Beðið eftir ákvörðun Illuga | RÚV

Enn hefur ekki verið skipað í stöðu Þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út fyrsta september. Tíu sóttu um stöðuna, sem menntamálaráðherra skipar í til fimm ára frá fyrsta janúar á næsta ári.

Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu er Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra með öll gögn málsins og er beðið eftir því að hann taki ákvörðun.

via Beðið eftir ákvörðun Illuga | RÚV.