Hún langamma mín er bara byrjuð að ríða [1]

Um sjötíu og níu blaðsíðna skáldsöguna Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen (1950) sem Sæmundur á Selfossi gaf út 2016 en var frumútgefin í tímaritröðinni 1005 árið 2015. Önnur verk Halldóru sem komið hafa út eru ljóðabækurnar Stofuljóð (1990), Hárfínar athugasemdir (1998) og Gangandi vegfarandi (2005) auk örsagnasafnsins 90 sýni úr minni mínu (2002). Var þessum […]

Ofbeldi – fegurð og sannleikur

Seinni janúarpistill um leikhús

Heimurinn er fullur af góðu fólki sem fremur ill verk. Í einni skáldsagna sinna leggur Agatha Christie þessi orð í munn prívatspæjaranum Hercule Poirot, þeim einstaka og áhugaverða karakter sem er trúi ég uppspuni frá rótum. Poirot er höfundarverk maddömu Christie og hefur margsinnis verið endurskapaður í meðförum þeirra leikara sem farið hafa í hlutverk […]

Yfir eiturgrænan Diskóflóann

Prófessorinn og Ljóti kallinn stóðu lafmóðir á dansgólfinu og það var ljóst að þeir yrðu að semja um jafntefli á meðan þeir enn stóðu í lappirnar. Þeir tókust því í hendur. Prófessorinn viðurkenndi að Ljóti kallinn væri kannski hreint ekki svo ljótur eftir allt. Og Ljóti kallinn játaði að kannski væri ekki sérlega góð hugmynd […]

Veislan

Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið, tvær gildar opinberar stofnanir, hafa tekið höndum saman um dagskrá um verstu daga lífs míns. Þjóðleikhúsið sviðsetur leikrit, um leið og Ríkisútvarpið tilkynnir þriggja þátta röð í samstarfi við leikhúsið, upp úr bók sem var skrifuð eftir bloggfærslum sem ég lét frá mér fyrir nokkrum árum. Höfundur bókarinnar færði til orð og […]

Hinn umtalaði Óþelló

Fyrsti janúarpistill um leikhús

Þjóðleikhúsið bauð til hátíðasýningar á Óþelló eftir Svaninn frá Avon að kvöldi annars dags jóla. Frumsýningin var daginn fyrir Þorláksmessu svo örlítið var snúið upp á hefðina. Að minnsta kosti man ég ekki til þess að jólaleikritið í musterinu við Hverfisgötu hafi áður verið frumsýnt fyrir jól. Annar í jólum var ævinlega frumsýningardagur að því […]

Hæ. Við erum í vetrarfríi. Sjáumst í byrjun febrúar.

Gleðileg jól (og langt jólafrí)

Kæru lesendur – kæru dásamlegu, yndislegu lesendur. Fyrir hönd allra aðstandenda Starafugls, baktjaldavefara, krítíkerhersins, ljóðaritstjórans og allra hinna, óska ég ykkur gleðilegra jóla. Yfir jólin mun ljóðaritstjórinn, Jón Örn Loðmfjörð, sinna eitilhörðustu lesendum með daglegum ljóðabirtingum – en að því loknu, þegar nýja árið gengur í garð, leggjast allir í hýði fram til 1. febrúar (hugsanlega mun detta inn ein eða tvær leikhúsrýni) og mæta tvíefldir og endurnærðir til starfa. Heimspeki Starafugls er enda sú að auk áræðninnar sé íhugunin – hvíldin, pásan, glápið út í eilífðina – mikilvægasti hluti listrænnar starfsemi af öllu tagi, og þar með talið rýninnar.

