Ég á það til að fyllast einhvers konar kvíða eða spennu þegar ég á að skrifa um verk eins og hér um ræðir, Orlando eftir Virginiu Woolf sem Soffía Auður Birgisdóttir hefur þýtt og Opna gefur út. Oftast er það þó mjög vægt og stafar af aðdáun á því stórvirki bókmenntanna sem maður stendur frammi […]
Bókmenntir
Löglegt – siðlaust
Ekkert Shakespeareleikrit ber annan eins farangur með sér inn á sviðið og The Merchant of Venice. Það er samt ekki beinlínis leikritinu eða höfundi þess að kenna, eins og allir vita. Það er svo til marks um listrænan styrk þess, túlkunarvíddir og stöðu innan höfundaverksins að það skuli vera meðal mest leiknu og dáðustu verkanna eftir miðja tuttugustu öld, en ekki sópað niður í ruslflokk með Two Gentlemen og King John.
Das Kapital ræður
FYRSTI HLUTI: INNGANGUR Klukkan átta var siglt af stað frá höfnum út um allt með rúmlega átta þúsund farþega. Þetta var bara byrjunin, stanslausir flutningar áttu sér stað allan sólarhringinn næstu daga og vikur. Rýming Íslands var hafin. (bls. 9) Um skáldsöguna Kaldakol Þórarins Leifssonar (1966). Verkið kemur út á vegum Máls og menningar og er […]
Raunsæ, sjaldséð og vandmeðfarin fegurð
Ef lýsa ætti Millilendingu Jónasar Reynis í einu orði, þá væri það orð: raunsæ. Hinsvegar krefst gagnrýni annars og meira en eins orðs, jafnvel þó um rétt orð sé að ræða. Bókin inniheldur allt sem góð millilending verður að hafa: bið, vandamál, óvissa, tilvistarkreppa og eftirsjá. Án þessara hráefna er millilending eins og hvert annað […]
Sáttmálinn
Maður verður ekki leiður á vanilluís. Ég meina, hver vill hafa eitthvað pekan-pistasíu-jarðarberja-hindberjabragð í fjögur ár? Skilurðu? Nei, takk. Einu sinni, kannski. – Katrín í Sáttmálanum. Einþáttungurinn Sáttmálinn var frumfluttur í beinni útsendingu í skemmtiþætti á sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins þann 1. desember 2017. Öllum er kunnugt um að viðtökur við verkinu voru blendnar frá fyrstu stundu. […]
Frumspekileg tragikómedía, trúarleg samfélagsgagnrýni og absúrdismi (bara svo eitthvað sé nefnt)
Bartleby skrifari
Eftir að hafa lokið við stórvirkið Moby-Dick; Or, The Whale sem kom út árið 1851, gaf Herman Melville í kjölfarið frá sér nokkrar stóráhugaverðar smásögur. Sumir fræðimenn vilja meina að í gegnum þær hafi hann að einhverju leyti fengið útrás fyrir gremju sína yfir viðtökunum, en þetta tímalausa meistaraverk heimsbókmenntanna, afrakstur gríðarlega krefjandi og erfiðrar […]
Eitruð einlægni, heilandi kaldhæðni
Byrjum á því að segja nokkur orð um töluna 22. Glergildra eftir Megan Auði Grímsdóttur er Meðgönguljóðabók númer 22 og kom út fyrr á þessu ári. 22 er meistaratala samkvæmt talnaspeki, líkt og 11, 33 og 44. Með tölunni eiga víst draumar að rætast. 22 er líka hængur, þversögn, pattstaða. Catch 22. Hængur 22. Hvernig […]
Aftur og aftur
Þriðja skáldsaga Halldórs Armands kom út núna í nóvembermánuði. Forlagið, undir merkjum Máls og Menningar. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Halldór er gefinn út í harðspjaldi, eins og hann tilkynnti glaður á Instagram aðgangi sínum. Áður en ég reyni að segja eitthvað gáfulegt í samtali við og varðandi þessa bók, verð ég að […]
Í yndislegri sturlun
A Midsummer Night’s Dream er það leikrit sem ég þekki best. Og þá er ég ekki bara að tala um Shakespeare. Ég kann það næstum utanað. Hef leikið í því, samið við það tónlist, þar á meðal heila óperu við harmleikinn um Píramus og Þispu, leikstýrt því, unnið með það á námskeiðum og séð það í fleiri uppfærslum (held ég) en nokkurt annað. Þrisvar í Nemendaleikhúsinu, einu sinni í Þjóðleikhúsinu og einum sex áhugaleikfélagauppfærslum. Næstum allar voru þær í það minnsta skemmtilegar og ein þeirra, uppfærsla Guðjóns Pedersen í Nemó 1993, er með eftirminnilegustu kvöldstundum sem ég hef átt í leikhúsi, og er þá þónokkuð sagt.
