Ekkert verður af engu, og allskonar. Kannski er best að lesa þessa rýni með soundtrakki. En það skiptir ekki máli. Gildir einu. En ég get sagt ykkur það strax, hún er full af einhverju, trú á eitthvað; dulúð sköpunar og sjálfstrausti og auðmýkt, en kannski fyrst og fremst leik og drunga og leiðslu og hugsunarleysi, […]
Hlekkir
Mótordjákninn í París
Í umræður um búvörusamningana lagði Viðar Víkingsson nýverið til YouTube-hlekk á mynd sína, Tache blanche sur la nuque eða A White Spot in the back of the Head – eða, öllu heldur: Djákninn á Myrká. Myndin er um hálftíma löng, frá árinu 1979, á frönsku, og meðal leikara eru Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Djákninn úr þjóðsögunni fer um París á mótorfák með hyrndan hjálm, ungir kaþóliskir integristar verða honum að bana fyrir meint helgispjöll en Sigurður, í hlutverki transmiðils, nær sambandi við djáknann framliðinn svo hann muni hafa sig hægan. Oblátur eru líkami Krists, segja kaþólikkar, en hvað sem því líður eru þær auðvitað líka landbúnaðarafurð.
Þrjú ljóð eftir Kára Pál
Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]
Edinburgh Fringe: Uppgjör 2 af 3 – Pólitísk heróp (út í tómið?)
Í þessum öðrum kafla um listahátíðina gríðarlegu, Edinburgh Fringe, er litið til pólitískra verka sem mér tókst að sjá þetta árið. Hvaða málefni mér eru mikilvæg verður ykkur nokkuð augljóst. Þau eru kannski ekki þau sömu og brenna á ykkur en þetta er minn pistill. Þannig er það bara. Til hvers er pólitískt leikhús? Er ekki […]
Stærðin skiptir máli
Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]
Þrjú ljóð eftir Maríu Thelmu
Þrjú ljóð úr bókinni Skúmaskot eftir Maríu Thelmu SOS! Ég týndi sjálfsvirðingunni á djamminu og hana er hvergi að finna í óskilamunum. Billie Holiday Ég er gamaldags kasettutæki sem spilar bara þig og Gloomy Sunday á repeat 101 Reykjavík Samskipti ykkar eru eins og nýju hótelin í 101. Eftirlíking á því sem var og byggð […]
Af leikhúsi og leikhúsmisnotkun
Um sýningarnar Still Standing You og Stripp á Everybody´s Spectacular
Á sviðinu situr kona. „Þetta er Olga. Hún Olga, vill að þú vitir að þú megir horfa á hana,“ segir hin konan á sviðinu. Nokkurn veginn þannig byrjar sýningin Stripp, heimildarleikhús sem fjallar um þriggja mánaða reynslu íslenskrar leikkonu af nektardansi í Berlín og leikhúsmisnotkun. Það væri ekki fjarri lagi að segja að þetta leyfi, […]
New York Fringe; Dagbók (dagur 3)
New York City, dagur 3, 15i ágúst Lítið sofin en vakna fyrir allar aldir. Er þetta jet – lag? Vinn úr rúmi mínu þangað til hungrið fer að sverða að. Stel nokkrum gúmmíbjörnum til að meika sturtu. Fer svo út í búð að finna hitt og þetta en ekkert almennilegt er í boði en hnetustöng […]
Ljóð um greint rými og fleiri stök
Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]
Gímaldin Live at KEX Hostel
Sunnudaginn 26 júní, 2016, klukkan 21.00, eru tónleikar í Kex. Þá leikur Gímaldin lög af nýútkominni plötu sinni, Blóðlegum fróðleik, og nýrra efni. Frítt er inn á tónleikana en diskurinn verður til sölu á sérstöku verði og því hyggilegt að hafa með sér reiðufé. Mögulegir leyniigestir gætu komið í ljós síðar Source: Gímaldin Live at […]
RÚV eflir menningu – DV
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið í hendur drög að nýjum þjónustusamningi við íslenska ríkið. Samningurinn hljóðar upp á ríkisframlag upp á 3.725 milljónir króna. Því til viðbótar eru tekjur RÚV á árinu og er áætlað að heildarrekstrarfé stofnunarinnar verði um 5.600 milljónir króna á þessu ári. via RÚV eflir menningu – DV.
