Bragi Páll – Tvær gefins ljóðabækur

Ljóðskáldið Bragi Páll hefur ákveðið að gefa pdf af ljóðabókum sínum, Fullkominni ljóðabók og Hold. Sú fyrrnefnda olli talsverðum usla þegar hún kom út, vegna ljóðs þar sem Davíð Oddsson, núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var tekinn af lífi. Hægt er að nálgast verkin með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dropbox – Tvær gefins […]

Allar góðar sögur fjalla um bömmer þess að vera manneskja: Málstofa um skapandi og fræðilega textagerð

Lýsing: Í málstofunni verður rætt um skapandi og fræðileg textaskrif út frá ólíkum sjónarhornum með því markmiði að varpa ljósi á samfélagslegan umbreytingarkraft texta og skáldskaps. Rýnt verður í margvíslegar sagnagerðir auk þess sem framvinda og persónusköpun í skáldskap verður skoðuð. Fjallað verður um hefðbundin pólitísk pistaskrif sem og óhefðbundari, listrænni skrif í samhengi við samfélagsgagnrýni. Þá verður rætt um þá áskorun að koma sér að verki við skriftir, auk þess sem virkni húmors í textagerð verður til umræðu. Á milli þess sem aðstandendur málstofu halda stutta tölu um kraftinn sem býr í textanum mun þáttakendum bjóðast að leika sér að orðum og texta í gegnum æfingar sem koma umbreytandi hugarflugi á stað.

via Allar góðar sögur fjalla um bömmer þess að vera manneskja: Málstofa um skapandi og fræðilega textagerð.

Gestir úr austri í Anarkíu

Það er okkur Anarkíufélögum mikill heiður að kynna myndlistarmennina Serhiy Savchenko frá Úkraínu og Alexandr Zabavchik frá Hvíta-Rússlandi fyrir íslenskum listunnendum, en næstkomandi laugardag, 9. ágúst, opna sýningar þeirra í listasölum Anarkíu. Sýning Serhiy Savchenko ber titilinn The erotic in figure and landscape, eða hið erotíska í fígúru og landslagi. Serhiy, sem er frá Úkraínu, […]

Stjörnustríð á Loft Hostel

Danska ljóðskáldið sem gengur undir listamannsnafninu Sternberg mun stíga niður frá himnum til Íslands og lesa úr verkum sínum – miðvikudag á Loft Hostel klukkan 21.00. Með honum verða nokkrir íslenskir furðuhlutir. Sternberg er konseptljóðskáld sem sent hefur frá sér fjölda ljóðabóka og fengið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir verk sín. Meðal annars hefur hann […]

Listamannaspjall/sýningarlok í Harbinger

Harbinger hóf göngu sína 14/6 með sýningu Bjarka Bragasonar Ef til vill það sem hann í(perhaps that in which he). Þeirri sýningu er nú að ljúka og af því tilefni verður Bjarki með listamannaspjall á morgun, laugardaginn 12. júlí kl 15. Auk þess eru breyttir opnunartímar vegna sýningarloka fðstudagur 11/7 16 -18 laugardagur 12/7 14 […]

Stefán Bogi brennur

Stefán Bogi Sveinsson hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið Brennur. Stefán Bogi hefur komið víða við og meðal annars vakið athygli í liði Fljótsdalshéraðs í spurningaþættinum Útsvari nokkur undanfarin ár. Brennur er hans fyrsta ljóðabók og hefur að geyma 37 ljóð sem ort eru á undanförnum árum, en Stefán hefur að […]

Styrktartónleikar IWW á Íslandi – Benefit concert for IWW in Iceland

Tónleikar á Gamla Gauknum Fram koma: Just Another Snake Cult Dreprún Loji Kælan Mikla Mammút Tónleikarnir hefjast kl 20.00 Miðaverð 1000 kr. Heimssamband verkafólks er Íslandsdeild alþjóðlegu verkalýðssamtakanna Industrial Workers of the World (IWW) sem hafa barist fyrir auknum réttindum verkafólks og atvinnuleysingja frá árinu 1905 um allan heim.Við leggjum áherslu á lýðræði og virðingu […]

All is Love með M-Band

Þann 24. næstkomandi kemur út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu vikum. Tónlistin er sálarfull og persónuleg, ásamt því að vera heilsteypt og ófyrirsjáanleg. Á smáskífunni er að tvö frumsamin lög […]

