Göfgandi sársauki einverunnar, ástarsorg og vísindi

Febrúarpistill um leikhús

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur undanfarnar vikur verið í heimsókn í Þjóðleikhúsinu. Minnsta og fámennasta leikhús landsins drap semsé á dyr þess virðulegasta leikhúss sem við eigum og sýndi þar Gísla á Uppsölum, leiksýningu sem Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson hafa samið og byggja textann að langmestu leyti á rituðu máli sem […]

Límonaði er ljóðaverk – drottningin Bey hefur talað

Allt frá árinu 1981 hefur meðvitund mín verið sósuð í tónlist, til að byrja með í syntapoppinu frá Ultravox og Human Leage, síðar í poppmaukinu frá Rick Astley og álíka Stock/Aitken/Waterman-verksmiðjum og enn síðar í tilfinningaþrungnu nýbylgjunni frá Depeche Mode og The Cure. Síðar tók við slatti af pönki, enn síðar djass, klassík og nýklassík. […]

Ken Loach sker upp herör

I, Daniel Blake

Það hlýtur að teljast undarlegt hversu þögul listin hefur verið um þær gríðarlegu miklu og neikvæðu breytingar sem nýfrjálshyggjan hefur haft í för með sér síðustu áratugi. Að einhverju leyti er þetta skiljanlegt. Hugmyndafræðin er vissulega lúmskt fyrirbæri, skilvirkt verkfæri til að girða fyrir gagnrýni og útiloka önnur sjónarhorn. Breytingarnar hafa líka gerst hægt, yfir […]

Tamningar

Guðfræðingar fást enn við klípu sem Tómas frá Akvínó glímdi við, síðar Leibniz og fjöldi annarra: ef Guð er algóður, og gerir þar með alltaf það sem er best, getur hann þá líka verið frjáls? Hefur algóð vera val um að gera nokkuð annað en það besta eða útrýmir algjör gæska öllu frelsi? Tómas komst […]

Þorvaldur S. Helgason

Reyndu að lofa hinn afskræmda heim

Reyndu að lofa hinn afskræmda heim. Mundu löngu júnídagana, og villt jarðarber, dropa af rósavíni. Brenninetlurnar sem þekja skipulega yfirgefin heimkynni útlaga. Þú verður að lofa hinn afskræmda heim. Þú fylgdist með glæstum snekkjum og skipum; eitt þeirra átti langa ferð framundan, á meðan óminni saltsins beið hinna. Þú hefur séð veglausa ferð flóttamannanna, þú […]

Net- og nátttröllin hans Guðbergs Bergssonar

Í hvert skipti sem snákurinn Guðbergur Bergsson skríður slímugur út úr helli sínum og engist um í illskiljanlegum orðakrampa sem eflaust er ætlað að hrista upp í staðnaðri og nautheimskri íslenskri þjóð – beitir til að mynda annálaðri orðsnilli sinni til að gera grín að fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunar, nú, eða þá bara konum sem heild – […]

Ambátt – Flugufen – rýni

Pælingin á bak við live ambient tónlist er frábær, það minnir mig á Portishead, Air og sumt Radiohead stuff og fleira skemmtilegt svo ég bar miklar væntingar til þessarar plötu. Pan Thorarensen þekki ég bara af góðu grúvi og slíkt býður hann líka upp á hér. Ambátt fær kudos frá mér fyrir vinyl framleiðsluna, love […]

Bert á milli í Harbinger – rýni

Bert á milli er samsýning Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur og Guðjóns Ketilssonar og jafnframt fyrsta sýningin í sýningarröð sem kalllast Eitt sett.  Fyrirhugaðar eru fleiri sýningar undir heitinu Eitt sett í Harbinger, sem er sýningarrými sem rekið er af listamönnum. Fyrir mér er Eitt sett tvær tegundir af fullunnum vörum sem pakkað var saman í plast […]

Úr Bréfum til James Alexander eftir Jack Spicer

3. Það er ekki tilbreytingarleysi náttúrunnar heldur ljóðin handan náttúrunnar sem kalla hvert á annað yfir höfðum skáldanna. Höfuð skáldanna verandi hluti af náttúrunni. Það er ekki okkar að láta línur náttúrunnar stemma. Það er ljóðanna að láta línur náttúrunnar stemma. Vegna þess hve válega þær laðast að línum náttúrunnar, að höfðum okkar. Við lýsum […]