Kápumyndin á 1. tbl 1. árg tímaritsins 19. júní
Myndin er af Nínu Sæmundsson, myndhöggvara, sem vinnur að einu af verkum sínum, og fannst á Timarit.is.
Miðvikudagur til minimalisma: Óreiðukvendi og óvinsæl popphljómsveit
1. Asia Argento Asia Argento er kona sem er margt til lista lagt. Hún hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta, leikkona og leikstjóri og á ekki langt að sækja hæfileikana – foreldrar hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Dario Argento og leikkonan og handritahöfundurinn Daria Nicolodi eru þaulreynt kvikmyndagerðarfólk með meistaraverk eins og hrollvekjuna Suspiria á sameiginlegri ferilskrá. Meðfram […]
Myndlist vikunnar: Ana Mendieta
Ana Mendieta, myndlistarmaður, aktívisti og femínisti er með myndlist vikunnar að þessu sinni. Mendieta fæddist í Havana á Kúbu árið 1948 en flúði 12 ára gömul valdastjórn Fídels Kastrós með fjölskyldu sinni. Mendieta barðist fyrir réttindum kvenna í listheiminum og gekk árið 1978 til liðs við A.I.R. Gallery (Artist In Recidency), sýningarrými í New York […]
Nýjar setningar: Einræður Starkaðar N+7
Eitt brotthlaup – getur dingli í dáhrif breytt,
sem drottinsaftan breytir veilu heils skáldskapar.
Kári Páll Óskarsson yrkir upp Einræður Starkaðar via Nýjar setningar: Einræður Starkaðar N+7.
Silja Aðalsteins um Útlenska drenginn
Við erum öll skrýtin. Það er boðskapurinn. Enginn er eins og annar og þess vegna eigum við alltaf og ævinlega að sýna umburðarlyndi. Sá boðskapur er þó ekki rekinn ofan í kok á áhorfendum heldur verður hann til við umhugsun eftir á. Allur umbúnaður sýningarinnar var vel gerður, myndbönd Helenu Stefánsdóttur og Arnars Steins Friðbjarnarsonar sem bjuggu til og breyttu baksviði á augabragði voru fjölbreytt og skýr, búningar Evu Signýjar Berger vel valdir og tónlist Jónasar Sigurðssonar afar áheyrileg. Sýning fyrir öll hugsandi börn og aðstandendur þeirra.
Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms | RÚV
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag.
Steinunn hóf rithöfundaferilinn 19 ára gömul þegar ljóðabókin Sífellur kom út. Auk ljóðabóka hefur hún sent frá sér smásögur, skáldsögur, barnabók, viðtalsbók og leikrit bæði fyrir sjónvarp og útvarp. Steinunn hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1990 og fimm árum síðar féllu Íslensku bókmenntaverðlaunin henni í skaut fyrir skáldsöguna Hjartastað. Auk þess voru Síðasta orðið, Hugástir, Sólskinshestur, Góði elskhuginn og Jójó tilnefnd til sömu verðlauna. Tvær aðrar skáldsögur hennar, Hjartastaður og Tímaþjófurinn, voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu.
Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir meðal annars: „Hugmyndaauðgi Steinunnar og vald hennar á íslensku máli hefur löngum vakið aðdáun eða eins og Jón Hallur Stefánsson komst að orði í gagnrýni um ljóðabókina Kúaskít og norðurljós kann hún „þá list að láta óvænt orð á réttum stað uppljóma heilu kvæðin“. Það er mikil gáfa að búa yfir slíkum hæfileika. Fáir skrifa líka af jafnmiklu næmi um ástina og Steinunn en sömuleiðis hefur togstreitan í samskiptum kynjanna verið áleitin í verkum hennar“.