Minningarmálþing um Matthías Viðar

Minningarmálþing um Matthías Viðar Sæmundsson (1954–2004) verður haldið á afmælisdegi Matthíasar 21. júní 2014, Þjóðminjasafni Íslands, á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar. Það stendur frá kl. 10 til kl. 16,30. Málþingið hefst kl. 10 og þá tala Bergljót S. Kristjánsdóttir, Hermann Stefánsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Eftir hádegishlé, kl. 13, tala Dagný Kristjánsdóttir, Þröstur Helgason og […]

„Ekki fleiri blæðandi píkur á veggina“

Listamenn sem mála píkur á veggi grunnskóla ætti að fangelsa fyrir kynferðislega áreitni við börn. Þetta sagði sænski þingmaðurinn Margareta Larsson, sem svo vill til að er einnig mamma kærustu formanns flokksins, Jimmie Åkesson. Ummælin féllu í umræðu um ungmennapólitík sem fram fór í sænska þinginu í gær og var strax mætt af hörku af […]

Tilkynnt um nýræktarstyrki MÍB

Plan B, Stálskip, Úlrika Jasmín og Kvíðasnillingarnir hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014 Miðstöð íslenskra bókmennta veitti í dag fjórum nýjum höfundum Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra. Kristín Helga Gunnarsdóttir, nýr formaður Rithöfundasambands Íslands tilkynnti hverjir hlytu styrkina í ár í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, kl. 16:00 í dag. Þetta er í sjöunda skiptið […]

Sumarslamm!

Sumarslamm Bókmenntaborgarinnar, Meðgönguljóða og ORT: Við slömmum inn sumarið í ljóðaslammkeppni á Loft hostel í dag laugardaginn 24. maí kl. 17:00. Reglurnar eru einfaldar: Hver slammari hefur þrjár mínútur til að heilla dómara og flytja þarf blaðalaust. Dæmt verður fyrir sviðsframkomu, skáldskap og frumleika. Skráning er hafin hjá ritstjorn@medgonguljod.com Pólski ljóðaslammarinn Wojciech Cichon verður yfirdómari […]

Útgáfuhóf Flæðarmáls í dag

Ljóða- og smásögusafnið Flæðarmál verður formlega gefið út í dag þann 22. maí og verður að því tilefni blásið til heljarinnar útgáfuhófs á Loft Hostel. Fljótandi veitingar og aðrar í föstu formi, bókaflóð, "Hverjir voru hvar", upplestur úr bókinni og stórsveitin Kælan Mikla mun leika nokkur lög. Bókin verður einnig til sölu á staðnum á […]

Mótmælir eigin slátrun

Norski rithöfundurinn Dag Solstad í stríði við gagnrýnendur.

„Ég bý í menningarheimi þar sem 73 ára gamall höfundur – ég sjálfur – mætir fyrirlitningu, spotti og háði“ sagði norski rithöfundurinn Dag Solstad í nýlegu erindi sem hann hefur ferðast með vítt og breitt um Noreg síðustu vikur. Solstad, sem er án nokkurs vafa einn af virtustu höfundum Norðmanna – hefur bæði hlotið Bókmenntaverðlaun […]

Scarlett Johansson í skaðabótamál við franskan rithöfund

premierechosequonregardeSkáldsagan La première chose qu’on regard , eða Það fyrsta sem maður sér, eftir franska rithöfundinn Grégoire Delacourt, fjallar um konu sem er svo lík Scarlett Johansson að fólk heldur iðulega að hún sé Scarlett Johansson. Í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro sagði höfundurinn að með þessu vildi hann segja eitthvað um það hvernig rómantískar fantasíur samtímans mótast af gegnsýringu frægðarmenningar.

Hamlet litli með sjónlýsingum og táknmálstúlkun

Á morgun, laugardag, klukkan 13.00 verður leikritið Hamlet litli flutt með bæði sjónlýsingum og táknmálstúlkun.Hægt verður að fá heyrnartól fyrir sjónlýsingarnar en einnig verða þrír táknmálstúlkar sem skuggatúlka hverja og eina persónu verksins. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Listar án landamæra með styrk frá Blindrafélaginu og Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra barna. Sýningin er fyrir alla. […]

Jenna og Álfrún heiðursfélagar

Jenna Jensdóttir og Álfrún Gunnlaugsdóttir voru gerðar að heiðursfélögum í Rithöfundasambandi Íslands á aðalfundi sem haldin var í gærkvöldi. Báðar eru þær vel kunnar af verkum sínum; Jenna ekki síst fyrir bókaflokkinn um Öddu, sem hún skrifaði ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni, og Álfrún fyrir skáldsögur sínar, ekki síst Yfir Ebrofljótið og nú síðast Rán. […]

Kristín Helga Gunnarsdóttir nýr formaður RSÍ

Í kvöld á aðalfundi Rithöfundasambandsins voru talin atkvæði í stjórnarkjöri, en Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson tókust á um formannsstólinn á meðan Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson vildu embætti meðstjórnanda. Fóru leikar svo að Kristín Helga verður formaður og Hallgrímur Helgason meðstjórnandi. Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson voru sjálfkjörnir í stjórn.

