Þegar samkynhneigður marxisti sýndi mynd um Jesús sem byltingarleiðtoga í Notre Dame kirkjunni: The Gospel According to St. Matthew (1964)

Það verður að segjast eins og er: Pier Paolo Pasolini er alveg með áhugaverðari listamönnum. Við erum að tala um rithöfund, ljóðskáld, leikstjóra, marxista og pólitískan aktívista sem endaði lífið með morð mysteríu sem enn er hitamál þar sem alls konar samsæriskenningar og ásakanir er verið að setja á borð og skeggræða. Marxisti sem fordæmdi […]

Segðu ekki nei, segðu … nei, ég meina, segðu bara nei

Um kvikmyndina Lof mér að falla

Ég er klofinn í afstöðu minni. Nýjasta kvikmynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar Lof mér að falla gerir eitthvað mjög rétt. Hún snertir við fólki og sendir það grátandi út í nóttina; hún sýnir smælingjum heimsins samúð og segir mikilvægar sögur þeirra; hún er falleg, meira að segja þegar hún er ljót; hún ertir […]

Draugaþræðir snilligáfunnar

„En stjarna myndarinnar, eins og alltaf í myndum Paul Thomas Anderson, er leikstjórinn og handritshöfundurinn sjálfur,“ sagði Dan Webster kollegi minn alveg kaldhæðnislaust um myndina Phantom Thread. Án þess að átta sig á að myndin er fyrst og fremst að henda gaman að þessari skrítnu hugmynd okkar um snillinginn – og það gerir gamanið bara […]

Hamfaralist í herberginu

Um kvikmyndina The Disaster Artist

The Disaster Artist fjallar um fæðingu og örlög einhverrar hræðilegustu leiknu bíómyndar í Bandaríkjunum undanfarna áratugi; The Room. The Room er svo fullkomlega  léleg að maður spyr sig á ákveðnum tímapunkti hvort hér sé hreinlega listamaður á ferð, eins konar Mr Brainwash kvikmyndaheimsins (Exit through the Gift Shop), The Room  fer eiginlega í hring og […]

Límonaði er ljóðaverk – drottningin Bey hefur talað

Allt frá árinu 1981 hefur meðvitund mín verið sósuð í tónlist, til að byrja með í syntapoppinu frá Ultravox og Human Leage, síðar í poppmaukinu frá Rick Astley og álíka Stock/Aitken/Waterman-verksmiðjum og enn síðar í tilfinningaþrungnu nýbylgjunni frá Depeche Mode og The Cure. Síðar tók við slatti af pönki, enn síðar djass, klassík og nýklassík. […]

Áferðin yfirbugar innihaldið

Um heimildamyndina Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson

Er hann með GSM? hrópar drukkin stelpa að samferðarfólki sínu á mannfáum götum Blönduósar undir hábjartan sumarmorgun. Til bæjarins eru mættir nokkrir aðkomumenn af mölinni, íklæddir hallærislegum lopapeysum, vopnaðir tækjum og tólum til upptöku myndar og hljóðs; og þeir segjast vera að gera heimildamynd um þá iðju fólks að safnast saman á tilteknum stað, sýna […]

Besta kvikmynd Orson Welles (er ekki Citizen Kane)

Chimes at Midnight: Criterion Collection

Vert er að vekja athygli kvikmyndaunnenda á nýútkominni endurbættri útgáfu á vanmetnu og hálfgleymdu meistaraverki frá ekki minni manni en Orson Welles. Fagfólkið hjá The Criterion Collection gáfu nýlega út Chimes at Midnight frá 1965. Ég er búinn að bíða nokkuð lengi eftir þessu og hafði aldrei botnað í því hvers vegna ekki var búið […]

Ertu matur eða kynlíf, mannætumódel eða Wendígó?