Kristján Guðjónsson um Framsóknarmanninn: Afhjúpar valdníðsluna
Þetta er ekki fyrsta verk Snorra sem mér finnst aðlaðandi en ég hef á sama tíma umtalsverðar efasemdir um. Ónotatilfinningin kemur fyrst og fremst vegna einhvers sem ég hef túlkað sem hálffasískan undirtón. „Einhvern veginn er ég að nota þeirra eigin vopn, þennan rasisma. Snúa þeirra rasisma upp á þá sjálfa,“ segir hann. Stundum finnst mér eins og að í verkin skorti djúpstæðari pólitíska greiningu, sem myndu gera þeim kleift að varpa ljósi á samfélagið, en með reiðina og ósvífnina að vopni einfaldi þau viðfangsefnið um of. Og sá sem einfaldar orð viðmælanda síns gerir ekki tilraun til að skilja hann. Ef við ætlum að búa í samfélagi verðum við að reyna að skilja hvert annað, skilja skoðanir hvert annars og ræða þær frekar en að smætta og ráðast á manninnn. Framsóknarmaðurinn er ekki tilraun til skilnings heldur stríðsyfirlýsing – ad hominem-árás á þá sem eru og hafa verið í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn, einhvers konar pólitískt þú-ert-bara-kúkalabbi!
Orð Snorra sjálfs ríma við þetta. Engin tilraun til greiningar, bara afdráttarlaus árás
Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |
Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag Ara Matthíasson sem þjóðleikhússtjóra til fimm ára, frá 1. janúar 2015.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ara Matthíasson í embætti þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2015. Við ákvörðunina var bæði tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur.
Ari Matthíasson hefur starfað við hlið fráfarandi þjóðleikhússtjóra, sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, frá árinu 2010. Hann hefur að baki leikaramenntun frá Leiklistarskóla Íslands og háskólamenntun á meistarastigi í rekstrarhagfræði (MBA) og hagfræði. Hann starfaði sem leikari og leikstjóri frá árinu 1991 og einnig við stefnumótun, markaðsmál og framkvæmdastjórn.
via Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |.
Yahya Hassan: „Haldið kjafti, svona upplifi ég þetta“ | Sirkústjaldið
Hann sagði einnig fríformið sem hann notar vera frelsandi bragarhátt og að hann brúki rím einungis þegar honum hugnast og aldrei út heilt ljóð. Hassan hafði lag á að snúa léttilega út úr spurningunum sem honum bárust, enda orðinn þreyttur á misgáfulegum túlkunum almennings á skáldskapi sínum. Viðbrögð hans vöktu þó gjarnan mikla kátínu áhorfenda sem voru auðheyranlega ekki mótfallnir óvæntum svörum. Þegar hann var inntur eftir hvert markmiðið verksins væri sagði hann að það væri einfaldlega að skrifa ljóð – sem hann vonaði þó að veittu lesendum góða lestrarreynslu. Hann sagði sköpunarferlið og lestrarferlið bæði gefandi iðjur.
via Yahya Hassan: „Haldið kjafti, svona upplifi ég þetta“ | Sirkústjaldið.
Framtíðarsýn útvarpsstjóra kynnt | RÚV
Við viljum vera virkur þátttakandi í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja og auka þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við viljum sinna menningu þjóðarinnar enn betur en gert hefur verið, í útvarpi, sjónvarpi og á vef. Við erum staðráðin í að efla innlenda dagskrárgerð. Sér í lagi þarf að bæta framboð á íslensku leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði nýjum kynslóðum Íslendinga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái. Einnig er nauðsynlegt að gera átak í varðveislu þjóðararfsins og miðlun hans úr gullkistu Ríkisútvarpins. Þar er samtímasaga Íslendinga skráð og að henni verður að hlúa. Við höfum þegar hafið undirbúning að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnum að auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins samhliða öflugri svæðismiðlun. Þannig styrkjum við hlutverk RÚV sem útvarp allra landsmanna.
„Grafalvarleg“ staða í kjaradeilu kennara | RÚV
Staðan í kjaradeilu Tónlistarskólakennara og sveitarfélaga er grafalvarleg segir Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni.
Félagsmenn í Félagi tónlistarskólakennara hafa nú verið í verkfalli í rúmar þrjár vikur. Samningafundi hjá ríkissáttasemjara var slitið á mánudag og nýr fundur hefur ekki verið boðaður.
