Bíó vikunnar: Á Undan Twin Peaks kom …

Í tilefni af þeim tíðindum að árið 2016 megi vænta þriðja árgangs þáttaraðinnar Twin Peaks, í leikstjórn Davids Lynch:

Árið 1987 gerði BBC sjónvarpsþátt þar sem Lynch kynnti helstu áhrifavalda sína meðal súrrealískra kvikmyndagerðarmanna. Fyrsta myndin sem hann sýndi brot úr í þættinum var Entr’acte eftir René Clair, með tónlist eftir Erik Satie.

Myndin er 20 mínútna löng. Hún var gerð árið 1924, sem millispil milli tveggja þátta í ballett eftir Satie. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Man Ray og Marcel Duchamp. Það er hugsanlegt að enn hafi aldrei sést fallegri notkun á slómó en í atriðinu sem hefst hér á slaginu 11:00.