Ég biðst afsökunar fyrirfram. Í þessari grein mun ég fara ansi nákvæmlega í söguþráð nýjustu kvikmyndar Nicolas winding Refn, Neon Demon. Ég mun fara svo ítarlega í gegnum helstu hvörf og minni sögunnar að það er erfitt að ímynda sér að lesandinn hafi nokkra ánægju af kvikmyndinni eftir lesturinn. (Reyndar upplýsi einnig um endinn á […]

“engin kona ætti að ganga um óvopnuð” og fleiri frábærar setningar úr þessari mynd

PG-13 Ghostbusters

View post on imgur.com Hmmm…. Starafugl þarf á menningarumfjöllun að halda. Ég elska menningu.   Hvað er á þessum lista? eh tónlist, leikhús ble, myndlist ok sjónvarp er það ennþá eh? ok bíó! bingó bangó elska bíó hvað erum við með? Ghostbusters? og eh chambre bleu? ok ghostbusters… Ghostbusters!!! ég get það myndin sem ég […]

Kristin heimssýn Terrence Malick

Knight of Cups

Ekkert er eðlilegra en að stórir leikstjórar – eða listamenn yfirhöfuð – veki upp blendnar tilfinningar. Þegar litið er yfir söguna er alltaf gaman að lesa um augljós meistaraverk sem hlutu enga náð fyrir augum almennings þess tíma. Le Sacre du printemps Stravinskys, Moby-Dick; Or The Whale Hermann Melvilles, eða 2001: A Space Odyssey Kubricks […]

Heimurinn sem hryllingur

Svartsýni í heimspeki og bókmenntum

Við spurningunni afhverju maður ætti að leggja stund á heimspeki eru ýmis góð og gild svör. Hægt væri að tína til ástæður eins og að ástundun heimspekinnar þjálfi gagnrýna hugsun sem er sérhverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg.[1] Einnig væri hægt að halda því fram að heimspekihefðin sé ein ríkasta og mikilvægasta hefð hugsunar í mannkynssögunni, sú sem […]

Miðvikudagur til minimalisma: Óreiðukvendi og óvinsæl popphljómsveit

1. Asia Argento Asia Argento er kona sem er margt til lista lagt. Hún hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta, leikkona og leikstjóri og á ekki langt að sækja hæfileikana – foreldrar hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Dario Argento og leikkonan og handritahöfundurinn Daria Nicolodi eru þaulreynt kvikmyndagerðarfólk með meistaraverk eins og hrollvekjuna Suspiria á sameiginlegri ferilskrá. Meðfram […]

Nútíminn séður í gegnum grasský: Inherent Vice

Með nýjustu kvikmynd sinni, Inherent Vice, hefur Paul Thomas Anderson tekist það sem hingað til hefur verið talið ómögulegt: að laga samnefnda skáldsögu Thomas Pynchons að kvikmyndaforminu. Í sjálfu sér eru margar bækur sem taldar hafa verið óaðlaganlegar en urðu samt að ágætis kvikmyndum, til dæmis Naked Lunch William S. Burroughs og Watchmen Alan Moores. […]

Allt breytist þegar horft er á það

Um kvikmyndina Salóme

Það er flókið að skrifa um myndina Salóme. Hún sýnir frá byrjun að hún ætlar sér ekki að fylgja hefðbundnum reglum kvikmyndagerðar, gefur lítið fyrir formúlur Hollywood og reglur um uppbyggingu. Í staðinn býr hún til lifandi málverk, stillir viðfangi sínu upp og myndar það við að mótmæla uppstillingunni, gerir sífellt spurningamerki við eigið form […]

RAF

Bíó: Þú hefur oft séð Heckler & Koch MP5

Innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess leiða okkur öll á undarlegar slóðir. Ég vissi ekki fyrr en í dag að vefurinn IMDB, Internet Movie Database, á sér einhvers konar bjagaða hliðstæðu í vefnum IMFDB, Internet Movie Firearms Database. Þar má lesa um hvaða skotvopn hafa birst í hvaða kvikmyndum gegnum tíðina. Vélbyssan MP5, sem lögreglan hefur útvegað […]

