„Grafalvarleg“ staða í kjaradeilu kennara | RÚV

Staðan í kjaradeilu Tónlistarskólakennara og sveitarfélaga er grafalvarleg segir Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni.

Félagsmenn í Félagi tónlistarskólakennara hafa nú verið í verkfalli í rúmar þrjár vikur. Samningafundi hjá ríkissáttasemjara var slitið á mánudag og nýr fundur hefur ekki verið boðaður.

via „Grafalvarleg“ staða í kjaradeilu kennara | RÚV.