Þar til í febrúar bið ég ykkur því einfaldlega vel að lifa. Við sjáumst.

f.h. Starafugls
Eiríkur Örn Norðdahl

Lífið er sorglega laust við mikilvægi

Aðeins um Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Óhætt er að slá því á föstu að samtíminn sveiflast öfganna á milli? Fjölmiðlar fræða okkur í sífellu um stríðs- og náttúruhörmungar með tilheyrandi sorg og dauða. Sorg og dauða sem erfitt er að kippa sér upp við vegna Stalínískrar tölulegrar nálgunnar sem ætíð er móðins. Fjölmiðlar fræða okkur um uggandi uppgang hægri öfgaafla, að múslimar ætli sér heimsyfirráð eða dauða og að Donald Trump ógni ekki bara heimsfriðnum, heldur ógni hann ekki síður klofum um helming mannkyns.

Við fáum veður af allslags heimssögulegum atburðum, stórum atburðum sem máski munu rata á spjöld sögunnar með tíð og tíma, enda sem neðanmálsgrein eða verða strokleðrinu að bráð.

Veisla fyrir eyrun

Um Bongó Tómasar R. Einarssonar

Tómas R. Einarsson leitar aftur til Kúbu á nýrri plötu sinni, Bongó. Á disknum eru 11 ný lög eftir Tómas en textar eru eftir hann sjálfan og Sigtrygg Baldursson auk ljóða eftir Halldór Laxness, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Stein Steinarr og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Um útgáfu sér Blánótt. Tómas leikur sjálfur á kontrabassa, Sigríður Thorlacius og Bogomil […]

„Óstöðvandi gufuskipið sorg“

 – um Af ljóði ertu komin eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Af ljóði ertu komin. Bjartur 2016. 66 bls. Nú er gamla gengið komið saman enn á ný: Dauðinn, Tíminn, Ástin – þetta eru yrkisefnin í Af ljóði ertu komin, áttundu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Steinunn hefur verið að fást við þessi eilífðarefni allt frá sinni fyrstu bók, Sífellum (1969), en er langt því frá að endurtaka sig […]

Hið einstaka er illfáanlegt

Viðtal við Arngunni Árnadóttur, höfund Að heiman

Ein af áhugaverðari skáldsögum jólabókaflóðsins er skáldsagan Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar – og sömuleiðis fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, og með því fororði að hér sé komin ein eftirtektarverðasta „frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Hvorki meira né minna. Starafugli lék eðli málsins samkvæmt forvitni á að […]

Hlý og draumkennd

Ófelía er ný plata frá Kristjönu Stefánsdóttur sem hún gefur út undir hljómsveitarnafninu Bambaló. Platan inniheldur 11 lög tíu frumsamin og eitt eftir Jackie Allen og Bill Anschell. Textarnir eru eftir Kristjönu sjálfa og Berg Þór Ingólfsson. Þeir ensku eru eftir Kristjönu en Bergur skrifaði á íslensku. Dimma gefur út. Kristjana syngur og leikur á […]

Dómurinn um Blómið

Áður en ég geri nokkuð annað langar mig ad hreinsa andrúmsloftið varðandi tvö atriði. Hið fyrsta er að lesendur muna líklega flestir hvernig ég lýsti sjálfum mér almennt sem „hatara“ þegar ég skrifaði um plötuna hans Snorra Helgasonar fyrir nokkrum mánuðum. Margir kunna spyrja hvar allt hatrið sé, nú þegar komið er fram í þriðju umfjöllun mína fyrir fuglinn og ekkert bólar á neinu nema bullandi ánægju með stórt og smátt. Ég hef líka fylgst með umræðum og umfjöllunum undanfarið þar sem gagnrýnendum er legið á hálsi að vera of „mærðarlegir“, allt að því meðvirkir með listamönnunum sem eru til umfjöllunar.

