Barnsleg jólakæti lágmenningarinnar

Jólin eru fólki svo ótalmargt. Ýmist tími ljóss og friðar — orðatiltæki sem hlýtur að hafa verið sagt háðslega við fyrstu notkun, lýsandi stystu og myrkustu dögum ársins — eða tími samheldni. Sameiningarstund þar sem ástvinir koma saman og njóta samverunnar, hlýjunnar og þess að gleðja og gleðjast með ástvinum. Sumir fagna fæðingu Jesú Krists […]

Segðu ekki nei, segðu … nei, ég meina, segðu bara nei

Um kvikmyndina Lof mér að falla

Ég er klofinn í afstöðu minni. Nýjasta kvikmynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar Lof mér að falla gerir eitthvað mjög rétt. Hún snertir við fólki og sendir það grátandi út í nóttina; hún sýnir smælingjum heimsins samúð og segir mikilvægar sögur þeirra; hún er falleg, meira að segja þegar hún er ljót; hún ertir […]

Fantasía vs. raunveruleiki

The Florida Project

Með Tangerine fyrir tveimur árum fangaði Sean Baker athygli mína og gott betur. Með The Florida Project er hann orðinn einn áhugaverðasti leikstjóri sem ég veit um í dag. Einn af þeim sem ég fylgist náið með og bíð spenntur eftir næstu mynd frá. Myndin var tvímælalaust ein af þeim allra bestu sem komu út […]

Að vanda til verka

Um Mannasiði eftir Maríu Reyndal

Páskamynd RÚV, Mannasiðir eftir Maríu Reyndal, hefur vakið mikla athygli enda á hún brýnt erindi við samtímann. Hún smellpassar inn í þá umræðu um kynbundið ofbeldi sem hefur verið ríkjandi í samfélaginu undanfarið. Myndin, sem sýnd var í tveimur hlutum, fjallar um menntaskólastrák sem er sakaður um að hafa nauðgað skólasystur sinni og áhrif þess […]

Gotnesk suðurríkjasaga í Miðvestrinu (eða sjúkari útgáfa af Rambó?)

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Skiptar skoðanir eru um nýjustu mynd Martin McDonagh. Móttökurnar eru nokkuð aðrar en þetta írska leikritaskáld á að venjast, en síðustu myndir hans In Bruges (2008) og Seven Psychopaths (2012) fengu heilmikið lof gagnrýnenda (voru þó aðeins blendnari tilfinningar gagnvart þeirri síðari). Þær voru hins vegar nokkuð vanmetnar, fengu ekki það mikla almenna athygli og […]

Stjörnustríð á gervihnattaöld

Í The Last Jedi er Rey komin að endimörkum alheimsins þar sem hún finnur Loga Geimgengil, sem hefur sagt skilið við máttinn, sökum hættunnar sem felst í að beita honum. Logi þjálfaði á sínum tíma Kylo Ren – eða Ben Solo, son Lilju og Hans – sem gekk í lið með myrkrahliðinni, og er sem sagt dálítið trámatíseraður fyrir vikið. Honum finnst lífið mjög erfitt. „I came here to die“, segir hann. (Er of seint að setja spoiler alert hérna? Ég ætla allavega ekkert að gæta mín.)

Hin líkamlega menning, rúnturinn og hláturmenning

Eitt af því sem er athyglisvert varðandi við næturlífsmenningu eða drykkjumenningu íslendinga er viðsnúningur borgaranna frá ýmsum gildum og reglum sem virðast tímabundið sett til hliðar meðan á skemmtuninni stendur. Í heimildamyndinni Rúntinum, sem tók mig 17 ár að vinna, var ég að fást við hugmyndir um fegurð og ljótleika, líkt og margir aðrir sem […]

Tungumál Vetrarbræðra

Snjór. Kalk. Hvítt. Autt. Tómt. Náma. Myrkur. Ljós. Emil selur heimabrugg. Glugg glugg. Maður dettur niður. Það vantar eitthvað í líf Emils. Í hjartanu, þar sem ástin á að vera, er stór, hvít eyða. Stórt, hvítt herbergi fullt af kalksteini. Stórt, tómt og hvítt. Það eru engir gluggar í þessu hvíta herbergi og þess vegna […]