Vísir – Formaður þjóðleikhúsráðs segir upp störfum
Ekkert liggur fyrir um ástæður þess að Ingimundur segir sig úr ráðinu, ekki hefur náðst í hann til að inna eftir því hvort hann sé ósáttur, þá með það hversu lengi hefur dregist að skipa Þjóðleikhússtjóra, hvort óánægja hans snúi að því hvern skal ráða og að ráðuneytið hafi þá ekki viljað taka tillit til […]
Druslubækur og doðrantar: Íslenski bókamarkaðurinn – ábati og umfang
Tölurnar tala sínu máli. Fram kemur að af 24 sérhæfðum bókaverslunum eru verslanir Pennans þrettán talsins. Annar áhugaverður punktur er að matvöruverslanir sem selja bækur eru fleiri en sérhæfðar bókaverslanir (25 á móti 24) og að 16 þessara matvöruverslana eru verslanir Haga eða Kaupáss. Verslun með bækur fer þar af leiðandi að stórum hluta fram utan sérhæfðra verslana. Söluprósentur bóka milli þessara ólíku tegunda verslana eru afar árstíðabundnar (sem kannski eru svosem engin ný sannindi) en matvöruverslanirnar eru með um 35% af sölu í mánuðunum fyrir jól en ekki nema um 5% á öðrum tímum ársins.
Talnaefnið verður ekki síður áhugavert þegar kemur að bókaútgefendunum sjálfum. En í svo gott sem öllum liðum þar trónir Forlagið á toppnum. Ekki bara að það tróni á toppnum heldur eru aðrir svo langt á eftir að það er eiginlega varla hægt að tala um „samkeppni“. Ef við tölum t.d. um heildartekjur bókaútgefenda árið 2011 (tafla 3) þá voru heildartekjur Forlagsins 1.246.765.268 íslenskar krónur. Það ár var Edda útgáfa með næsthæstu heildartekjurnar uppá 306.200.000. Ef eigið fé bókaútgefenda árið 2011 er skoðað þá er Forlagið enn á toppnum með 1.077.117.323 krónur og næsti á listanum BF-útgáfa með 21.800.633. Eigið fé Eddu útgáfu það árið var hinsvegar neikvætt um rúma 41 milljón króna.
via Druslubækur og doðrantar: Íslenski bókamarkaðurinn – ábati og umfang.
Friðrika Benónýs: Sprettur tónlist upp af sjálfri sér?
Á sama tíma og hótel-, bar- og veitingahúsarekendur telja aurana sem hátíðin færði þeim fréttist ekki bofs af stöðunni í verkfalli tónlistarkennara. „Ha? Eru þeir ekki bara í verkfalli, er nokkuð nýtt að gerast í því?“ segir fólk steinhissa þegar spurt er um stöðuna á verkfallsmálum. Það virðist varla nokkur maður, nema tónlistarkennarar sjálfir og nemendur þeirra, hafa nokkurn áhuga á því að það verkfall leysist. Eins og það sé alfarið einkamál þeirra sem það snertir beint. Ekkert sem skipti máli í stóra gróðasamhenginu.
Þórarinn Leifsson með tvennu « Forlagið – vefverslun
Á laugardaginn ætlar Þórarinn Leifsson að fagna útgáfu bókar sinnar Maðurinn sem hataði börn í Máli og Menningu á Laugavegi 18, kl 16.
Maðurinn sem hataði börn kom í allar betri bókabúðir fyrir nokkru síðan og hefur hlotið frábæra dóma hjá gagnrýnendum stórblaðanna. Því er fyllsta ástæða til að skála í útgáfuboðinu á laugardaginn. Það er höfundi mikil ánægja að blása til boðsins, loksins kominn heim í stutt stopp frá Berlín. Í tilefni dagsins verður bókin sérstöku kynningarverði og að sjálfsögðu verður hægt að fá áritun höfundar – sem er ólíkt félagslyndari en Maðurinn sem hataði börn.