Þétt, þung og melódísk

Norsk-íslenska rokkhljómsveitin Golden Core gaf á dögunum út sína fyrstu breiðskífu sem þeir nefna Norwegian Stoner Machine. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott í rokksenu Oslóar og hituðu m.a. upp fyrir Napalm Death þar síðasta sumar. Fyrir frammistöðu sína á þeim tónleikum gaf norski vængur Metal Hammer þeim 8/10. Það sem gerir þetta öllu […]

Norðrið á stofuborðinu

Þankar um heimildir - ímynd og skáldskap

Ljósmynd getur sagt meira en þúsund orð – en við skulum gefa okkur á annað þúsund hér til að skoða nokkrar hliðar á ljósmyndavirki Ragnars Axelssonar, hins þjóðþekkta könnuðar og listamanns sem fært hefur okkur svo mörg undur á síðum Morgunblaðsins í gegnum tíðina. Líkt og Edward S. Curtis færði okkur indjánann á ljósmyndastofunni, færir […]

Hún langamma mín er bara byrjuð að ríða [1]

Um sjötíu og níu blaðsíðna skáldsöguna Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen (1950) sem Sæmundur á Selfossi gaf út 2016 en var frumútgefin í tímaritröðinni 1005 árið 2015. Önnur verk Halldóru sem komið hafa út eru ljóðabækurnar Stofuljóð (1990), Hárfínar athugasemdir (1998) og Gangandi vegfarandi (2005) auk örsagnasafnsins 90 sýni úr minni mínu (2002). Var þessum […]

Sundrung í smásjá

Innsetning Shia LaBeouf, HE WILL NOT DIVIDE US, hófst fyrir utan hreyfimyndasafnið, Museum of the Moving Image, í Queens, New York borg, á innsetningardegi nýs forseta, 20. janúar, og er ætlað að standa þar næstu fjögur ár. Ég veit ekki hvort moldarflagið sem virðist liggja yfir blettinum fylgir sýningunni eða var þarna fyrir – en […]

Ofbeldi – fegurð og sannleikur

Seinni janúarpistill um leikhús

Heimurinn er fullur af góðu fólki sem fremur ill verk. Í einni skáldsagna sinna leggur Agatha Christie þessi orð í munn prívatspæjaranum Hercule Poirot, þeim einstaka og áhugaverða karakter sem er trúi ég uppspuni frá rótum. Poirot er höfundarverk maddömu Christie og hefur margsinnis verið endurskapaður í meðförum þeirra leikara sem farið hafa í hlutverk […]

Yfir eiturgrænan Diskóflóann

Prófessorinn og Ljóti kallinn stóðu lafmóðir á dansgólfinu og það var ljóst að þeir yrðu að semja um jafntefli á meðan þeir enn stóðu í lappirnar. Þeir tókust því í hendur. Prófessorinn viðurkenndi að Ljóti kallinn væri kannski hreint ekki svo ljótur eftir allt. Og Ljóti kallinn játaði að kannski væri ekki sérlega góð hugmynd […]

Veislan

Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið, tvær gildar opinberar stofnanir, hafa tekið höndum saman um dagskrá um verstu daga lífs míns. Þjóðleikhúsið sviðsetur leikrit, um leið og Ríkisútvarpið tilkynnir þriggja þátta röð í samstarfi við leikhúsið, upp úr bók sem var skrifuð eftir bloggfærslum sem ég lét frá mér fyrir nokkrum árum. Höfundur bókarinnar færði til orð og […]

Hinn umtalaði Óþelló

Fyrsti janúarpistill um leikhús

Þjóðleikhúsið bauð til hátíðasýningar á Óþelló eftir Svaninn frá Avon að kvöldi annars dags jóla. Frumsýningin var daginn fyrir Þorláksmessu svo örlítið var snúið upp á hefðina. Að minnsta kosti man ég ekki til þess að jólaleikritið í musterinu við Hverfisgötu hafi áður verið frumsýnt fyrir jól. Annar í jólum var ævinlega frumsýningardagur að því […]

Hæ. Við erum í vetrarfríi. Sjáumst í byrjun febrúar.