Þunnt loft — og þungt

Um heimildamyndina Out of Thin Air eftir Dylan Howitt

Fyrir rúmu ári síðan sat Hörður nokkur Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í hljóðveri Síðdegisútvarps Rásar 2, hvar hann reytti af sér heilt bókfell af bragðlausum klisjum og frösum, lét út úr sér hverja þreyttu staðreyndarvilluna á fætur annarri hvað varðar rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Þessi athöfn fór friðsamlega fram, Herði svo gott sem að vandræðalausu, án þess […]

Rétt mynd vann Óskarinn

Moonlight

Það er ekki oft sem maður er sammála akademíunni þegar kemur að vali á bestu mynd ársins. Raunar held ég að það sé óhætt að segja að það eigi við um langflesta kvikmyndanörda. Það hefur nánast verið árleg hefð að bölva henni og meðalmennskunni sem hún ákveður að verðlauna með stærstu og frægustu verðlaunum kvikmyndabransans, […]

Ken Loach sker upp herör

I, Daniel Blake

Það hlýtur að teljast undarlegt hversu þögul listin hefur verið um þær gríðarlegu miklu og neikvæðu breytingar sem nýfrjálshyggjan hefur haft í för með sér síðustu áratugi. Að einhverju leyti er þetta skiljanlegt. Hugmyndafræðin er vissulega lúmskt fyrirbæri, skilvirkt verkfæri til að girða fyrir gagnrýni og útiloka önnur sjónarhorn. Breytingarnar hafa líka gerst hægt, yfir […]

Töfrarnir í myndum Tsai Ming-liang

Tsai Ming-liang er malasískur/kínverskur/tævanskur leikstjóri sem hefur hlotið verðlaun á helstu kvikmyndahátíðum heims. Meðal mynda hans eru Vive L’Amour (1994), What Time Is It There? (2001) og Stray Dogs (2013). Hér eru þrjár ástæður fyrir því að ég elska myndirnar hans: 1 Munið þið eftir atriðinu í Good Will Hunting þar sem Robin Williams segir […]

Mótordjákninn í París

Í umræður um búvörusamningana lagði Viðar Víkingsson nýverið til YouTube-hlekk á mynd sína, Tache blanche sur la nuque eða A White Spot in the back of the Head – eða, öllu heldur: Djákninn á Myrká. Myndin er um hálftíma löng, frá árinu 1979, á frönsku, og meðal leikara eru Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Djákninn úr þjóðsögunni fer um París á mótorfák með hyrndan hjálm, ungir kaþóliskir integristar verða honum að bana fyrir meint helgispjöll en Sigurður, í hlutverki transmiðils, nær sambandi við djáknann framliðinn svo hann muni hafa sig hægan. Oblátur eru líkami Krists, segja kaþólikkar, en hvað sem því líður eru þær auðvitað líka landbúnaðarafurð.

RAF

Bíó: Þú hefur oft séð Heckler & Koch MP5

Innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess leiða okkur öll á undarlegar slóðir. Ég vissi ekki fyrr en í dag að vefurinn IMDB, Internet Movie Database, á sér einhvers konar bjagaða hliðstæðu í vefnum IMFDB, Internet Movie Firearms Database. Þar má lesa um hvaða skotvopn hafa birst í hvaða kvikmyndum gegnum tíðina. Vélbyssan MP5, sem lögreglan hefur útvegað […]

Bíó vikunnar: Á Undan Twin Peaks kom …

Í tilefni af þeim tíðindum að árið 2016 megi vænta þriðja árgangs þáttaraðinnar Twin Peaks, í leikstjórn Davids Lynch:

Árið 1987 gerði BBC sjónvarpsþátt þar sem Lynch kynnti helstu áhrifavalda sína meðal súrrealískra kvikmyndagerðarmanna. Fyrsta myndin sem hann sýndi brot úr í þættinum var Entr’acte eftir René Clair, með tónlist eftir Erik Satie.