Skáldskapurinn í sagnfræðinni og sagnfræðin í skáldskapnum

Í kvöld, miðvikudaginn 7. maí, kl. 20:00 munu útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft Hostel við Austurstræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Sjón, rithöfundur. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað […]

Útlagar yfirtaka Gamla bíó

Útlagar hafa löngum verið á Íslandi og eru jafnvel enn. Þekktustu útlagarnir eru án efa Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur. Kómedíuleikhúsið hefur samið leikrit um báða þessa kappa sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú verða báðir leikirnir sýndir saman og því boðið uppá sannkallaða útlaga leikhústvennu. Sýnt verður í hinu stórglæsilega Gamla bíói enda dugar ekkert […]

Úr Neytendalögunum eftir Idu Börjel

  Verð 10a § Vara verður að kosta eitthvað á einhverju stigi framleiðsluferlisins. Hún má ekki kosta ekki neitt og verð hennar má ekki vera óendanlega hátt. Seljandinn á að geta svarað spurningum.   Seinkanir 18a § Valkvíði. 18b § Skyndileg fátækt. 18c § Ást við fyrstu sýn.   Villa þegar kemur að frelsi (í […]

Hlutfall auðs og tekna

Piketty: Kapítal 21. aldar

Mikið og fágætt havarí hefur skapast kringum nýlegt hagfræðirit, bókina Capital in the 21st Century, sem kom út á frönsku í fyrra en í enskri þýðingu nú árið 2014. Höfundur ritsins, franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, segist í inngangi hafa orðið þreyttur, upp úr tvítugu, á and-kapítalísku tali án vitsmunalegs innihalds og rökstuðnings. Hann hafi hins […]

Ástir hinna glaðlyndu verkamanna eftir Anne Boyer

  Í upphafi hefjum við leikinn með Woody og hugsjónakossi hans. Ég get ekki lagt frá mér Síberíu en get ekki sleppt að sleppa af henni hendinni. Varir hans voru hugleiðingar öreiganna í maí, orrusta sýklanna, þessi venjubundni ótti við nýbökuð brúðhjón, umbóta- eða byltingarsinnuð. Bjargað frá drukknun, settist ég klofvega á Woody á bolsévíska […]

Öllum sagt upp hjá Leikfélagi Akureyrar | Vikudagur

„Vegna fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar verður öllu starfsfmönnum félagsins, alls tíu manns, sagt upp störfum í dag. Félagið glímir við mikinn fjárhagsvanda og er nú rætt um að sameina rekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs. „Félagið fékk 54 millj. króna lán hjá bænum fyrir tveimur árum, sem átti að greiðast niður of hratt. Þetta var of stór biti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri“

via Öllum sagt upp hjá Leikfélagi Akureyrar | Vikudagur.

Samsuðuuppboð til styrktar Listum án landamæra

Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24 27. apríl, 18.00 Síðastliðinn miðvikudag opnaði listasýningin SAMSUÐA á Kjarvalsstöðum. Átta listamenn tóku þátt og unnu tveir og tveir saman, einn fatlaður og einn ófatlaður. Verkin sem komu út úr samstarfinu verða boðin upp á sunnudaginn kemur, 27. apríl klukkan 18.00, til styrktar hátíðarinnar List án landamæra en sú hátíð leggur áherslu […]

Flæðarmálið hópfjármagnað

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda sem leitar hópfjármögnunar í gegnum Karolina Fund. Í verkinu hefur ljóðum og smásögum verið raðað saman svo textarnir myndi sérstakt flæði ólíkra radda sem allar mætast í Flæðarmáli. Bókin er samstarf ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands sem njóta leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins. Hægt er að lesa ljóð […]

Fjölskylda Björgólfs sviðsetti eigið líf í Þjóðleikhúsinu

Björgólfur Guðmundsson og fjölskylda leigðu Þjóðleikhúsið árið 2008, skömmu fyrir hrun og sviðsettu líf Björgólfs og eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson, á stóra sviðinu. Þetta kemur fram í DV í dag og er þarna vitnað í nýútkomna bók blaðamannsins Inga Freys Vilhjálmssonar þar sem hann ljóstrar þessu upp. Í umfjöllun DV um málið segir meðal annars […]

Seinasti sýningardagur!