Kvöldið framundan

Klórinn í hárinu gufar upp undir birtunni frá ljósastaurnum Hitinn þurrkar gangstéttina Þú strýkur henni því þú strýkur alltaf öllu sem er hrjúft og á meðan talarðu um framtíðina:             Við gætum gengið um borgina             Brotið ljósastaura í tvennt             eins og saltstangir             Kreist rafmagnskassa             eins og svalafernur             Eins og við séum skrímsli             í gamalli japanskri bíómynd: […]

Líkhamur

Þrjú ljóð úr ljóðabókinni Líkhamur eftir Vilborgu Bjarkadóttur. Hún segir honum að í kvöld sé hún bókapersóna og því engin venjuleg stúlka. Þegar hann hyggst halda henni fastri er hún rokin í næsta kafla. Það versta er að hann hefur ekki hugmynd um á hvaða blaðsíðu hún er eða í hvaða bók svo það er […]

Miðborgarblús

Miðborgarblús handa Siggu Þegar við kynntumst smullum við strax saman bæði með snert af óhamingju í okkur og þú með eilítinn sársauka Við læddumst saman á klósettið á skítugri búllu í miðborginni til að skiptast á leyndarmálum                                  og fallegum orðum spenntum greipar á klósettskálinni                                  og föðmuðumst (manstu sprenginguna?) Bæði þá og alla tíð […]

Desembernótt og Palomino

Desembernótt Þessa desembernótt klæðist ég kjötinu og leysi fumlaust þær þrautir sem fyrir eru lagðar. Hjartslátturinn seigur vegna glimmersins í blóðinu og herðist stöðugt eftir því sem líður á. Þegar ég loksins klöngrast yfir holtið heim ærast himnastjörnurnar í trylltum fögnuði. Blóðslóðin eltir mig, tunglið líka, þú líka. Leigubílar þeysa fram og aftur um Miklubrautina, […]

Gönguferð

Éljagangur austan til á landinu, hálka eða hálkublettir á vegum. Átta háhælaðir skór hverfa ofan í kjallarann á Ellefunni. Suð-suðaustan strekkingur með snjóþekju. Kulnaður strengur skýtur frosnum þráðum. Áfram hvassviðri, jafnvel stormur í nótt. Hvítur gosbrunnur á botninum í glasinu. Frost á bilinu 1-4 stig og kólnar með kvöldinu. Sé alltaf einhvern standa og horfa […]

MUNDU, LÍKAMI

Mundu, líkami er safn þýðinga Þorsteins Vilhjálmssonar á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda. Í tilefni jóla birtir Starafugl tvær þýðingar úr bókinni. Konstantínos Kavafís (1863 – 1933) er eitt fremsta skáld grískrar nútímaljóðlistar. Kavafís bjó og skrifaði í Alexandríu í Egyptalandi, sem enn var þá að miklu leyti grísk borg, og orti um […]

Gleðileg jól (og langt jólafrí)

Kæru lesendur – kæru dásamlegu, yndislegu lesendur. Fyrir hönd allra aðstandenda Starafugls, baktjaldavefara, krítíkerhersins, ljóðaritstjórans og allra hinna, óska ég ykkur gleðilegra jóla. Yfir jólin mun ljóðaritstjórinn, Jón Örn Loðmfjörð, sinna eitilhörðustu lesendum með daglegum ljóðabirtingum – en að því loknu, þegar nýja árið gengur í garð, leggjast allir í hýði fram til 1. febrúar (hugsanlega mun detta inn ein eða tvær leikhúsrýni) og mæta tvíefldir og endurnærðir til starfa. Heimspeki Starafugls er enda sú að auk áræðninnar sé íhugunin – hvíldin, pásan, glápið út í eilífðina – mikilvægasti hluti listrænnar starfsemi af öllu tagi, og þar með talið rýninnar.

