Heimurinn í hnotskurn

Eru þá allar hörmungar heimsins karlmönnum að kenna? „Ja, Gemma kennir gagnkynhneigðum karlmönnum um allar ófarir heimsins og talar um þá sem eyðileggjendur og nauðgara. Og það er auðvitað skelfilegt að nauðganir séu notaðar sem stríðstæki beinlínis. Ég las einu sinni viðtal við afríska konu sem lýsti löngum og erfiðum vinnudegi kvennanna í þorpinu, sem um leið og þær unnu öll störfin voru í stöðugri hættu að vera nauðgað, á meðan karlarnir sátu heima og töluðu um stjórnmál og hefndir. Er það kannski heimurinn í hnotskurn?“

Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Friðrikku Benónýs via Vísir – Konur eru svo svakalega mikið upp á karlhöndina.