Erling Klingenberg og Sirra Sigrún í Listamenn gallerí

Erling T.V. Klingenberg og Sirra Sigrún Sigurðardóttir Sýning: FORM Listamenn gallerí Skúlagötu 32-34 – Reykjavík. 15.3-29.3. 2014 Seinasti sýningardagur sýningarinnar FORM er á morgun, laugardaginn 5 apríl. „Ferlið sem hluti af niðurstöðu er auðvitað mikilvægt hér. Hvað er það sem er sýnilegt og hvað ekki, hvernig urðu þessir hlutir sýnilegir, hvernig fengu þessir hlutir merkingu, hvaða […]

Aldrei fór ég suður eignast nýja „foreldra“

Tilkynnt var um nýja styrktaraðila – eða „foreldra“ – á blaðamannafundi rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður í morgun á Ísafjarðarflugvelli. Starafugl var á svæðinu. Hátíðin, sem kostar peninga, er að þessu sinni styrkt af fimm til sex aðalforeldrum, eftir því hvort maður telur Ísafjarðarbæ með eða ekki. Þeir eru (auk bæjarfélagsins) Flugfélag Íslands, Landsbankinn, Orkusalan, […]

Bjarni Bernharður sýnir í Anarkíu

Laugardaginn 5. apríl kl. 15 – 18 verður opnuð sýning á verkum Bjarna Bernharðar í efri salnum í Anarkíu listasal í Kópavogi. Á sýningunni eru akrýl- og olíumyndir. Sýningin er sölusýning og er verðinu still í hóf. Sýningin mun standa til 4 maí. Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 (norðanmegin) í Kópavogi. Þá […]

Opnað fyrir umsóknir um Nýræktarstyrki 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki, en umsóknarfrestur rennur út 22. apríl 2014. Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Hér er átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs; sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað og […]

Vinnslan og Tjarnarbíó – Opnunarhátíð Tjarnarbíós 29. mars

Í kvöld frá klukkan sjö til miðnættis heldur listahópurinn Vinnslan opnunarhátíð í Tjarnarbíó „og mun leikhúsið við tjörnina iða af lífi og list í hverjum króki og kima“ líkt og segir í tilkynningu og er lofað myndlist, sviðslist, tónlist, gjörningar, vídjóverk, innsetningar, ljóðlist og fleiru. Á einni kvöldstund getur þú upplifað margt af því áhugaverðasta […]

Vísir – Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum

„Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors.  Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill.“

via Vísir – Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum.

„Hin svokölluðu skáld“ endurtaka gjörning „Listaskáldanna vondu“

Laugardaginn 12. apríl næstkomandi stendur hópur skálda fyrir ljóðadagskrá í stóra salnum í Háskólabíó – þeim sama og „Listaskáldin vondu“ fylltu hér um árið. Yfirskriftin í þetta skiptið er „Hin svokölluðu skáld“ – sem eiga það öll sameiginlegt að yrkja háttbundin nútímaljóð. Sú nýbreytni er einnig höfð á uppákomunni að rukkaður verður aðgangseyrir, sem er […]

Penguin hótar að kæra listamann fyrir paródíu

Bókin Go to the Gallery eftir bresku satíristana og systkinin Miriam og Ezra Elia er í senn vinaleg paródía á hinar frægu bresku barnabækur um systkinin Peter og Jane, sem kenna börnum eitt og annað um heiminn og tungumálið, og grimmileg paródía á listheiminn. Hún var gefin út með aðstoð Kickstarter fjármögnunar og seldist fyrsta […]

Menningarsamningar skornir niður um 10%

Framlög til menningarsamninga verða skorin niður um 10%, eða 23 milljónir króna og fá allir menningarsamningar á landinu þá samtals 207 milljónir króna frá menntamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. Menningarsamningar ríkis og sveitarfélaga eru nú í gildi í hverjum landshluta nema á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur samninganna er að efla menningarstarf á viðkomandi landsvæði […]

Wu-Tang Clan gefa út plötu í einu eintaki

Goðsagnakennda rappsveitin Wu-Tang Clan ætlar að gefa út nýja breiðskífu sína, Once Upon a Time in Shaolin, í aðeins einu eintaki. Platan var tekin var upp á laun síðustu ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Forbes. Tilgangurinn mun meðal annars sá að boða vakningu um tónlist sem listgrein. Einn frægasti meðlimur sveitarinnar, RZA, segir að […]

Ern eftir aldri sýnd í Bæjarbíói í kvöld og á laugardag

„Í tilefni hátíðarhaldanna hafði Ríkissjónvarpið ákveðið að styrkja nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndir í tengslum við hátíðina — myndir sem síðar yrðu sýndar á RÚV. Einn þeirra var hinn 36 ára Magnús Jónsson, en tíu árum áður útskrifaðist hann sem einn af fyrstu vel skóluðu íslensku kvikmyndaleikstjórunum eftir að hafa stúderað í Moskvu undir handleiðslu Roman Karmen. En mynd Magnúsar, Ern eftir aldri, var aldrei sýnd í Ríkissjónvarpinu. RÚV „þorði ekki að sýna hana,“ sagði rithöfundurinn Árni Bergmann mörgum árum síðar.