Dauðinn tiplar á tánum í kyrrlátum næðingnum
Um ljóðabókina Dvalið við dauðalindir eftir Valdimar Tómasson. JPV gefur út og kom bókin út fyrr á þessu ári. Er þetta þriðja ljóðabók höfundar. Áður hafa komið út Enn sefur vatnið (2007) og Sonnettugeigur (2013). Umrætt verk lætur ekki mikið yfir sér, ekki frekar en tala dauðsfalla á blaði kann að gera. Verkið telur þrjátíu […]
Fiskur af Himni eftir Hallgrím Helgason
Að lesa ljóð - Gagnrýnandinn, aðallega um sjálfan sig
Mér finnst ég bara geta skrifað um þessa bók þegar ég er pínu fullur. Verð svo miskunnarlaus og fæ harðar skoðanir; langar að meiða Hallgrím. Hitti hann bara einu sinni og það var mjög næs, skemmtilegur, viðkunnanlegur, klár náungi og ég pínu starstruck og heimskur. (Hef aldrei fyrirgefið honum Suit&Tie dæmið.) Þegar ég er pínu […]
Fjórtán ára föstnuð
Ekki hefði ég getað giskað á að þegar ég yrði miðaldra yrði mitt helsta tómstundagaman að skrifa bókmenntaritgerðir. Eða kannski frekar „kjörbókaritgerðir“ eins og þessi bókmenntagrein hét þegar ég var í menntaskóla. Þar skrifaði ég bara eina svona ritgerð, um Kyrr kjör eftir Þórarin Eldjárn, og það með umtalsverðum harmkvælum. Í háskóla valdi ég ævinlega að taka próf frekar en skrifa ritgerðir eða vinna önnur slík verkefni. Og svona er nú komið fyrir mér.
Nirvana fyrir drykkjumenn
Ko Un, dauðinn og hversdagurinn
Horfa á tunglið, segirðu? Gleyma fingrinum sem bendir á það, segirðu? Meiri þvermóðskan í þér! Tunglið og fingurinn, gleymdu þeim báðum eða láttu þetta eiga sig. (úr ljóðinu Tunglið, bls. 113) Ahemm. Afsakið útúrdúrinn: Á Íslandi hafa ungskáldin skipt sér í fylkingar – á aðra höndina er talað um „spíttskáld“ og og hina „strætóskáld“ – ekki […]
Hold Your Own eftir Kate Tempest (2014)
Hold Your Own, ljóðabókin eftir Kate Tempest, sem best er þekkt úr bresku rappsenunni, er merkileg fyrir margar sakir. Þar er tekist á við allmargt, með bakland í klassík, í mýtum. Rauði þráðurinn í gegnum bókina er sagan af Tiresiasi, stráki sem sér snáka í skóginum eðla sig, stíar þeim í sundur og breytist í […]
Á kolli mínum geymi ég gullið
Ríkarður II var fyrsta leikrit Shakespeares sem ég las.