Ró í jólaerlinum

Hjá fjölskyldu minni hefur sú hefð skapast að um aðventuna fáum við okkur heitt kakó og smákökur þegar kveikt er á aðventukransinum. Börnin þrjú eru oft orðin nokkuð þreytt þegar athöfnin á sér stað seinni partinn á sunnudögunum fyrir jól og oft ærslasöm þegar við dælum í þau sykrinum. Það vill þannig oft verða að […]

Skrýtin, áhrifarík og eftirminnileg

um Zombíland eftir Sørine Steenholdt

Skáldheimur hinnar þrítugu Sørine Steenholdt, sem birtist í smásagnasafninu Zombílandi, er fullur af örvæntingu, ofbeldi, alkohólisma og hryllingi einhverskonar nástaðar á mörkum hins siðaða heims. Í raun og veru einhver al-versta landkynning sem mögulega hægt væri að bjóða uppá ef þessi grænlenski höfundur væri að hugsa um það að kynna land, þjóð og tungu – […]

Ástríðulausi listamaðurinn

Sýning Arnar Alexanders Ámundarsonar í Listasafni Reykjavíkur er ekki fyrirferðarmikil og maður gæti alveg óvart haldið að hún væri alls ekkert sýning, heldur bara ókláraður undirbúningur fyrir uppsetningu. Þetta er svona sýning milli sýninga, afsakandi, hikandi og svo óörugg að hún neyðist hálfpartinn til að skýra tilvist sína með ítarlegum útskýringum á hvað sé list inn […]

Ágætur ostur, ljúffengur grautur

Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar Guðlaugsson

Er Bjartmar Guðlaugsson fulltrúi „fyndnu kynslóðarinnar“ í tónlistinni? Hann er fimm árum yngri en Pétur Gunnarsson, fæddur tveimur árum á eftir Steinunni Sigurðardóttur og tveimur á undan Einari Má. Þannig að hann er í tímarammanum. Og rúmast verk Bjartmars ekki líka í „konseptinu“? Þessi léttleiki sem hittir svo oft naglann á höfuðið í lýsingunni á […]

Hrá og skemmtileg

Blue & Lonesome með The Rolling Stones

Bítlarnir eða Stóns? Það er hin eilífa spurning á meðal tónlistaráhugamanna. Hjá mér hefur svarið alltaf verið Stóns. Það þýðir ekki að mér finnist Bítlarnir vondir, bítlaplaylistinn minn á Spotify er 94 lög sem ég valdi frá ferli þeirra sem hljómsveit og sólólistamanna. Hins vegar finnst mér Bítlarnir aldrei hafa gert plötu sem var góð […]

Heilög Aðventa og illskæð meðvirkni

Desemberpistill um leikhús

Bók Gunnars Gunnarssonar um eftirleitamanninn Benedikt varð tvisvar á vegi mínum næstliðnar vikur. Fyrst á aðventukvöldi í Grensáskirkju þar sem Möguleikhúsið sýndi leikgerð Öldu Arnardóttur á Aðventu Gunnars. Alda leikstýrði þessum einleik Péturs Eggerz byggðum á sögunni um Fjalla-Bensa og saman eru þau Alda og Pétur Möguleikhúsið. Fyrir alllöngu síðan er nefnilega liðin sú tíð […]

Áferðin yfirbugar innihaldið

Um heimildamyndina Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson

Er hann með GSM? hrópar drukkin stelpa að samferðarfólki sínu á mannfáum götum Blönduósar undir hábjartan sumarmorgun. Til bæjarins eru mættir nokkrir aðkomumenn af mölinni, íklæddir hallærislegum lopapeysum, vopnaðir tækjum og tólum til upptöku myndar og hljóðs; og þeir segjast vera að gera heimildamynd um þá iðju fólks að safnast saman á tilteknum stað, sýna […]

Tómas Jónsson: Sterkur frumburður

Tómas Jónsson er að góðu kunnur fyrir hljómborðsleik með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins síðustu ár. Hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu undir eigin nafni. Tómas sér sjálfur um mest allan hljóðfæraleik. Hann fjármagnaði verkið með söfnun á Karolinafund, þar sem hann náði 109% af markmiði sínu. Platan er svo gott sem öll instrumental, […]

