014 á bókamessunni í Frankfurt. Verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. Vinningshafar þessa árs eru: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Oddný Eir (Íslandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre […]

Nýjar raddir í íslenskum bókmenntum

3. hefti Tímarits Máls og menningar 2014

Þetta hefti er helgað nýjum röddum í íslenskum bókmenntum. Þetta er alls konar fólk, úr öllum áttum, á ýmsum aldri og með ólíka lífsreynslu. Sum þeirra hafa þegar vakið athygli fyrir skrif sín, gefið út bækur og birt sögur og ljóð hér og þar, önnur kveða sér hér hljóðs í fyrsta sinn. Sum þeirra hafa […]

Stofnfundur MÁF/VAVINAFÉLAGSINS í dag kl. 15:00 í Vatnsmýrinni

Hér með tilkynnist… …að margumbeðinn stofnfundur Máf/vavinafélagsins fer fram laugardaginn næstkomandi, þann 4. október, í garðskálanum við Norræna Húsið í friðlandinu í Vatnsmýrinni kl. 15:00. Auk hefðbundinna stofnfundarstarfa (sem gulltryggt er að fari fram á stuttum tíma og með snörpum hætti) verður boðið upp á hið 1sta ritúal félagsins, framkvæmt af stofnendunum Snorra Páli Jónssyni […]

Örsögusamkeppni

Í tilefni Lestrarhátíðar í október standa Borgarbókasafn og Vodafone fyrir örsögusamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 10-16 ára. Dagana 1. til 26. október verður hægt að senda sögur í SMS-skilaboðum í númerið 901 0500. Sögurnar mega vera að hámarki 33 orð en að öðru leyti er aðferðin frjáls. Sögunni skal fylgja nafn og aldur höfundar […]

Margrét M. Norðdahl í Ganginum 2. október

Íslenski myndlistamaðurinn Margrét M. Norðdahl opnar sýningu sína ‘RÚTÍNUR ll / ROUTINES II Endurtekin munstur / Repeating mundane patterns’ í Gallerí Gangi næstkomandi fimmtudag á milli 17 og 19. Margrét verður sjálf viðstödd opnun og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir að venju. Sýningin stendur fram í miðjan nóvember. Opnunartímar eftir samkomulagi, […]

Draugasögukeppni

Við dimma, dimma Tjarnargötuna, við dimma, dimma Tjörnina, stendur eldgamalt hús, fullt af krókaleiðum, leynirýmum og óútskýrðum hljóðum….þorir þú að mæta og hlýða á draugasögur? Við skorum á þig að taka þátt í að flytja bestu frumsömdu draugasöguna! Keppt verður í þremur flokkum- þjóðlegasta draugasagan, fullorðins draugasagan og barnadraugasagan. Dómarar verða þrír- hræðslupúki, hörkutól og […]

STATTU ÞIG STELPA

Smágerðir dauðar eða drep í lífi eins eða sérhvers manns - þó aldrei sýnileg sár né áþreifanleg ör.

Mánudagskvöldið 29. september opnar gjörningamyndbandið STATTU ÞIG STELPA eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur í sýningarýminu Harbinger á Freyjugötu 1, Reykjavík. Verkið stendur yfir í þrjár nætur frá 29. september til 1. október, frá kl. 23 til 06. STATTU ÞIG STELPA er hluti af halarófu verka eftir Snorra Pál og Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem sameinast undir titlinum EF TIL […]

Segulskekkja eftir Soffíu Bjarnadóttur

Listilega skrifuð frumraun sem vekur upp áleitnar spurningar Kona fær óvænt símtal sem sendir hana í ferðalag frá Karijoki til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í jarðarför. Í vetrareyjunni rekur sálma, drauma og minningar á land sem þvinga hana til að rýna í sitt eigið sár og horfast um leið í augu við […]

Okkar eigin – Höfundasmiðja á Flateyri

Á meðal leiðbeinenda eru Rúnar Guðbrandsson, Tyrfingur Tyrfingsson, Víkingur Kristjánsson, Lilja Sigurðardóttir, Hlín Agnarsdóttir, Árni Kristjánsson og fleiri. 4 helgar, hver með sinni áherslu en allar tengdar fyrir þann hóp sem sækir þær allar. Fyrsta helgin: Að opna á sér hausinn: Tyrfingur Tyrfingsson og Rúnar Guðbrandsson Önnur helgin: Að opna í sér hjartað: Hlínar Agnars […]

EF TIL VILL SEK 20. sept. til 3. okt.