Pipene fær Goetheverðlaunin á Zebra

Ljóðkvikmyndahátíðin Zebra Poetry Film Festival fór fram í Berlín nú um helgina og voru fjórar kvikmyndir verðlaunaðar La’eb Al Nard / The Dice Player í leikstjórn Nissmah Roshdy frá Egyptalandi, við ljóð eftir Mahmoud Darwish, essen – stück mit aufblick í leikstjórn Peters Böving við ljóð eftir Ernst Jandl, The Aegean or the Anus of Death í leikstjórn Eleni Gioti við ljóð eftir Jazra Khaleed og svo ljóðið hér að ofan, Pipene í leikstjórn Kristian Pedersen við ljóð eftir Øyvind Rimbereid, sem hlaut verðlaun sem kennd eru við Goethestofnunina. Ljóðkvikmyndaútgáfan Gasspedal Animert, sem framleiddi myndina í samstarfi við Gyldendal í Noregi, hefur sett hana á netið til ókeypis áhorfs. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Gasspedal Animert.

Bíó vikunnar: Á Undan Twin Peaks kom …

Í tilefni af þeim tíðindum að árið 2016 megi vænta þriðja árgangs þáttaraðinnar Twin Peaks, í leikstjórn Davids Lynch:

Árið 1987 gerði BBC sjónvarpsþátt þar sem Lynch kynnti helstu áhrifavalda sína meðal súrrealískra kvikmyndagerðarmanna. Fyrsta myndin sem hann sýndi brot úr í þættinum var Entr’acte eftir René Clair, með tónlist eftir Erik Satie.

Myndin er 20 mínútna löng. Hún var gerð árið 1924, sem millispil milli tveggja þátta í ballett eftir Satie. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Man Ray og Marcel Duchamp. Það er hugsanlegt að enn hafi aldrei sést fallegri notkun á slómó en í atriðinu sem hefst hér á slaginu 11:00.

RIFF: Boyhood

Sú mynd sem mig langaði mest að sjá á RIFF að þessu sinni var Ungdómur (Boyhood) eftir leikstjórann Robert Linklater, höfund þrenningarinnar góðu, Before Sunrise, Before Sunset og Before Midnight. Ég var einnig mjög hrifinn af fyrstu myndum Linklaters, Slacker, sem fjallar um nokkra dásamlega stefnulausa slæpingja í Austin, Texs, og svo Dazed and Confused, […]

RIFF: Úr franskri sveit á kanadíska geðheilbrigðisstofnun

Litli Quinquin: Grín, grimmd og rasismi í franskri sveit Franska fjögurra þátta sjónvarpssyrpan Litli Quinquin er með því allra einkennilegasta sem ég hef séð í bíó, samtals rúmir þrír klukkutímar af óútskýrðri grimmd, súrrealískum furðulegheitum, skrítnum frönskum hreim og hrottafengnum morðum. Sagan hefst á því að fjórir litlir ólátabelgir, þar á meðal Quinquin litli, elta […]

Bíó vikunnar: Suspiria

Bíó vikunnar að þessu sinni er ítalska hryllingsmyndin Suspiria (Stunur) eftir leikstjórann Dario Argente. Myndin fjallar um unga bandaríska konu sem hefur nám í virtum dansskóla í Þýskalandi – en fljótlega kemur í ljós að það á sér stað eitthvað fleira í skólanum en bara dans og dillerí. Myndin sem kom út árið 1977 er sú fyrsta í trílógíu leikstjórans, sem hann kallar „Mæðurnar þrjár“ – en sú næsta, Inferno kom þremur árum síðar, 1980, en sú síðasta, La Terza Madre, ekki fyrren árið 2007. Sögurnar í trílógíunni eru lauslega byggðar á persónum úr prósaljóði Thomas de Quincey, „Suspiria de Profundis“. Í helstu aðalhlutverkum eru Stephanie Harper, Joan Bennett, Alida Valli og Stefania Cassini, auk þess sem hinn magnaði Udo Kier birtist í aukahlutverki.