Gæskan má aldrei vera feik

viðtal við Sölva Björn Sigurðsson, höfund Blómsins

Fimmta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Blómið, gerist á afmælisdegi athafnamannsins Benedikts Valkoff  árið 2015. En kjarni hennar – eða hvatinn að baki flestum atburðum bókarinnar – er dularfullt hvarf systur hans, Margrétar, sem á sér stað nákvæmlega 33 árum fyrr. Á tæpum 300 blaðsíðum grefur Sölvi síðan dýpra og dýpra í þennan fjölskylduharmleik þar til mann […]

Besta kvikmynd Orson Welles (er ekki Citizen Kane)

Chimes at Midnight: Criterion Collection

Vert er að vekja athygli kvikmyndaunnenda á nýútkominni endurbættri útgáfu á vanmetnu og hálfgleymdu meistaraverki frá ekki minni manni en Orson Welles. Fagfólkið hjá The Criterion Collection gáfu nýlega út Chimes at Midnight frá 1965. Ég er búinn að bíða nokkuð lengi eftir þessu og hafði aldrei botnað í því hvers vegna ekki var búið […]

Blíðviðri í ágúst – aldrei þessu vant

um Hestvík Gerðar Kristnýjar

Hér var næstum freistast til að skella yfirskrift eins og „Dulúð í Hestvík“, „Hversdagsleg spenna og ógn“, „Uggandi andrúmsloft“ „Öðruvísi sumarbústaðarferð“ eða eitthvað viðlíka. Það hefði bara verið svo leiðinlegt.  Ritkvinnan Gerður Kristný (1970) er gömul í hettunni. Samt er hún aldurslega ekki svo átakanlega nærri grafarbakkanum. Árið 1994 gaf hún út ljóðabókina Ísfrétt. Var það […]

Með norðangarra í ermunum

um Svif eftir Agnar Má Magnússon

Ég er jazz-maður, þar fyrir utan mikill jazz-trío maður, þekki til Agnars og hlakkaði mikið til að heyra Svif. Trommarinn geðþekki Scott McLemore opnar plötuna með nice introi áður en laglínan af titillagi plötunnar Svif líður af stað, stutt og auðsyngjanleg yfir spennandi hljómagang. Fyrsta sóló á kontrabassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: mjög flott. Agnar heilsar áheyrendum sínum með […]

Ævisaga ársins

Níu snöggsoðnar hugrenningar að afloknum lestri Jóns lærða og náttúra náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson

I Ekkert bókaflóð er fullkomið án að minnsta kosti einnar bókar á borð við þessa. Hnausþykkrar, fræðilegrar en samt læsilegrar úttektar á ævi og ferli einhvers af stórmennum fortíðarinnar: stjórnmálamanns, listamanns eða skálds. Bækur fyrir almenna lesendur en reistar á kröfuhörðum grunni akademíunnar.  Blómaskeið slíkra bóka er nokkuð að baki, þegar stofuhillurnar fylltust af smáatriðum […]

Hve gröð er vor æska?

Nóvemberpistill um leikhús

Ef einhver getur ráðið úrslitum um hver framtíð mannkyns verður þá er það æskulýður heims, unglingar allra landa, ungmenni þjóða. Þetta á jafnt við um pólitík og listir. Það er æskan sem nú er sem skapar þá framtíð sem verður. Það er æskan sem ræður hvort kerfin fá að haldast óbreytt og þrengja að líkama […]

Önnur hlið Bob Dylan

Það hefur gætt ákveðinnar einsleitni í hinu mikla flóði greina um Bob Dylan sem hefur verið dembt yfir heiminn síðan hópur Svía ákvað að gefa honum verðlaun kennd við manninn sem fann upp dýnamítið. Fréttamenn og álitsgjafar hafa nær undatekningalaust tekið fram að Dylan, hvers „raunverulega nafn“ sé Robert Allen Zimmerman, sé með frumlegustu lagasmiðum […]

Ég er mannleysa, elskan, myrtu mig

Um Endurfundi Orra Harðarsonar

Fyrir tveim árum gaf Orri Harðarson (1972) út sýna fyrstu skáldsögu, Stundarfró. Við hér á Starafugli fjölluðum um verkið og höfundinn á sínum tíma. Hann hafði þá helst getið sér orð fyrir tónlistarsköpun og þýðingar. Hjá Sögum hefir nú ný skáldsaga Orra, Endurfundir,  litið dagsins ljós. Sagan er 231 síða. Sögusviðið er Akranes árið 1991. […]

Falleg, lipur og upplýsandi

Nýlega kom út bókin Íslandsbók barnanna á vegum Iðunnar sem er hluti af Forlaginu ehf. Texti bókarinnar er eftir Margréti Tryggvadóttur og myndskreyting var unnin af Lindu Ólafsdóttur. Margrét, sem ásamt því að vera bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður, hefur áður unnið við þýðingar á barna- og unglingabókum og skrifað sínar eigin bækur. Síðast kom út […]

Söngur svarðreipslagarans

Nokkur orð um Leitina að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson

Leitin að svarta víkingnum er skrifuð fyrir menn eins og mig. Vönduð og útspekuleruð alþýðleg fræðibók sem dýpkar þekkingarbrunn lesandans og finnur í honum æð af óvæntu og nýstárlegu bragðefni. Enginn flokkur lesefnis er mér kærari, og mér er merkilega mikið sama hvert umfjöllunarefnið er. Hér er það reyndar líka í algjöru uppáhaldi: grúsk í […]

Kriðpleir: Konungar hversdagsleikans

Ef við eigum að vera hreinskilin, þá er ekki margt merkilegt sem stendur upp úr þegar maður deyr. Manneskjan hefur hugsanlega einhver áhrif á sitt nánasta umhverfi. Stofnar kannski fyrirtæki sem gengur þokkalega. Við búum til líf. Það er líklega stærsta afrek flestra. Sumir búa aldrei til líf, heldur eltast við leyndardóma eða ævintýri heimsins. […]

Ég bara reið henni Dísu :-) / Ég var rétt í þessu að gilja Úlf :-)

Fyrir allra augum, sem kom út hjá JPV á dögunum, er önnur skáldsaga Sverris Norlands (1986). Sú fyrri, Kvíðasnillingarnir var gefin út árið 2014. Einnig voru útgefnar skáldsaga ein í hæfilegri lengd, Kvíðasnillingurinn (2013) og ljóðabókin Suss! Andagyðjan sefur (2006). Kvíðasnillingarnir fengu almennt séð nokkuð jákvæða dóma. Eru gagnrýnendur nokkuð samstíga í klisjunni um að […]

Fortíðin er aldrei liðin

Kompa

Kompa, fyrsta skáldsaga Sigrúnar Pálsdóttur er nýkomin út hjá Smekkleysu. Sigrún lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Oxford árið 2001 og hefur áður gefið frá sér bækurnar Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (2010) og Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga (2013). Ég verð að viðurkenna að þessar bækur fóru ekki einungis algjörlega framhjá mér, heldur er ég […]

Fimmtudagur á Airwaves 2016

Það er löngu orðið þreytt að tönnlast á því hversu mikil tónlistarjól Iceland Airwaves er orðin í lífi tónlistarunnenda í borginni. Ég ætla samt að segja það bara hér, til að koma því frá og demba mér í umfjöllun um þær hljómsveitir sem ég sá í ár, að heilt yfir er hátíðin eitt merkilegasta menningarframlag […]

Kuldarokk í hæsta klassa

Qþrjú er þriðja útgáfa hinnar fornfrægu pönkhljómsveitar Q4U og á henni er að finna 14 lög. Áður hafa komið út frá sveitinni stuttplatan Q1 árið 1982 og svo kom Q2 á geisladisk árið 1996. En sú var safn upptakna frá árunum 1980 – 1983. Á plötunni sem er hér til umfjöllunar eru meðlimir sveitarinnar Elínborg […]

