Opinberun unglingsstúlku

Hvað verður um ofurvenjulega íslenska fjölskyldu í smábæ þegar þrettán ára unglingsdóttir ekki einungis frelsast til trúar á Jesú Krist heldur segir blákalt frá því að hún hafi séð hann í eigin persónu og gengið með honum um erlenda borg dagspart á meðan fjölskyldan taldi hana týnda og leitaði hennar í ofboði? Þetta er spurningin sem blasir við í upphafi Englaryks, nýrrar skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Þeirri spurningu verður ekki svarað á einfaldan hátt eða í einni svipan og málið vandast enn þegar barnið fer að útdeila gæsku sinni í þorpinu, meðal annars til fyllibyttu bæjarins og álappalegs unglingspilts sem henni virðist kynsveltur og útundan.

via Vísir – Opinberun unglingsstúlku.