Halarófa verka eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur (SG) og Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson (SP) Ber bök og óvarin, viðbúin stöðluðum höggum og holskeflum. Ósamhæfðir fætur, hver af sinni tegund, keppast við torfærur — sameinast sönnunargögnum og nýskapa ummerki. Þvælast í skömm milli skjólhúsa — lausnalaus mátun á sambrýndum hlutskiptaflötum. Það blæðir, en ekki úr krossnegldum lófum: eilíf […]

Stjórn RSÍ mótmælir bókaskatti

Stjórn Rithöfundasambands Íslands mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur. Með slíkri aðgerð er vegið til framtíðar að sjálfsmynd þjóðar sem býr í tungumáli og bókmenntum. Nágrannaþjóðir, svo sem Færeyingar og Norðmenn, hafa metnað og dug til að standa vörð um þjóðtungu og menningararf með því að afnema með öllu virðisaukaskatt af bókum. Jafnvel í Stóra-Bretlandi […]

Kvíðasnillingarnir – Hversu mikið hnjask þolir eitt strákshjarta?

Í sögu þriggja drengja, sem brátt verða unglingar og fyrr en varir fullorðnir menn, dregur höfundur upp frumlega og sprellfjöruga mynd af hlutskipti karla í samtímanum. Lesandinn flakka á milli áratuga í huggulegri pappírstímavél; dregur að sér moldardauninn í Hostel Torfbæ, heyrir kjökur og blús á Aumingjahælinu, kastar mæðinni í Griðarstað stráka og kynnist aragrúa […]

Biðja UNESCO að bregðast við hækkuðum bókaskatti

Nokkur hundruð undirskriftir hafa þegar safnast á lista þar sem skorað er á UNESCO að bregðast við hækkuðum virðisaukaskatti á bækur á Íslandi, en líkt og fram hefur komið í fréttum var skattþrepið hækkað úr 7% í 12%. Reykjavík er Bókmenntaborg UNESCO. Líkt og segir í bréfinu, sem er á ensku, „var það mikill heiður […]

Opnar æfingar Berglindar Maríu

Frá og með föstudeginum 12. september og til 10. október mun Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld, standa að opnum æfingum í um það bil 40 mínútur á dag alla virka daga í almannarými Hörpu, nánar tiltekið í Hörpuhorninu. Þar mun Berglind æfa verk Brian Ferneyhoughs ‘Cassandra’s Dream Song’ fyrir opnum tjöldum og eru gestir […]

Listamannaspjall um Samhengissafnið

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall Önnu Líndal um Samhengissafnið / Línur í Harbinger fimmtudaginn 11/9 ( í dag ) kl. 16.00. Þar mun Anna segja frá bókverki sem unnið var sérstaklega fyrir sýninguna og opna lokaða kassa. Samhengissafnið er hjúpur fyrir áþreifanlega hluti, staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning sem skilur eftir sig […]

Nýtt myndband með Asonat

Myndbandinu var leikstýrt af tvíeykinu Seba & Maga, en lagið er af væntanlegri breiðskífu Asonat sem kemur út þann 30. september næstkomandi og mun hún kallast Connection. Myndbandið er unnið með svokölluðu Rotoscopic Animation tækni. Rafpoppsveitin Asonat er skipuð Jónasi Þór Guðmundssyni (Ruxpin), Olenu Simon og Fannari Ásgrímssyni – en skífan kemur út á vegu​m bandarísku útgáfunnar n5MD. Breiðskífan hefur að geyma tíu frumsamin lög með sveitinni og er hárfín og hlýleg blanda af raftónlist og popptónlist

Ætar kökuskreytingar

Þriðja ljóðabók Emils Hjörvars Petersen, Ætar kökuskreytingar, kemur út næstkomandi fimmtudag, 4. september 2014. Forlagið Meðgönguljóð er útgefandi bókarinnar. Ætar kökuskreytingar er ljóðabók fyrir fólk sem leitar að sannleik og fegurð í samfélagi sem telur hamingjuna felast í veislum þar sem boðið er upp á kökur með ætum skreytingum. Bókin er sú sjötta í kaffibollaseríu Meðgönguljóða—grasrótarforlags sem sérhæfir sig í útgáfu […]