Myndin er 20 mínútna löng. Hún var gerð árið 1924, sem millispil milli tveggja þátta í ballett eftir Satie. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Man Ray og Marcel Duchamp. Það er hugsanlegt að enn hafi aldrei sést fallegri notkun á slómó en í atriðinu sem hefst hér á slaginu 11:00.

Bíó vikunnar: Suspiria

Bíó vikunnar að þessu sinni er ítalska hryllingsmyndin Suspiria (Stunur) eftir leikstjórann Dario Argente. Myndin fjallar um unga bandaríska konu sem hefur nám í virtum dansskóla í Þýskalandi – en fljótlega kemur í ljós að það á sér stað eitthvað fleira í skólanum en bara dans og dillerí. Myndin sem kom út árið 1977 er sú fyrsta í trílógíu leikstjórans, sem hann kallar „Mæðurnar þrjár“ – en sú næsta, Inferno kom þremur árum síðar, 1980, en sú síðasta, La Terza Madre, ekki fyrren árið 2007. Sögurnar í trílógíunni eru lauslega byggðar á persónum úr prósaljóði Thomas de Quincey, „Suspiria de Profundis“. Í helstu aðalhlutverkum eru Stephanie Harper, Joan Bennett, Alida Valli og Stefania Cassini, auk þess sem hinn magnaði Udo Kier birtist í aukahlutverki.

Emiliano Monaco: Ég er ekki nógu gott landslag (2011)

Ég er ekki nógu gott landslag er klukkustundar löng heimildamynd eftir Emiliano Monaco, frá árinu 2011. Hún fjallar um tvo sjómenn, að segja má aldraða – en hér finnst mér orðin strax gleypa mig, vani þeirra leiða mig í ógöngur: þetta er ekki sú gerð heimildamyndar sem fjallar um eitt eða neitt, heldur er hún mynd af. Svipmynd af lífi tveggja trillukalla á Hofsósi, Sigfúsar og Hjalta. Já, þeir eru eldri en þeir voru einu sinni, og aldurinn og heilsan er meðal þess sem kemur við sögu. Sigfús siglir með kókflösku til að slá á sykursýkina en Hjalti er orðinn þreklítill.

Úr Notre musique, í Sarajevo

Bíó vikunnar: Yfir óbrúanleg bil

Palestína og Ísrael í tveimur myndum frá J.L. Godard

Kvikmyndin Notre Musique, eða Tónlistin okkar, eftir Jean-Luc Godard, var frumsýnd árið 2004. Myndin er að miklu leyti tekin í borginni Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu, og felur í sér, meðal annars, tilraun til úrvinnslu á hugleiðingum um stríð, í kjölfar átakanna í Júgóslavíuríkjunum. Eins og í mörgum verka Godards eru hér vaktar spurningar með hliðstæðum. Það […]

Bíó vikunnar: Divine Intervention eða Buster Keaton í Palestínu

Divine Intervention er kvikmynd frá palestínska leikstjóranum Elia Suleiman, frá árinu 2002. Það er freistandi að segja gamanmynd, eða kómedía, og jú, jafnvel hárnákvæmt, þó að viðfangsefnið gefi henni þyngd og fleiri aðferðum sé beitt í henni. Íslendingar hæla sér stundum fyrir að hafa svartan húmor. Hér mætti tala um svarta kómedíu eða rökkurkómedíu, en ekki alveg í sömu merkingu: ekki vegna þess að líf og dauði séu vanvirt af léttúð, heldur frekar í skilningi noir-mynda.

Bíó vikunnar: Steinsnar milli fordæminga og fordóma

Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.

Bíó vikunnar: Alheimur / Universe

Þjóðarkvikmyndaráð Kanada stóð að framleiðslu þessarar hálftíma löngu svarthvítu heimildamyndar um geimrannsóknir árið 1960, eða einu ári áður en Júrí Gagarin fór í geimferð fyrstur manna. Annar leikstjóra heimildamyndarinnar, Colin Low, starfaði síðan með Stanley Kubrick að kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, sem var frumsýnd árið 1968. Skyldleiki þessarar stuttu heimildamyndar við verk Kubricks virðist margvíslegur.