Þar til í febrúar bið ég ykkur því einfaldlega vel að lifa. Við sjáumst.

f.h. Starafugls
Eiríkur Örn Norðdahl

Lífið er sorglega laust við mikilvægi

Aðeins um Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Óhætt er að slá því á föstu að samtíminn sveiflast öfganna á milli? Fjölmiðlar fræða okkur í sífellu um stríðs- og náttúruhörmungar með tilheyrandi sorg og dauða. Sorg og dauða sem erfitt er að kippa sér upp við vegna Stalínískrar tölulegrar nálgunnar sem ætíð er móðins. Fjölmiðlar fræða okkur um uggandi uppgang hægri öfgaafla, að múslimar ætli sér heimsyfirráð eða dauða og að Donald Trump ógni ekki bara heimsfriðnum, heldur ógni hann ekki síður klofum um helming mannkyns.

Við fáum veður af allslags heimssögulegum atburðum, stórum atburðum sem máski munu rata á spjöld sögunnar með tíð og tíma, enda sem neðanmálsgrein eða verða strokleðrinu að bráð.

Veisla fyrir eyrun

Um Bongó Tómasar R. Einarssonar

Tómas R. Einarsson leitar aftur til Kúbu á nýrri plötu sinni, Bongó. Á disknum eru 11 ný lög eftir Tómas en textar eru eftir hann sjálfan og Sigtrygg Baldursson auk ljóða eftir Halldór Laxness, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Stein Steinarr og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Um útgáfu sér Blánótt. Tómas leikur sjálfur á kontrabassa, Sigríður Thorlacius og Bogomil […]

„Óstöðvandi gufuskipið sorg“

 – um Af ljóði ertu komin eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Af ljóði ertu komin. Bjartur 2016. 66 bls. Nú er gamla gengið komið saman enn á ný: Dauðinn, Tíminn, Ástin – þetta eru yrkisefnin í Af ljóði ertu komin, áttundu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Steinunn hefur verið að fást við þessi eilífðarefni allt frá sinni fyrstu bók, Sífellum (1969), en er langt því frá að endurtaka sig […]

Hið einstaka er illfáanlegt

Viðtal við Arngunni Árnadóttur, höfund Að heiman

Ein af áhugaverðari skáldsögum jólabókaflóðsins er skáldsagan Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar – og sömuleiðis fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, og með því fororði að hér sé komin ein eftirtektarverðasta „frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Hvorki meira né minna. Starafugli lék eðli málsins samkvæmt forvitni á að […]

Hlý og draumkennd

Ófelía er ný plata frá Kristjönu Stefánsdóttur sem hún gefur út undir hljómsveitarnafninu Bambaló. Platan inniheldur 11 lög tíu frumsamin og eitt eftir Jackie Allen og Bill Anschell. Textarnir eru eftir Kristjönu sjálfa og Berg Þór Ingólfsson. Þeir ensku eru eftir Kristjönu en Bergur skrifaði á íslensku. Dimma gefur út. Kristjana syngur og leikur á […]

Dómurinn um Blómið

Áður en ég geri nokkuð annað langar mig ad hreinsa andrúmsloftið varðandi tvö atriði. Hið fyrsta er að lesendur muna líklega flestir hvernig ég lýsti sjálfum mér almennt sem „hatara“ þegar ég skrifaði um plötuna hans Snorra Helgasonar fyrir nokkrum mánuðum. Margir kunna spyrja hvar allt hatrið sé, nú þegar komið er fram í þriðju umfjöllun mína fyrir fuglinn og ekkert bólar á neinu nema bullandi ánægju með stórt og smátt. Ég hef líka fylgst með umræðum og umfjöllunum undanfarið þar sem gagnrýnendum er legið á hálsi að vera of „mærðarlegir“, allt að því meðvirkir með listamönnunum sem eru til umfjöllunar.