Veggmynd Errós afhjúpuð að Álftahólum í Breiðholti, laugardaginn 6. september kl. 14

Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 í Breiðholti laugardaginn 6. september kl. 14 að viðstöddum listamanninum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpar veggmyndina. Sama dag verður sýning á verkum Errós opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi kl. 16 ásamt sýningu á verkum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur og Mojoko & Shang Liang frá […]

Alheimsupplestur til stuðnings og heiðurs uppljóstraranum Edward Snowden

Mánudagskvöldið 8. september verður dagskrá tileinkuð Edward Snowden á Loft Hostel, Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. Dagskráin er hluti af alheimsupplestri til heiðurs honum sem skipulagður er af Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Berlín. Þetta sama kvöld verða upplestrar um heim allan, frá Lillehammer til Cape Town og Nýja Sjálandi til Íslands, þar sem yfir 200 rithöfundar og […]

Koddahjal í Kaffistofunni

Myndlistarsýningin Koddahjal opnar miðvikudaginn 3. september og stendur yfir í tvo daga í nemendagalleríinu Kaffistofunni að Hverfisgötu 42. Koddahjal er einkasýning Rakelar Mjallar Leifsdóttur og er samansafn af videóverkum sem unnu voru í Algeru studíói, sem rekið er af ungu listafólki í Reykjavík, vorið 2014. Í þeim verkum tekur listakonan á móti ýmsum kunnuglegum andlitum […]

Þú trúir því ekki hvað þú færð aukna persónulega nánd með Somebody-appinu

Bandaríski listamaðurinn og rithöfundurinn Miranda July hefur gefið út skilaboðaapp fyrir iPhone sem nefnist Somebody. Appinu er ætlað að veita skilaboðaþjónustum – einsog SMS og Messenger – aukna persónulega nánd. Það virkar einfaldlega þannig að maður sendir skilaboð og forritið finnur einhvern notanda sem er í nágrenni viðtakandans, sá fer og finnur viðtakandann og flytur honum […]

Samhengissafnið / Línur

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á sýningu Önnu Líndal  Samhengissafnið / Línur Sýningin opnar þann 30. ágúst, kl. 17 Samhengissafnið er hjúpur fyrir áþreifanlega hluti, staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning sem skilur eftir sig punkt í vitundinni.  Árið 1435 skrifaði Leon Battista Alberti.  “Punktur er merki/tákn sem ekki er hægt að skipta upp í einingar,  þegar […]

Uppsprettan lýsir eftir handritum

Uppsprettan er nýtt fyrirbæri í íslensku leiklistarlífi og er einskonar pop-up leikhús. Uppsprettan N°3 verður haldin í Tjarnarbíói 22. september n.k. og núna erum við að auglýsa eftir handritum og því sendum við ykkur þennan tölvupóst og biðjum ykkur endilega um að áframsenda á félaga ykkar. Uppsprettan auglýsir eftir handritum. Við hjá Uppsprettunni erum að […]

Nýjar myndir af Sölva Fannari

Einsog sjá má hefur blörrun verið aflétt af Starafugli. Til þess að svo mætti vera þurfti meðal annars að fjarlægja umdeilda mynd af Sölva Fannari Viðarssyni úr umfjöllun um gjörninga hans – þótt enn sé það afstaða ritstjórnar Starafugls að sú myndbirting eigi rétt á sér, hún teljist til tilvitnunar í listaverk sem hafi verið […]

Afmælissöngurinn var alltaf ókeypis

Samkvæmt helstu sérfræðingum ku afmælissöngurinn „Hann/hún á afmæli í dag“ ekki hafa verið í höfundarrétti um nokkra hríð, þótt Warner/Chappell fyrirtækið hafi talið sig í rétti með að rukka fyrir notkun þess (þess vegna heyrist lagið t.d. svona sjaldan í bíómyndum – þess vegna syngur fólkið í sjónvarpinu alltaf „he’s a jolly good fellow“ í staðinn). […]