Davíð Stefánsson: Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda

Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“

via Vísir – Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda.