Smalar, shamanar og óargadýr: Dagur 2 á Reykjavík Dance Festival

– Lítil stelpa með gullhjarta deyr við það að verða stelpa og upprunalegi afríkudansinn vinnur ballettinn.   Solid Gold Ég varð strax spennt fyrir sýningunni þegar ég vissi að annar dansarinn væri frá Kongó. Þetta yrði þá alvöru dans! Leikmyndin var engin og áhorfendur voru beðnir um að slökkva á farsímum því það væru nemar […]

Morð í skugga Laxness – Um síðbúna rannsókn á endurupptöku á máli Jóns Hreggviðssonar

Það er hægt að ræða fram og aftur um Halldór Kiljan Laxness og fá fram nokkuð heilsteypta mynd af honum og störfum hans án þess að minnast einu orði á Íslandsklukkuna eða Jón Hreggviðsson. En Jón Hreggviðsson á sér hinsvegar varla sjálfstæða tilvist. Um hann verður ekki rætt án þess að Laxness komi þar einhversstaðar […]

Í ástinni skal teflt til sigurs

Um Ástarmeistarann eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur

Er þá ekki best að láta það eiga sig að fikta í tökkunum? spyr maður sig. Nei, ég held maður eigi að fikta en fara samt varlega. Maður verður að hreinsa út. Því sársaukinn verður eftir í heiminum þegar maður deyr, hann hverfur ekki með manni, hann situr eftir í jörðinni, hann sogast upp í […]

Taumhald á þegnum: Um Lengist í taumnum eftir Snorra Pál

Lengist í taumnum er fyrsta ljóðabók Snorra Páls en hann hefur áður kveðið sér hljóðs sem greina og pistlahöfundur, ástundað aðgerðir ýmiskonar, framið gjörninga meðal annars með Steinunni Gunnlaugsdóttur myndlistamanni. Útgáfan er að mér skilst síðasti hlekkurinn (enn að minnsta kosti) í halarófu verka þeirra tveggja undir titlinum Ef til vill sek. Snorri gefur bókina […]

Í borg varga og sorgar

„Trúður spúði eldi annar keyrði sverð…“ Á ferli hvers höfundar verða vörður og óhætt er að segja að með Blóðhófni (2010) hafi Gerður Kristný slegið nýjan tón í höfundarverk sitt með rammgerðri, háskalegri og rorrandi fornri ljóðsögu – sem að auki naut gríðarlegra vinsælda. Tveimur árum seinna kom út Strandir sem var í ætt við […]

Geðveikt fólk til forna

Um Ofsa í Þjóðleikhúsinu

Í fjölmörg ár hefur það tíðkast að sviðsetja bækur. Fyrst og fremst hafa stofnanaleikhúsin verið dugleg við þetta. Líklega vegna þess að slíkar sýningar eiga það til að verða vinsælar. Yfirleitt verður þetta hálf vandræðalegt alltsaman . Til verða einhverskonar copy/paste handrit þar sem leitast er við að fylgja atburðarásinni út í ystu æsar. En það er sama hversu mikið reynt er, bókin verður alltaf betri. Ofsi í í uppsetningu Aldrei óstelandi er vissulega upp úr bók. Samnefndri bók Einars Kárasonar sem hann fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir. En í þessari uppfærslu er bókin ekki aðalatriðið. Þetta er ekki sviðsetning – heldur sjálfstætt verk.

Reykjavík Dance Festival – Dagur 1

Mikið er ég ánægður með þetta nýja fyrirkomulag á RDF. Hátíðin hefur verið einn af hápunktum íslensks menningarlífs undanfarin ár að mínu mati. Ég er ekki alveg hlutlaus en ég ætla heldur ekkert að reyna að vera það. Fyrir þá sem ekki vita hefur einni hátíð, sem oftast var haldin í lok sumars, verið bútuð […]

Hér hefur lífið staðnæmst

Um Út í vitann eftir Virginiu Woolf í þýðingu Herdísar Hreiðarsdóttur

Tíminn stöðvast aldrei heldur líður hann, hvað sem það þýðir. Oft er um tímann notuð sú rýmislíking að hann sé eins og fljót sem beri okkur áfram. Við höfum nokkra stjórn en straumurinn er kraftmikill og auk þess fullur leyndardóma. Vitundin streymir því með; eða vitundirnar réttara sagt. Við öll saman að streyma, stundum afar nálægt […]