Þannig var að á unglingsárum mínum höfðu föðurforeldrar mínir fyrir sið að gefa okkur barnabörnunum peninga rétt fyrir jól og láta okkur sjálf um að velja frá þeim gjafir. Um svipað leyti og þau tóku upp á þessu var ég orðinn sá heiftarlegi lestrarhestur og grúskari sem ég hef verið allar götur síðan
Dýrmæt gjöf til íslenskra bókmenntaunnenda
Sögur frá Rússlandi
Ég er persónulega þeirrar skoðunar að hápunkt skáldsögunnar sem listforms sé að finna í nítjándu aldar raunsæinu. Þar vega auðvitað ensku- og frönsku bókmenntahefðirnar – höfundar eins og Dickens, James, Stendhal, Flaubert, Hugo, o.s.frv. – þyngst. Sökum einstakra sögulegra og menningarlegra aðstæðna og skilyrða sker rússneska hefðin sig þó töluvert frá evrópskum bókmenntum og býður […]
Nasasjón:
Ferð til hinna og sagan af því
Um ferðasögu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni eftir. Folda gefur út. Folda virðist vera hluti af Crymogeu því þar er bókina að finna. Verkið telur 207 síður. Engar myndir skreyta bókina. Lesandi verður að notast við ímyndunaraflið. Í septembermánuði 2013 er verðbréfasalinn, athafnamaðurinn og stofnandi H.F. verðbréfa, Halldór Friðrik Þorsteinsson, staddur einn […]
Inntökupróf í skóla lífsins
Er þýðing Helga Hálfdanarsonar á Love’s Labour’s Lost hans verstu glöp? Þá er ég auðvitað að meina þýðinguna á nafninu. Ástarglettur?! Hvað á það að þýða? Væri „Ástarbrall í óskilum“ ekki skárra? „Ástin sigrar ekki“? Eða kannski „Ástarþrautin þyngri?“ „Labour’s“ vísar víst til þrauta Herkúlesar segir formálinn, og Herkúles kemur allnokkuð við sögu hjá hinum […]
Ekki þið, hálfvitarnir ykkar
Um Hvítsvítu eftir Athenu Farrokhzad
Einu sinni þegar ég var ungur og reiður, ákvað ég að rífa niður eftirprent af Mattisse verki úr stigaganginum þar sem ég bjó. Ég var eflaust búinn að ákveða að hann hefði gerst sekur um að mála frekar myndir og dytta að rósum en að berjast gegn nasistum með list sinni. Ég hef réttlætt ódæðið […]
Manst’ ekki eftir mér?
Ef marka má það ritunartímatal sem ég styðst við í gegnumferð minni um leikrit Shakespeares er The Comedy of Errors fyrsta verkið sem frá honum kemur þegar leikhúsin voru opnuð á ný eftir að plágunni létti 1594. Í millitíðinni hafði Shakespeare lifað á lýríkinni, sett saman tvo vinsæla ljóðabálka, Venus and Adonis og The Rape […]
Allt sem ég man ekki: Lúmskt vönduð bók
Skáldsagan Allt sem ég man ekki eftir Jonas Hassen Khemiri kom út í fyrra í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Bókin kom fyrst út hérna í Svíþjóð árið 2015 og hlaut þá Augustpriset, sem eru virtustu bókmenntaverðalun Svíþjóðar og heita eftir Augusti nokkrum Strindberg. Það er nokkuð óhætt að segja að bókin hafi gert stormandi lukku útum […]
Minnkandi hjörtu í vaxandi myrkri
Um Velkomin til Ameríku eftir Lindu Boström Knausgård.