Vídalín um Don Carlo: Opinmynntur af ánægju
heild verð ég að segja að fyrsta uppfærsla á Don Carlo á Íslandi er viss hápunktur í íslenskri óperusögu. Umfangsmesta verk Verdis hefur nú verið sett á svið hér og einskis annars að bíða en þess að fleiri stórvirki verði frumflutt hér á landi. Rýnir sat opinmynntur af ánægju allan tímann meðan á sýningu stóð og sæluhrollurinn hríslaðist um hann allan, og þrátt fyrir fáeina hnökra var sýningin sennilega eitt það allra áhrifaríkasta og besta sem rýnir hefur fengið að upplifa í íslenskum tónleikasal.
Beðið eftir ákvörðun Illuga | RÚV
Enn hefur ekki verið skipað í stöðu Þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út fyrsta september. Tíu sóttu um stöðuna, sem menntamálaráðherra skipar í til fimm ára frá fyrsta janúar á næsta ári.
Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu er Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra með öll gögn málsins og er beðið eftir því að hann taki ákvörðun.
Útgáfuhóf – Kátt skinn og gloría
Hjartanlega velkomin/n í fallega salinn í Mengi þar sem við fögnum útkomu ljóðabókarinnar Kátt skinn og gloría eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Ef þú ert á rölti um miðbæinn geturðu kíkt kæruleysislega við – eða lagt leið þína lóðbeint og einvörðungu á Óðinsgötu til þess að hlusta smá, súpa smá og tékka á bókinni á vinaverði. Teikningar […]
Kraftmikil skáldgerving – DV
Ég veit að þetta er leiðinleg athugasemd – flestir geta sjálfsagt skilið einstakling sem sér rautt og vill hefna fyrir ofbeldi í garð ástvinar – en sem einhvers konar heimspekileg kenning um hvað einstaklingnum ber að gera í slíkum aðstæðum þá er hún auðvitað óæskileg og ber alltaf að kveða hana í kútinn. Ríkisvaldið hefur einkarétt á að beita ofbeldi og nauðung í vissum kringumstæðum og það er sjálfsagt best að opna ekki á möguleika einstaklinga til að taka réttlætið í sínar hendur.
Snæbjörn Brynjarsson: Móðgum framsóknarmann
Að mínu mati ber listamönnum ekki skylda til að fjalla um samfélag sitt eða yfirhöfuð berjast gegn óréttlæti frekar en annað fólk. Listamenn ættu að fjalla um það sem liggur þeim á hjarta, fara þangað sem listræn vinna þeirra leiðir þau, hver sem útkoman verður. En við verðum að standa vörð um frelsi fólks til að skapa list og ef við viljum búa í raunverulegu lýðræði eigum við að sýna samstöðu gegn hvers kyns ritskoðun.
Þess vegna skrifa ég í dag: stöndum saman og móðgum framsóknarmann.
Málfundur um kynblint hlutverkaval
Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói.
Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18.
Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag.
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Kristín og Þórarinn
Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.
Fimmtudaginn 13. nóvember mæta þau Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Leifsson, lesa upp og svara spurningum Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur bókmenntafræðings um nýútkomnar bækur sínar. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.
Málþing um Tove Jansson 9. nóv. kl. 13-15
Málþing um finnska rithöfundinn Tove Jansson í Norræna húsinu sunnudaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00. Málþingið markar opnun Norrænu bókasafnavikunnar 10.-16. nóvember 2014. Dagskrá: Opnun Norrænu bókasafnavikunnar og tröllateikning Brian Pilkington kynnt. Stefán Pálsson veltir fyrir sér hverjar séu flottustu sögurpersónurnar í Múmíndal. Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um Tove sem myndlistarmann. Salka Guðmundsdóttir fjallar um skáldverk sem […]
Heimurinn í hnotskurn
Eru þá allar hörmungar heimsins karlmönnum að kenna? „Ja, Gemma kennir gagnkynhneigðum karlmönnum um allar ófarir heimsins og talar um þá sem eyðileggjendur og nauðgara. Og það er auðvitað skelfilegt að nauðganir séu notaðar sem stríðstæki beinlínis. Ég las einu sinni viðtal við afríska konu sem lýsti löngum og erfiðum vinnudegi kvennanna í þorpinu, sem um leið og þær unnu öll störfin voru í stöðugri hættu að vera nauðgað, á meðan karlarnir sátu heima og töluðu um stjórnmál og hefndir. Er það kannski heimurinn í hnotskurn?“
Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Friðrikku Benónýs via Vísir – Konur eru svo svakalega mikið upp á karlhöndina.