Við hugsum öll of mikið: Um París Norðursins

Kvikmyndin París Norðursins minnir á Hal Hartley myndir níunda áratugarins, fjallar á einhvern hátt um karlmenn í tilfinningalegri kreppu, viðkvæma karlmenn og hörundssára, karlmenn sem virðast jafnvel ekki hafa yfirsýn á grunngildin í lífinu og þess vegna ekki stefnu í lífinu. Við kynnumst aðstæðum þeirra í raun og veru ekki í gegnum lífið í þorpinu […]

Emiliano Monaco: Ég er ekki nógu gott landslag (2011)

Ég er ekki nógu gott landslag er klukkustundar löng heimildamynd eftir Emiliano Monaco, frá árinu 2011. Hún fjallar um tvo sjómenn, að segja má aldraða – en hér finnst mér orðin strax gleypa mig, vani þeirra leiða mig í ógöngur: þetta er ekki sú gerð heimildamyndar sem fjallar um eitt eða neitt, heldur er hún mynd af. Svipmynd af lífi tveggja trillukalla á Hofsósi, Sigfúsar og Hjalta. Já, þeir eru eldri en þeir voru einu sinni, og aldurinn og heilsan er meðal þess sem kemur við sögu. Sigfús siglir með kókflösku til að slá á sykursýkina en Hjalti er orðinn þreklítill.

Úr Notre musique, í Sarajevo

Bíó vikunnar: Yfir óbrúanleg bil

Palestína og Ísrael í tveimur myndum frá J.L. Godard

Kvikmyndin Notre Musique, eða Tónlistin okkar, eftir Jean-Luc Godard, var frumsýnd árið 2004. Myndin er að miklu leyti tekin í borginni Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu, og felur í sér, meðal annars, tilraun til úrvinnslu á hugleiðingum um stríð, í kjölfar átakanna í Júgóslavíuríkjunum. Eins og í mörgum verka Godards eru hér vaktar spurningar með hliðstæðum. Það […]

Erfiða togstreitan í Mean Girls, Clueless, Legally Blonde. Í gegnum gleraugu tvíhyggjunnar.

Í grein sinni Hegelskur módelsmiður veltir Brynjar Jóhannesson fyrir sér díalektík líkama og hugar út frá togstreitu kvikmyndaáhorfandans. Áhorfandinn gerir sér grein fyrir bágri internet-einkunn; hann veit að Hollywood myndin fyrirsjáanlega mun ekki svala þorsta hugans vitsmunalega og því hlýtur hún að svala andstæðunni, líkamanum. Þetta er samsvarandi ástand og þegar hugurinn svignar undan líkamlegri […]

Bíó vikunnar: Divine Intervention eða Buster Keaton í Palestínu

Divine Intervention er kvikmynd frá palestínska leikstjóranum Elia Suleiman, frá árinu 2002. Það er freistandi að segja gamanmynd, eða kómedía, og jú, jafnvel hárnákvæmt, þó að viðfangsefnið gefi henni þyngd og fleiri aðferðum sé beitt í henni. Íslendingar hæla sér stundum fyrir að hafa svartan húmor. Hér mætti tala um svarta kómedíu eða rökkurkómedíu, en ekki alveg í sömu merkingu: ekki vegna þess að líf og dauði séu vanvirt af léttúð, heldur frekar í skilningi noir-mynda.

Bíó vikunnar: Steinsnar milli fordæminga og fordóma

Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.

Bíó vikunnar: Alheimur / Universe

Þjóðarkvikmyndaráð Kanada stóð að framleiðslu þessarar hálftíma löngu svarthvítu heimildamyndar um geimrannsóknir árið 1960, eða einu ári áður en Júrí Gagarin fór í geimferð fyrstur manna. Annar leikstjóra heimildamyndarinnar, Colin Low, starfaði síðan með Stanley Kubrick að kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, sem var frumsýnd árið 1968. Skyldleiki þessarar stuttu heimildamyndar við verk Kubricks virðist margvíslegur.

Skjaldborg: ¡Vivan las Antipodas!