Sorgar- en ekki sigurmars

Tónleikar PJ Harvey á Iceland-Airwaves á sunnudagskvöld hófust á trommuslætti. Sviðið var þó enn autt og eftirvæntingin mikil; áhorfendur blístruðu og kölluðu þegar fyrstu tónarnir bárust út í salinn, klöppuðu saman lófum, fögnuðu. Svo gekk hljómsveit inn á sviðið í einfaldri röð, svartklædd, meðal annars blásarar með glampandi horn og þegar þau tóku að hljóma […]

Constant movement er góð plata

Leyfðu mér að hlusta á Discover Weekly-lagalistann þinn og ég skal segja þér hver þú ert.

Ég hef aldrei borgað meira fyrir tónlist en og ég geri eftir að ég byrjaði að borga fyrir Spotify fyrir fimm árum síðan. Plötur hafði ég sárasjaldan keypt þar á undan, núna borga ég tvöþúsundkall á mánuði allt árið um kring. Ég veit ekkert hvert þessi peningur fer. Ég vissi það svosem ekki heldur þegar ég keypti geisladiska. En hann er allavega einhversstaðar inní tónlistarhítinni.

Sigurður Arent Jónsson

Án himins

Það var enginn himinn yfir þorpinu okkar. Þess vegna fórum við inn í borgina hinum megin við ána til að horfa á tunglið og fuglana. Borgarbúar voru ekkert sérlega sáttir við okkur en okkur var þó ekki bannað að koma. Á einni hæðinni, þar sem fyrir var steinhlaðin kirkja, reistu þeir meira að segja útsýnispall. […]

Meira Suð, já takk

Þriggja manna hljómsveitin Suð gaf út sína aðra breiðskífu, Meira suð, 23. september síðastliðinn. Útgáfa hljómsveitarinnar, Gráðuga útgáfan, á veg og vanda að útgáfunni. Þríeininguna skipa Helgi Benediktsson sem syngur og leikur á gítar, Kjartan Benediktsson er bassaleikari og Magnús Magnússon trymbill. Önnur hjóðfæri, eins og fiðla, hljómborð, hristur, munnorgel, píanó og skellitromma eru að […]

Greitt í píku

Um skáldsöguna Norma eftir Sofi Oksanen

Ekki alls fyrir löngu kom út í íslenskri útfærslu skáldsaga finnsk-eistnesku ritkvinnunnar Sofi Oksanen (1977), Norma. Í Finnlandi kom verkið kom út í fyrra. Íslenska útgáfan telur þrjú hundruð og sautján síður og er gefin út af Máli og menningu. I Sofi Oksanen er íslenskum bókmenntaunnendum kunn enda er Norma fjórða skáldsagan sem kemur út […]

Hval varla allra

Þann 30. september síðastliðin gaf Sacred Bones útgáfan út sjöttu plötu norsku söngkonunnar Jenny Hval, þá fjórðu undir hennar eigin nafni. Fyrstu tvær komu út sem plötur Rockettothesky. Nýja platan heitir Blood Bitch. Hún hefur eins tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með öðrum tónlistarmönnum og eftir hana hafa komið út tvær bækur. Ég hafði aldrei […]

Við erum öll sama manneskjan (og samt ekki)

Hugleiðingar mínar í tengslum við þýðingar Hjalta Rögnvaldssonar á bókum Jon Fosse

Jon Fosse er norskur höfundur, fæddur árið 1959, og hefur á löngum ferli skrifað ótal bækur og leikverk. Mér skilst að leikverk hans hafi verið sviðsett oftar en þúsund sinnum, sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur (það er næstum jafn oft og ég tékkaði tölvupóstinn minn á meðan ég skrifaði þessa grein), og svo […]