[…]

Ern eftir aldri verður sýnd í Bæjarbíói, Hafnarfirði, þriðjudaginn 25. mars 2014, klukkan 20:00 og aftur laugardaginn 29. mars klukkan 16:00. Einnig verður sýnd önnur mynd Magnúsar, 240 fiskar fyrir kú, auk viðtals við hann og stuttra mynda sem Kvikmyndasafnið kallar heimsóknarmyndir til Sovétríkjanna.“

Lesið um Ern eftir aldri á Wheel of Work Ern eftir aldri — lætur engan fara að gubba | WHEEL OF WORK.

Er listin hobbí fyrir börn hinna vel stæðu?

Bandarískir listamenn áttu vel stæða foreldra en eru illa stæðir sjálfir. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar Quoctrung Bui kannaði málið fyrir bandaríska almenningsútvarpið NPR. Bui skoðaði gögn um þjóðfélagsstöðu 12.000 ólíkra einstaklinga og bar saman tekjur foreldra þeirra árið 1979 og tekjur þeirra í dag. Ekki þarf að koma mikið á óvart […]

RSÍ: Tveir í formann og tveir í meðstjórnanda

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs í Rithöfundasambandi Íslands 2014 rann út 21. mars síðastliðinn. Tveir buðu sig fram í formann, þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson, og tveir buðu sig fram til meðstjórnanda, þeir Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson. Kjörgögn verða send meðlimum sambandsins en kosið verður á aðalfundi þann 8. maí næstkomandi. Varaformaður telst sjálfkjörinn […]

Claudia Hausfeld sýnir í Gallerí Úthverfu

Í dag, laugardaginn 22.mars klukkan sex verður opnuð sýning eftir þýsk-íslensku myndlistarkonuna Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Sýningin, sem ber nafnið „The Stone is God but does not know it, and it is the not knowing that makes it a Stone“, er unnin út frá hlut sem er ekki til staðar, einsog segir […]

L y s t i s e m d i r / E f a s e m d i r / H e i m s e n d i r

Í dag, laugardaginn 22. mars kl. 17 opnar sýning á nýjum verkum eftir Emmu Heiðarsdóttur, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, Loja Höskuldsson, Margréti Helgu Sesseljudóttur og Sigurð Ámundason í Kling & Bang gallerí. Í texta sem Ragnar Kjartansson skrifar í tilefni sýningarinnar segir meðal annars: „Kling & Bang hefur framreitt hlaðborð af nýjustu straumum í myndlist bæjarins. […] […]

Mjólkurkirtlar í Kaupmanninum

Verkið „Karlmenn hafa til jafns við konur mjólkurkirtla“ verður afhjúpað í versluninni Kaupmanninum á Ísafirði í dag klukkan 14 og svo sýnt í fáeinar vikur. Verkið er ný komið til landsins eftir að hafa verið á sýningu í Friðriksborgarkastala og Ljungberg safni í Ljungby í Svíþjóð en það hefur vakið athygli fyrir að sýna karlmann […]

Sindri Freysson í formann RSÍ

Rithöfundurinn Sindri Freysson hefur tilkynnt framboð til formanns Rithöfundasambands Íslands, fyrstur manna, en kosið verður þann 8. maí. Sindri, sem er fæddur 1970, hefur gefið út fjölda bóka fyrir börn og fullorðna – fyrst Fljótið sofandi konur árið 1992 en síðast Í klóm dalalæðunnar. Þá hefur hann starfað sem blaðamaður. Sindri tilkynnti þetta á Facebook […]

Bókahátíð á Flateyri hefst í dag

Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.

Útgáfuhóf: Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins

Nýlega kom út á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands bókin Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins í eftir André Lefevere í þýðingu Maríu Vigdísar Kristjánsdóttur. Í tilefni af því verður útgáfuteiti á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 15 í Bóksölu stúdenta þar sem lesið verður úr bókinni og hún seld á góðu tilboði. Höfundur skoðar heimsbókmenntirnar frá […]