Sögupersóna bókarinnar Velkomin til Ameríku er stelpa á óræðum aldri. Í byrjun bókarinnar viðurkennir hún að það er langt síðan hún hafi hætt að tala. Jafnframt segir hún að áður en hún hætti að tala hafi hún logið. Hún lýgur að því er virðist að tilefnislausu. Þegar pabbi hennar deyr, eitthvað sem hún hafði óskað […]
Nokkur orð um kynferðisofbeldi
1593 og 4 var plágan á kreiki í London og yfirvöld lokuðu leikhúsunum trekk oní hvað. Leikhóparnir lögðust í leikferðir um dreifbýlið, oft með styttar og einfaldaðar útgáfur verkanna (sem sumar rötuðu seinna á prent, síðari tíma ritstjórum til armæðu og virðisauka), seldu handritin sín til útgefenda og leikskáldin leituðu á önnur mið. Shakespeare ákvað […]
Dvergflóðhestar og ofbeldi
– um skáldsöguna Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos
Spurninguna sem sprettur úr hjarta skáldsögunnar Veisla í greninu (Fiesta en la madriguera) eftir Juan Pablo Villalobos mætti orða svona: hvað er ofbeldi? ef við kærðum okkur á annað borð um að umorða heilar skáldsögur 1, heilar spurningar í eina setningu, þrjú lítil orð. Svarið við spurningunni er auk þess að finna í bókinni, sem […]
Bubbi fyrir byrjendur og lengra komna
Um ljóðabækurnar Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens
Hreistur er önnur ljóðabók höfundar og inniheldur 69 ljóð á ótölusettum blaðsíðum. Hvert ljóð ber númer. Mál og menning gefur út. Öskraðu gat á myrkrið er einnig gefin út af Máli og menningu og inniheldur 33 númeruð ljóð á ótölusettum síðum. Þess má og til gamans geta að hér finnum við einnig ljóð eftir Bubba.
CSI – Stratford
The Reign of King Edward III kom út nafnlaust árið 1596 og sextíu árum síðar komst sú hugmynd á prent að það væri talið eftir William Shakespeare. Æ síðan hefur verið japlað, jamlað og fuðað um málið en árið 2002 setti Royal Shakespeare Company verkið á svið og eignaði það sínum manni afdráttarlaust í kynningarefninu. […]
Öll ljóð eiga klisju yfir höfði sér
Viðtal við Fríðu Ísberg
Föstudaginn 13. síðastliðinn kom út fyrsta ljóðabók Fríðu Ísberg, Slitförin. Um Fríðu segir á heimasíðu forlags hennar:
„Fríða Ísberg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands. Fríða hefur áður birt ljóð í bókinni Ég er ekki að rétta upp hönd og í Tímariti Máls og Menningar. Hún skrifar bókagagnrýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu Partusar. Árið 2017 hlaut Fríða nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta og þriðju verðlaun í Ljóðstaf Jóns úr Vör.“
Gömul svín valda
Sturluð staðreynd: Tólf ára skjaldsveinn í orrustunni á Bosworth-völlum hefði verið níræður árið 1573. Það er semsagt tæknilega mögulegt að níu ára gamall Shakespeare hafi heyrt sögur af falli Ríkarðs Plantagenet frá fyrstu hendi. Ákaflega ósennilegt auðvitað. En samt. Þetta er tímaramminn.
Eins mætti hugsa sér að meðal áhorfenda á frumsýningunni (1594 eða þar um bil) hafi verið öldungar sem áttu afa sem börðust þar. Og hver veit – jafnvel barnabarn sir James Tyrrel þess sem líklega drap prinsana ungu í Lundúnaturni 1483.