Ró í jólaerlinum

Hjá fjölskyldu minni hefur sú hefð skapast að um aðventuna fáum við okkur heitt kakó og smákökur þegar kveikt er á aðventukransinum. Börnin þrjú eru oft orðin nokkuð þreytt þegar athöfnin á sér stað seinni partinn á sunnudögunum fyrir jól og oft ærslasöm þegar við dælum í þau sykrinum. Það vill þannig oft verða að […]

Skrýtin, áhrifarík og eftirminnileg

um Zombíland eftir Sørine Steenholdt

Skáldheimur hinnar þrítugu Sørine Steenholdt, sem birtist í smásagnasafninu Zombílandi, er fullur af örvæntingu, ofbeldi, alkohólisma og hryllingi einhverskonar nástaðar á mörkum hins siðaða heims. Í raun og veru einhver al-versta landkynning sem mögulega hægt væri að bjóða uppá ef þessi grænlenski höfundur væri að hugsa um það að kynna land, þjóð og tungu – […]

Ástríðulausi listamaðurinn

Sýning Arnar Alexanders Ámundarsonar í Listasafni Reykjavíkur er ekki fyrirferðarmikil og maður gæti alveg óvart haldið að hún væri alls ekkert sýning, heldur bara ókláraður undirbúningur fyrir uppsetningu. Þetta er svona sýning milli sýninga, afsakandi, hikandi og svo óörugg að hún neyðist hálfpartinn til að skýra tilvist sína með ítarlegum útskýringum á hvað sé list inn […]

Ágætur ostur, ljúffengur grautur

Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar Guðlaugsson

Er Bjartmar Guðlaugsson fulltrúi „fyndnu kynslóðarinnar“ í tónlistinni? Hann er fimm árum yngri en Pétur Gunnarsson, fæddur tveimur árum á eftir Steinunni Sigurðardóttur og tveimur á undan Einari Má. Þannig að hann er í tímarammanum. Og rúmast verk Bjartmars ekki líka í „konseptinu“? Þessi léttleiki sem hittir svo oft naglann á höfuðið í lýsingunni á […]

Hrá og skemmtileg

Blue & Lonesome með The Rolling Stones

Bítlarnir eða Stóns? Það er hin eilífa spurning á meðal tónlistaráhugamanna. Hjá mér hefur svarið alltaf verið Stóns. Það þýðir ekki að mér finnist Bítlarnir vondir, bítlaplaylistinn minn á Spotify er 94 lög sem ég valdi frá ferli þeirra sem hljómsveit og sólólistamanna. Hins vegar finnst mér Bítlarnir aldrei hafa gert plötu sem var góð […]

Heilög Aðventa og illskæð meðvirkni

Desemberpistill um leikhús

Bók Gunnars Gunnarssonar um eftirleitamanninn Benedikt varð tvisvar á vegi mínum næstliðnar vikur. Fyrst á aðventukvöldi í Grensáskirkju þar sem Möguleikhúsið sýndi leikgerð Öldu Arnardóttur á Aðventu Gunnars. Alda leikstýrði þessum einleik Péturs Eggerz byggðum á sögunni um Fjalla-Bensa og saman eru þau Alda og Pétur Möguleikhúsið. Fyrir alllöngu síðan er nefnilega liðin sú tíð […]

Kristín Svava Tómasdóttir

Úr Þunga eyjunnar

Skepnan er löt eins og fallegt karldýr og þrjósk eins og frumstætt kvendýr. Sannast sagna fer skepnan daglega um óreiðuaugnablikin fjögur, augnablikin fjögur þegar hægt er að virða hana fyrir sér þar sem hún stendur – með höfuðið milli lappanna – og rýnir í sjóndeildarhringinn með grimmdarlegu auga, augnablikin fjögur þegar krabbinn opnast: dögun, hádegi, […]

Áferðin yfirbugar innihaldið

Um heimildamyndina Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson

Er hann með GSM? hrópar drukkin stelpa að samferðarfólki sínu á mannfáum götum Blönduósar undir hábjartan sumarmorgun. Til bæjarins eru mættir nokkrir aðkomumenn af mölinni, íklæddir hallærislegum lopapeysum, vopnaðir tækjum og tólum til upptöku myndar og hljóðs; og þeir segjast vera að gera heimildamynd um þá iðju fólks að safnast saman á tilteknum stað, sýna […]

Tómas Jónsson: Sterkur frumburður

Tómas Jónsson er að góðu kunnur fyrir hljómborðsleik með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins síðustu ár. Hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu undir eigin nafni. Tómas sér sjálfur um mest allan hljóðfæraleik. Hann fjármagnaði verkið með söfnun á Karolinafund, þar sem hann náði 109% af markmiði sínu. Platan er svo gott sem öll instrumental, […]