Victor Kossakovsky er heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár

Skjaldborg er eitt af segulmögnum Vestfjarða þegar sumarvertíðin hefst og viðeigandi þegar sumarlangar nætur í ægifögru landslagi að fegurðarfíkillinn Kossakovsky sé aðalgestur hátíðarinnar. Það var ekki laust við að hin háleita fegurðarumræða og ofurrómantík sem tröllríður listþönkum landans fengi sinn skerf beint í æð á opnunarmynd hátíðarinnar, ¡Vivan las Antipodas! eftir Kossakovsky. Þessi mynd hans […]

Lágkúruleg illska nær og fjær

The Act of Killing og The Unknown Known

Heimildarmyndin The Act of Killing (Joshua Oppenheimer, 2012) hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Flestir, þar á meðal undirritaður, fyllast óhug og furðu við áhorf hennar. Eru það þá sérstaklega „aðalpersónurnar“, með Anwar Congo fremstan í flokki, sem reynast óskiljanlegar í því hvernig þær hreykja sér af gjörðum sínum og virðast (allavega framan af) skorta alla […]

Skapandi goðsögn: 20.000 days on Earth

Guðfræðileg orðræða um nýja heimildamynd um Nick Cave

Höfundarverk tónlistarmannsins og kúltúrgoðsagnarinnar Nicks Cave er óneitanlega margslungið og víðfeðmt. Nýjasta púslið í heildarmyndina vekur upp mun fleiri spurningar en það svarar – enda heimildarmynd með nýstárlegu sniði sem felur í sér endursögn, editeringu og mythologiseringu, á hugarheimi sem er skapaður úr atburðum í lífi og innblásnum texta listamannsins um sjálfan sig. Það má […]

Í kapítalísku þjóðfélagi tapa allir

The Selfish Giant

Ein af bestu og vanmetnustu kvikmyndum síðasta árs var The Selfish Giant (Clio Barnard, 2013). Þrátt fyrir að myndin hafi verið í áttunda sæti á lista Sight & Sound Magazine yfir bestu myndir ársins 2013 fékk hún ekki verðskuldaða athygli hjá almennum kvikmyndaáhorfendum. The Selfish Giant er innblásin af samnefndu ævintýri Oscar Wildes og segir […]

Hegelskur módelsmiður upphefur þrjár Hollywood kvikmyndir

Í stuttu máli: Bandarískur táningur kynnist föður sínum, breskum lávarði, og kennir honum og fleirum hvernig á að slaka á og skemmta sér. Hófsamur bandarískur búðarstarfsmaður á þrjár vikur eftir ólifaðar og ákveður að eyða öllum peningum sínum í lúxusferð til Sviss þar sem hann kennir ríka fólkinu (og stífum þýskum hótelstarfsmanni) að slaka á […]

Augu þín sáu mig ekki

Hugleiðing um útsendingu Goldfrapp, „Tales of Us, Live from Air Studios,“ þriðjudaginn 4a mars í Cameo bíóhúsinu, Edinborg

Ég fór á tónleika í bíó. Eða réttara sagt á bíómynd sem var eins og safn tónlistarmyndbanda sem var sýnd á undan beinni útsendingu af tónleikum sem varpað var upp á kvikmyndatjald. Það sem tengdi þetta alltsaman var tónlistarkonan Alison Goldfrapp. Hún lék í öllum stuttmyndunum sem búnar höfðu verið til við tónlistina hennar af […]

Jómfrúr, hórur og brókarsótt: Um Lars von Trier og Nymphomaniac

Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur enn á ný valdið fjaðrafoki með nýjustu kvikmynd sinni Nymphomaniac. Þrátt fyrir að myndin hafi einnig fengið jákvæðar viðtökur hjá kvikmyndagagnrýnendum hafa aðrir kallað hann kynferðislega brenglaðan loddara og sagt að þetta nýjasta útspil leikstjórans sé ekkert annað en löng klámmynd sem skorti allt listrænt gildi.1 Aðrir hafa sagt […]