Við svofelld annarleg orð

Um bókina Fjögur skáld – upphaf nútímaljóðlistar á íslensku eftir Þorstein Þorsteinsson

Nýtt rit um nútímaljóðlist eftir Þorstein Þorsteinsson sætir óneitanlega tíðindum og er fagnaðarefni af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Sú fyrri er að síðast þegar hann sendi frá sér bók var það jú Ljóðhús, stórt og mikið verk um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita árið 2007 og hlýtur einfaldlega að […]

„Frekar áhugavert“: Um Lýðveldi Kviss Búmm Bang í Riga

Performans-námskeiðs-verkið Republic, eftir Kviss Búmm Bang, var hluti af seríunni The splendor and misery in the Schengen zone, sem var eitt margra verkefna í tengslum við Riga sem eina af menningarborgum Evrópu árið 2014. Hugmyndin að baki verkinu er einföld – Þrjú kvöld í röð er skapað nýtt ríki. Fyrst afsala allir þátttakendur verksins (og þar […]

Raunveruleg fantasía eða bara skrambi góð bók

Um Öræfi, eftir Ófeig Sigurðsson

Það hefir löngum talist slæm latína að blanda sjálfum sér inn í ritrýni. Samt sem áður ætlar undirritaður að gerast sekur um það hér og nú. Árið 2005 fékk hann það verkefni að fjalla um skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Áferð, fyrir miðil sem um þessar mundir er oft og tíðum spyrtur saman við fyrrverandi forsætisráðherra og […]

Alsæla, grimmd og forvitni

Um Lolitu Nabokovs

Í Lolitu, sem er nýkomin út hjá Dimmu í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar, kynnumst við frægasta sköpunarverki Nabokovs og jafnframt einu alræmdasta illmenni bókmenntasögunnar, Humbert Humbert. Þrátt fyrir að vera óafsakanlegur barnaníðingur er hann mjög óhefðbundið illmenni. Hann er evrópskur herramaður, fræðimaður, ljóðskáld og fagurkeri sem hefur djúpa og mikla þekkingu á listum og bókmenntum […]

Fremjendur og njótendur mætast

Um Strengi Vinnslunnar

Listahópurinn Vinnslan samanstendur þegar hér er komið sögu af Völu Ómarsdóttur, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Bigga Hilmars, Maríu Kjartans, Arnari Ingvarssyni og Starra Haukssyni. Hópurinn kom fyrst fram þegar hann hélt Vinnslu #1 í Norðurpólnum í maí árið 2012. Þar ægði saman ýmsum listgreinum í krókum og kimum byggingarinnar og gengið var út […]

Ein-saga af einlægni sögð

- um Veraldarsögu mína, ævisögu hugmynda eftir Pétur Gunnarsson

Skáld og rithöfundar, listamenn og konur ganga að jafnaði með einhverskonar hugmynd um sig (rétt eins og aðrar opinberar persónur) og leggja margir nokkuð á sig við að skapa ímynd sína með verkum sínum eða gjörningum. Pétur Gunnarsson er íslenskum bókmenntaunnendum löngu kunnur og vinsældir verka hans nokkuð stöðugar að því að manni virðist. Pétur […]

Allt breytist þegar horft er á það

Um kvikmyndina Salóme

Það er flókið að skrifa um myndina Salóme. Hún sýnir frá byrjun að hún ætlar sér ekki að fylgja hefðbundnum reglum kvikmyndagerðar, gefur lítið fyrir formúlur Hollywood og reglur um uppbyggingu. Í staðinn býr hún til lifandi málverk, stillir viðfangi sínu upp og myndar það við að mótmæla uppstillingunni, gerir sífellt spurningamerki við eigið form […]

Flosmjúkt og nístingskalt: Um Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur

Velúr er „flosofið efni, heldur grófgerðara og með þykkari loðnu en flauel,“ samkvæmt orðabókarskýringu á uppábroti bókarkápu annarrar ljóðabókar Þórdísar Gísladóttur. Auk hinnar fyrri, Leyndarmál annarra (2010), hefur Þórdís skrifað tvær glimrandi góðar barnabækur um skötuhjúin Randalín og Munda. Velúr. Mjúkt, hlýtt, kveikir tengingar við munúð og nautnir. Ljóðin hafa mjúka áferð á yfirborðinu, en […]

23 kenningar um Yahya Hassan

Síðasta vor fékk danska bókmenntatímaritið Kritik fjögur skáld til að rýna í bókina Yahya Hassan eftir Yahya Hassan, sem er nýkomin út á íslensku. Skáldin voru Ulf Karl Olov Nilsson, Athena Farrokhzad, Pedro Carmona-Alvarez og Eiríkur Örn Norðdahl. Dómur þess síðastnefnda, sem er einnig ritstjóri Starafugls, birtist hér einsog hann var prentaður, á ensku. Annar dómur – „frumsaminn á íslensku“ – mun birtast þegar líður á jólabókaflóðið.

Airwavesdagbók: Miðvikudagur

„Djöfull hata ég dyraverði!“ Tvær stúlkur í yngri djamm-kantinum arka á móti mér við hafnarbakkann. Ég kem því ekki fyrir mig hvort það er vindurinn eða Bakkus sem stýrir göngulaginu. „Nei nú gleymum við þessu og fáum okkur hvítvín!“ Klukkan er hálftólf á miðvikudegi og ég, sem er dottin út úr íslensku tónlistarlífi og nýt […]

Kjánar á jaðrinum

Um Krummafót og Kisuna Leonardó

Mikil gróska er í ljóðabókaflórunni um þessar mundir en þó ekki þannig að á því beri hjá stóru forlögunum. Úr ranni ritlistardeildar Háskólans rennur nokkuð af ferskvatni í fljótið mikla sem flæðir yfir bakka sína fyrir þessi jól eins og önnur. Ekki er mikið um bækur skálda sem hafa markað sér sess í ljóðadeildinni en […]

Að vera dansinn sjálfur

- Umfjöllun um dansverkin EMOTIONAL og MEADOW

Það var táknrænt að meira en helmingur dansarana hafi setið eins og áhorfendur í seinni hluta verksins Emotional og fylgst með sólói Brian Gerke þar sem hann afhjúpar sig gjörsamlega. Þetta sama kvöld var Brian einmitt að frumsýna verk eftir sjálfan sig. Sem var fyrra verk kvöldsins, Meadow.

Ég skrifa þess vegna er ég – um Bréfabók eftir Mikhaíl Shíshkín

Í Bréfabók eftir Míkhaíl Shíshkín (sem er nýkomin út hjá Bjarti í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur) lesum við bréfaskipti Volodenka, hermanns sem berst í fjarlægu stríði, og Sashenka, elskhuga hans sem er heima fyrir. Bókin byrjar á hefðbundin hátt, bréfaskipti þeirra samanstanda mestmegnis af endurminningum og ástarjátningum ásamt ýmsum vangaveltum um heimspeki og vísindi. Fljótlega áttar […]

Óuppfyllt fyrirheit: Um Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Í Englaryki fjallar Guðrún Eva um fjölskyldusamskipti og það að stíga yfir þröskuldinn sem aðskilur bernsku og fullorðinsár. Fimm manna fjölskylda fer í meðferð hjá geðlækni en það er ekki týpískt vandamál sem er að hrjá þau.Unglingsdóttirin Alma fékk vitrun frá Kristi í sumarfríi fjölskyldunnar á Spáni og er orðin heittrúuð í framhaldinu. Eftir vitrunina […]

Æskuteit og hjartaheit, hökufeit og undir bláhimni

Um Vitstola konur í gylltum kerrum eftir Arngrím Vídalín

Þetta smágerða kver Arngríms Vídalín, er freistandi að afgreiða sem bókmenntabrandara, ef „afgreiða“ er rétta orðið. Sem það er ekki, því bæði er aldrei komið nóg af bröndurum og svo er þetta ágætis brandari. Byrjum aftur. Það er freistandi að njóta hins smágerða kvers Arngríms Vídalín, Vitstola konur í gylltum kerrum, sem bókmenntabrandara. Og fyllsta […]