Vísir – Ég er tónlistarkennari i verkfalli
Síðan hló bara kæri borgarstjóri 4. nóvember 2014 og gantaðist þegar við sungum fyrir hann og afhentum ályktun! Gantaðist með okkar lifibrauð! Og margir aðrir ráðamenn sýna málinu engan skilning. Ég á varla heila sokka. Og það er spurning um hvort að ég eigi salt í grautinn um jólin.
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Ófeigur og Heiðrún
Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.
Fimmtudaginn 6. nóvember mæta þau Ófeigur Sigurðsson og Heiðrún Ólafsdóttir, lesa upp og svara spurningum Páls Valssonar um bækur sínar, Öræfi og Leið. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.
Allt of margar bækur koma út | RÚV
Hið árlega jólabókaflóð er skollið á með fullum þunga en á þessum vikum kemur út langstærstur hluti bóka á Íslandi.
Kristján Freyr Halldórsson, bóksali í Máli og menningu við Laugaveg, sem segir að allt of mikið komi út af bókum hér á landi sem valdi því að höfundaverkið sé í drullupolli.
Alma Mjöll: Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann
„Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún.
Alma Mjöll Ólafsdóttir ræðir við Þórð Inga Jónsson via Vísir – Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann.
Hermann Stefánsson: Að reikna sig til helvítis
Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína.
Einar Örn: „Ég sakna ekki geisladisksins“
Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður, sem fenginn var upp á svið úr áhorfendasal um miðjan fund, sagðist hinsvegar vera mjög hrifinn af síðum á borð við Spotify og nýjum tækifærum sem netvæðing tónlistar bjóði upp á.
„Ég sakna ekki geisladisksins,“ sagði Einar Örn. „Ég elska Spotify. Ég er með það í rassvasanum og ég get spilað fyrir ykkur Ghostdigital hvenær sem er. Ég fæ kannski bara 0,006 sent fyrir en fjandakornið, ég fæ það. Og ég fæ það oft,“ sagði fyrrverandi Sykurmolinn og uppskar hlátur viðstaddra.
Þá taldi Einar upp nokkra þá möguleika netsins sem tónlistarmenn geta nú nýtt sér til að afla tekna á annan hátt.
via Vísir – Rætt um fjármál í íslenskri tónlist: „Ég sakna ekki geisladisksins“.
Lautarferð á Golgota hæð | REYKVÉLIN
Fyrir nokkrum mánuðum síðan neyddust skipuleggjendur leiklistarhátíðarinnar Malta Festival til að aflýsa sýningu á Golgota Picnic. Verkið er eftir argentínska leikskáldið Rodrigo García og byggir á ævi Jesú Krists. Ástæðan var hörð gagnrýni kaþólsku kirkjunnar, ofbeldishótanir öfgahópa og sinnuleysi lögreglunnar. Hefði um íslamska þjóð og öfgahópa verið að ræða hefði málið vafalaust ratað í fréttir hérlendis, þó ekki væri nema sem lítil grein inn á visi.is eða í eitthvað af nafnlausu ritstjórnarbloggum Davíðs Oddssonar á Mogganum, en þar sem um kristið öfgafólk var að ræða vakti það lítinn áhuga hérlendis og alþjóðlega.
Snæbjörn Brynjarsson skrifar via Lautarferð á Golgota hæð | REYKVÉLIN.
Hagræn áhrif ritlistar 8. nóvember
Dr. Ágúst Einarsson flytur erindi um niðurstöður rannsókna sinna á íslenskum bókamarkaði sem birtar eru í nýútkominni bók hans, Hagræn áhrif ritlistar. Í skrifum sínum leggur Ágúst fram 10 stefnumarkandi aðgerðir til að efla ritlist hérlendis. Þar nefnir hann meðal annars tillögu sína um niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur, tímarit og blöð frá ársbyrjun 2016. Einnig aukin framlög til Bókasafnssjóðs og bókasafna, langtímaáætlun um eflingu lesskilnings og hvernig efla megi námsbókaútgáfu á íslensku.