Stór olíuskip
Snjór gerir borgina að eyðimörk. Nokkur fótspor. Týndur hundur gengur á milli húsa. Veikur maður liggur í rúmi og drekkur vatn en lifrin ræður ekki við andstyggilegar tilfinningar. Hundur gengur um borg. Hún var byggð í landslagi þar sem sólin rís aldrei upp fyrir sjóndeildarhringinn. Í íbúð manns liggja föt í hrúgum eins og ættingjar […]
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2017: Kazuo Ishiguro
Ég er í rauninni ekki enn búinn að jafna mig á Dylan hneysklinu. Mér fannst við í raun rétt byrjuð að melta þau tíðindi almennilega þegar það rennur upp fyrir mér að það sé kominn tími til að verðlauna næsta höfund. Eftirvæntingin var ekki nærri eins mikil í þetta skiptið, en það kom mér þó […]
Allífið, amstur og ástand mála
Um ljóðabókina Orðsendingar. Bókin er 64 síður og kom út 2017. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út. I Skáldkonan Halldóra Thoroddsen (1950) hefir verið nokkuð iðin við kolann undanfarið enda kominn á þann aldur að nú er að hrökkva eða stökkva. Hún hefir augljóslega ákveðið að stökkva. Á síðasta ári kom út nóvellan Tvöfalt gler. […]
I Hold Your Hand in Mine
Uppfærsla Royal Shakespeare Company á Titus Andronicus 1987 er eftirminnilegasta Shakespearesýning sem ég hef ekki séð. Ég skal útskýra. Sumarið ‘87 hélt ég með hópi ungra leikhúsvillinga í alþjóðlegar leikhúsbúðir í Stratford Upon-Avon. Þar dvöldum við í viku tíma; spunnum, djömmuðum og æfðum okkur með allrar Evrópu kvikindum sem líkt var ástatt um. Að sjálfsögðu […]
Skáldin eru ekkert að æpa á hvert annað
viðtal við Brynjar Jóhannesson
upp úr kjallara hleyp ég framhjá ljóslausum staurum, sinubruni í lungunum og alheimurinn riðar þótt ég viti ekki af því, kaffibragðið á tungunni er upprifjun á kossi, hitna í andlitinu fyrir hornið hleyp ég niður barnlausan vagn hleyp upp upp götuna og hólinn læt mig falla og upp sólin kemur upp og ég riða með […]
Að elta frelsið fram af bjargi
- Um Grænmetisætuna eftir Han Kang
Í angistarfullum orðum argentíska játningaskáldsins Alejöndru Pizarnik birtist ákveðið raddleysi. Rödd hennar á sér ekki heima í okkar mannlega umhverfi, heldur í útjaðrinum, með dýrunum og öllum hinum. Þesskonar raddleysi lýsir einkar vel stöðu konunnar, samkvæmt Simone de Beauvoir, og hvernig notkun á karllægu tungumáli hefur orðið til þess að klofnun verður í sjálfi kvenna. Hið ráðandi sjálf, er mótað af samfélagslegum gildum og eftirvæntingum, fölskum röddum og raddleysi, hið víkjandi sjálf er frjálst, villt og hefur sína eigin rödd. Rödd sem er þeirra og aðeins þeirra.
Fólkið sem úthýsti nasistunum
Gautaborgardagbók: dagur 3
Bókamessunni er lokið og við ferðafélagarnir – ég og Hildur Knúts og hennar ektamaki – erum í lestinni á leiðinni til Stokkhólms. Fljótlega eftir að ég skrifaði dagbók gærdagsins var skellt í lás á bókamessunni um stundar sakir – ef ég hefði ekki snúið aftur úr mótmælenum þegar ég gerði það hefði ég hugsanlega lokast […]
Með lest til Nasistan
Gautaborgardagbók: Dagur 1
Ég skrifaði dálitla fréttaskýringu eða pistil um deilurnar vegna Bókamessunnar í Gautaborg hér á vefinn í apríl síðastliðnum. Þar sagði ég frá þátttöku nýfasíska tímaritsins Nya Tider í bókamessunni og massífri sniðgöngu sænskra rithöfunda á messunni af þeim sökum. Síðan þá hefur margt gerst. Meðal annars er búið að skipuleggja stóra hliðardagskrá hér og þar um […]
Krúnuleikar
Henry VI
Fyrsta tilraun Shakespeares til að færa Englandssöguna í leikrænan búning eru þrjú leikrit um valdatíð Hinriks sjötta. Í framhaldinu kom svo fyrsta óumdeilda meistaraverkið, The Tragedy of Richard III, sem hangir með þríleiknum bæði ritunartímalega og í krónólógík efnisins en er að mörgu öðru leyti annars lags leikrit. Saman eru þessi verk stundum kölluð „fyrri […]
Er þetta góð bók?