Áfengislegin ástarsaga og helvítis fokking fokk

Um Stundarfró eftir Orra Harðarson

Eigi þarf almenn söguvitund að vera rík til að vita að íslenskt samfélag tekur stakkaskiptum á 20. öld. Máski má ganga svo langt að segja: „Það veit hver hálfvita mannskepna, eða ætti að vita.“ Eins ætti lýðnum ljóst að vera að margur sá er státar af íslensku vegabréfi glímir, eða hefir glímt, við áfengissýki. Hefir og Bakkus drukkið mýmargan mörlandann undir borðið eða þá í kistuna. Oft og tíðum fyrir aldur fram.

Ekki er allt sem sýnist: Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson

Þórarinn Leifsson hefur svo sannarlega tekið fyrir skelfileg og ævintýraleg viðfangsefni í bókum sínum. Nýjasta verk Þórarins nefnist Maðurinn sem hataði börn og þar eru það drengjamorð sem koma af stað framvindu verksins. Líkamspartar drengs finnast í nýopnaðri matvöruverslun og þessir atburðir skelfa aðalpersónuna, 12 ára strákinn Sylvek. Hann tekur í framhaldinu að sér rannsókn […]

72: Purple Rain með Prince

Purple Rain hefst á eins konar predikun sem bráðnar út í eitíssmellinn Let’s Go Crazy – svo allt verður eitt, einsog í babtistakirkjum bandaríkjanna (eða réttara sagt, einsog þær kirkjur koma manni fyrir sjónir í bíómyndum), sviti, stuð, trú, harmur heimsins og líbídó: Dearly beloved, we have gathered here today To get through this thing called […]

73: Back in Black með AC/DC

AC/DC er harðvíruð í sálina á mér. Ég veit ekki hvort það er nokkuð sem ég get að því gert. Þegar ég var svona átta-níu ára var sýnd auglýsing í sjónvarpinu – það var verið að auglýsa Bylgjuna – með upphafstónunum úr You Shook Me All Night Long. Ég man ekki hvað gerðist – það var áreiðanlega […]

74: Otis Blue með Otis Redding

Í rokkplötusafninu hans pabba voru Otis Redding, Wilson Pickett, Aretha Franklin og Ray Charles saman á tvöfaldri plötu. Gott ef Otis og Wilson voru ekki á sitthvorri hliðinni á einni. Ég er meiri Wilson maður, þótt ég kunni líka ágætlega við Otis. En það er kaldhæðnislegt að á Otis Blue séu áhugaverðustu lögin annars vegar […]

75: II með Led Zeppelin

Ég held ég kunni öll lögin á þessari plötu á gítar. Eða hafi a.m.k. kunnað þau þegar ég var 19 ára. Allavega mörg. Kannski er það munurinn á Jimmy Page og Jimi Hendrix – með fullri virðingu fyrir þeim fyrrnefnda, sem er einn af allra bestu riffsmiðum 20. aldarinnar: Maður getur hermt eftir Jimmy Page. Endorfínskt […]

79: Star Time með James Brown

Yfirleitt næ ég ekki að klára heila plötu á hlaupunum – ekki nema platan sé óvenju stutt eða ég hlaupi óvenju langt. Flestar plötur fara yfir 40 mínútna múrinn og ég hleyp yfirleitt 30-40 mínútur. Þá hlusta ég á restina á meðan ég teygi mig og læt plötuna kannski ganga líka þegar ég kem úr […]

80: Odessey & Oracle með The Zombies

„Changes“ með sixtísbandinu The Zombies er eitt af þessum lögum sem ég man ekki hvernig enduðu á tölvunni minni. Kannski var það á einhverjum safndiski. Kannski halaði ég því niður af einhverri heimasíðu. Mig rekur óljóst minni til að hafa kannski fundið það á bloggi Dr. Gunna en það er sem sagt mjög óljóst. Fínt […]

