Málfundur um kynblint hlutverkaval

Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói.

Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18.

Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag.

via Vísir – Málfundur um kynblint hlutverkaval.