Feður og sonur : TMM
Þetta er alveg þvottekta farsi sem gerist í rauntíma, það sjáum við á veggklukkunni, og keyrir áfram lygaflækjurnar sem Jón Borgar spinnur upp eins og besti spennusagnahöfundur. Hraðinn varð ótrúlegur, bæði í máli og hreyfingum (út og inn um fernar dyr og tvo glugga!) og þar reynir auðvitað fyrst og fremst á leikarana. Og þeir voru hver öðrum betri.
via Feður og sonur : TMM.
Kristín Svava: Einar Ben og litlu málleysingjarnir
Semsagt: íslenskir unglingar eru í rauninni móðurmálslausir, en babbla eitthvað sín á milli á samskiptamiðlunum. Til þess að snúa við þeirri ógæfulegu þróun er best að láta unglingana lesa EINAR BEN. Í viðtalinu kom raunar einnig fram að með þessu verði unglingarnir ekki einungis kynntir fyrir alvöru íslensku heldur verði einnig stuðlað að varðveislu menningararfsins – Einar er greinilega til margra hluta nytsamlegur.
Ekki veit ég hver mun þjást mest í þessu samhengi, unglingarnir, Einar eða ljóðlistin.
via Druslubækur og doðrantar: Einar Ben og litlu málleysingjarnir.
Rýni: Fyrirlestur í uppnámi!
Ray Cooney (1932-) er breskur gamanleikjahöfundur. Hann var leikari sjálfur áður en hann hóf feril sinn sem leikritahöfundur árið 1946 og þykir hafa mjög gott auga fyrir hinu sjónræna og sviðsvinnunni. Hann hefur með réttu verið gagnrýndur fyrir að vera karlrembusvín, gamaldags, léttdónalegur, léttvægur en hann nýtur samt viðurkenningar fyrir að hafa auga fyrir fjölda hliðarsagna og hröðum skiptingum sem er aðalsmerki gamanleikjahöfunda.
Ekkert uppgjör við stríðið, segir Murakami – DV
„Eftir stríðið var komist að þeirri niðurstöðu að enginn hefði gert neitt rangt,” segir japanski rithöfundurinn Haruki Murakami í viðtali við dagblaðið Mainichi Shimbun þar sem hann gagnrýnir Japani fyrir að víkjast undan ábyrgð á stríðsglæpum seinni heimsstyrjaldar. „Enginn hefur axlað ábyrgð á stríðinu sem lauk árið 1945 eða slysinu í Fúkúsjíma árið 2011.”
Opinberun unglingsstúlku
Hvað verður um ofurvenjulega íslenska fjölskyldu í smábæ þegar þrettán ára unglingsdóttir ekki einungis frelsast til trúar á Jesú Krist heldur segir blákalt frá því að hún hafi séð hann í eigin persónu og gengið með honum um erlenda borg dagspart á meðan fjölskyldan taldi hana týnda og leitaði hennar í ofboði? Þetta er spurningin sem blasir við í upphafi Englaryks, nýrrar skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Þeirri spurningu verður ekki svarað á einfaldan hátt eða í einni svipan og málið vandast enn þegar barnið fer að útdeila gæsku sinni í þorpinu, meðal annars til fyllibyttu bæjarins og álappalegs unglingspilts sem henni virðist kynsveltur og útundan.
Ragnar Kjartansson: Skál fyrir myndlistinni
Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d’artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.
VÍB-fundur um gróða og tónlist
VÍB og Harmageddon á X977 halda fund um fjármál í íslenskri tónlist.
Rætt verðum um þá fjárfestingu sem felst í að koma íslensku tónlistarfólki á framfæri erlendis og hver greiði fyrir slíkt. Einnig verður farið yfir tekjur í tónlistarheiminum í dag og þá breytingu sem orðið hefur á undanförnum árum. Hvaðan koma tekjurnar og hverjir fá þær?