81: Graceland með Paul Simon

Ég tengi sólóferil Pauls Simon allan við einhvers konar menningarstuld 1. Einsog hann hafi farið ránshendi um afrískan og afrísk-amerískan menningarheim. Sem hann auðvitað gerði. En það er líka ósanngjarnt – þetta er góð tónlist, frábær tónlist á köflum. Bræðingur á Paul Simon og suður-afrískri þjóðlagatónlist. Mér finnst leiðinlegt að vera fúll yfir þessu. Titillagið […]

Óbragð og magaverkur

White Europe - Dómur um sviðslistahátíð

Við erum stödd á gömlu lestarstöðinni. Yfirgefna kumbaldanum í Savonlinna sem einu sinni var lestarstöð en hefur verið látin grotna niður frá því nýja lestarstöðin var vígð fyrir nokkrum árum. Við erum stödd á gömlu lestarstöðinni í eigu bæjarverktakans sem vonast til að fá að rífa og byggja nýtt þegar byggingin verður orðin nógu sjúskuð […]

76: Imagine með John Lennon

Imagine er ekki á Spotify. Ég get ekki sagt að það hafi gert mig mjög leiðan. Þetta er ekki alveg sá Lennon sem ég hef í uppáhaldi á tyllidögum. Ekki það ég sé í kórnum sem telur Yoko Ono hafa skemmt hann – nema að svo miklu leyti sem þau skemmdu hvort annað. Grapefruit Yoko […]

RIFF: Boyhood

Sú mynd sem mig langaði mest að sjá á RIFF að þessu sinni var Ungdómur (Boyhood) eftir leikstjórann Robert Linklater, höfund þrenningarinnar góðu, Before Sunrise, Before Sunset og Before Midnight. Ég var einnig mjög hrifinn af fyrstu myndum Linklaters, Slacker, sem fjallar um nokkra dásamlega stefnulausa slæpingja í Austin, Texs, og svo Dazed and Confused, […]

RIFF: Úr franskri sveit á kanadíska geðheilbrigðisstofnun

Litli Quinquin: Grín, grimmd og rasismi í franskri sveit Franska fjögurra þátta sjónvarpssyrpan Litli Quinquin er með því allra einkennilegasta sem ég hef séð í bíó, samtals rúmir þrír klukkutímar af óútskýrðri grimmd, súrrealískum furðulegheitum, skrítnum frönskum hreim og hrottafengnum morðum. Sagan hefst á því að fjórir litlir ólátabelgir, þar á meðal Quinquin litli, elta […]

Til minningar um Mary

Eftirágagnrýni um Mary Poppins

„En oftast langaði mig þó aðallega til að hengja mig, því að allur hversdagslegur raunveruleiki minn einkenndist af andleysi. Ég og ófáir aðrir vorum búin að missa trúna á samfélaginu. Fólk var ekki einu sinni sérstaklega reitt lengur. Það er erfitt að eiga auka orku í að vera reiður þegar maður vinnur að lágmarki ellefu […]

77: The Clash með The Clash

Ég er á bókamessu í Gautaborg, á fínu þriggja turna fjögurra stjörnu hóteli hinumegin við götuna frá tívolíinu Liseberg í hverfi þar sem er varla hægt að fá matarbita fyrir minna en 180 SEK (3000 kall – matur á veitingastöðum í Svíþjóð er almennt miklu ódýrari en á Íslandi). Morgunverðurinn er dásamlegur – ég missti af honum […]

FM Belfast: Vestrænt búddískt algleymi

Tónleikarýni

Græn og rauð blikkandi ljós, líkamspartar að skella á líkamspörtum, hárið gegndrepa af svita og óstjórnleg gleði. FM Belfast á sviðinu. Þegar allt er búið hefur inngöngustimpillinn máðst af í hamaganginum og vasarnir eru blautir. Þetta var stuð. Mesta stuðið sem ég hef upplifað í þessu rými að minnsta kosti. Þetta var á Húrra sem […]

78: Harvest með Neil Young

Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að Neil Young hafi tekið upp þessa plötu í bakspelkum eftir mótorhjólaslys, útúrdópaður á verkjalyfjum, hallandi sér upp að magnaranum með lokuð augun og beðið þess að þetta helvíti væri búið og hann gæti snúið sér að batanum. Þessu get ég áreiðanlega slegið upp. Augnablik. Nei. Ég […]