Saga af hjónabandi eftir norska rithöfundinn Geir Gulliksen var tilnefnd til tveggja norskra bókmenntaverðlauna árið 2015 og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ári seinna. Það ætti að benda til þess að bókin sé góð. En er bókin góð? Við skulum geyma þá spurningu aðeins. Mig langar aðeins til að velta því upp hvort hún stendur undir því […]
Glataður gauksungi
Edmund Ironside
Hvað skrifaði Shakespeare mörg leikrit? Það er nú það. Í fyrstu heildarútgáfunni (F) eru 36 verk. Tvö til viðbótar (Pericles og The Two Noble Kinsmen) hafa lengi notið nokkuð almennrar viðurkenningar sem samvinnuverkefni þar sem okkar maður á umtalsverðan hluta. Kinsmen samt ekki nógu mikillar til að Helgi Hálfdanarson hefði það með í sinni heildarþýðingu. […]
Áferðarfallegt andvarp
Um Skýjafar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur
Frá því ég man eftir mér hef ég dregist að afgerandi tjáningu. Listamenn með kreppta hnefa, gnístandi tönnum, oft bókstaflega öskrandi um upplifun sína á mannlegu ástandi. Með tímanum mildaðist ég í pjúrítanískri afstöðu minni. Eftir stendur samt að sú sköpun sem ég sækist helst í er sú sem virðist verða til í sjúklega hreinskilnu, […]
Sérstöðuþverstæðan
(Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ
Ég sat í stofunni minni með þessa bók í höndunum og vissi ekkert hver þessi tiltölulega nýbakaði höfundur var. Á sama tíma birtist nýr fréttamaður á skjánum að taka viðtöl við þingmenn um nýjustu afglöp valdhafanna og vandræðaganginn við að drepa umræðum um þau á dreif. Og viti menn: þessir tveir nýju menn voru sami […]
Af litlum neista verður oft mikið bál svo og mál
Um skáldsöguna Móðurhug eftir Kára Tulinius. JPV gefur út. Verkið er 160 blaðsíður að lengd og kom út fyrr á þessu ári. Ástin er eins og sinueldur. Ástin er segulstál. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ástin er eins og hvítigaldur, gagntekur líkama’ og sál. Af litlum neista verður oft mikið bál. Svo söng […]
Kassavanin snjáldurmús
THE TAMING OF THE SHREW
Arden-útgáfan af verkum Shakespeares eru nokkurskonar „Industry Standard“. Þar er leit að hinum fullkomnasta texta eilífðarverkefni, um leið og búið er að prenta hefst vinnan við næstu útgáfu (þriðja umferð er langt komin núna). Fræðin í kringum leikritin eru einatt fyrirferðarmeiri en þau sjálf, enda í mörg horn að líta. Það þarf að spá í […]
Ýmis konar hrollur
um ljóðasafn Jóns úr Vör
Undirritaður er ekki nærri því eins vel lesinn og hann vildi, og þá aldeilis fjarri því að vera eins vel lesinn og hann vildi láta aðra halda! Það kemur því vel á vondan að þurfa að gera þá játningu í upphafi að Jón úr Vör er eitt þeirra skálda sem ég hef þekkt lengi af […]
Tíminn drepinn
Hugleiðingar um bóksöluhrun, fantasíur, glæpasögur og fagurbókmenntir
Átök eru í aðsigi. Eða hvað? Undanfarnar vikur hef ég lesið hálfkveðnar vísur eftir íslenska rithöfunda og annað bókmenntafólk um hvað valdi hinu svokallaða hruni í bóksölu á Íslandi eftir að því var flaggað að hún hefur dregist saman um þriðjung. Höfundar úr ólíkum kreðsum hafa hnýtt hver í annan og gert tilraun til að […]
Skortir kraft heildarinnar
Um Safnljóð 2006-2016 eftir Gísla Þór Ólafsson
Árið 2003 kvað skáldið Gísli Þór Ólafsson sér hljóðs í Lesbók Morgunblaðsins með ljóðinu „Ást á Norðurpólnum“. Í ljóðinu er spaugileg sviðsetning þar sem brugðið er upp mynd af elskendum sem njóta ásta á Norðurpólnum í engu nema vettlingum. Það er samt ekki sviðsetningin sem slík sem gerir ljóðið eftirminnilegt, heldur sjónarhornaskiptin þegar ljóðmælandinn spyr: […]
Fjórir skotnir krakkar
The Two Gentlemen of Verona
Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra. Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis […]