Orð eru ljóð eru orð umfjöllun um bók Stefáns Boga Sveinssonar, Brennur – eftir Þorgeir Tryggvason Stefán Bogi Sveinsson treystir orðum. Það er góður eiginleiki hjá ljóðskáldi. Þó að við (eða ég allavega) höfum mörg talsverða nautn af fimleikum og flugeldum í skáldskap þá er gott annað slagið að vera leitt fyrir sjónir hvers […]
Bókmenntir
Vesen að vera
Vesenis tesenis vera – um Viðrini veit ég mig vera óskilgreinda tegund bókmennta eftir Óttar Guðmundsson, Skrudda 2015 Áhugaverð – en undarleg Það er vissulega satt og rétt sem Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur fram í upphafi bókarinnar um frænda sinn, Magnús Þór Jónsson – Megas – að sitt sýnist hverjum um túlkanir á ljóðum/textum hans […]
Ég leitaði einskis… og fann
Nokkur orð um Ég leitaði einskis … og fann eftir Hrafnkel Lárusson eftir Þorgeir Tryggvason Ljóðin í þessari fyrstu bók Hrafnkels Lárussonar eru afrakstur langs tímabils og bera þess einhver merki. Eins og höfundur rekur reyndar sjálfur í formála. Hann talar um að í þeim elstu sé „melankólískt tilfinningarót“ kveikja skáldskaparins, en „hugleiðingar um tilveruna“ […]
Spor – smásaga eftir Atla Bollason
Það gat líka orðið dimmt suður í löndum, og næturnar kaldar og hljóðar. Ef þú staðnæmdist á kvöldgöngu og horfðir niður þröngt húsasund og lagðir við hlustir mátti kannski heyra veikan þyt í kittkattbréfi sem skrapaði göturnar eða skrjáf í sængurveri útum opinn glugga, en það var næstum einsog að hlusta á grasið gróa: á […]
Lestrarhestum þarf að ríða út: Langþráð lestrarskýrsla ársins 2014
Þótt þegar séu liðin fáein prósent af árinu 2015 langar mig að birta hérna örlitla (kannski, kemur í ljós) lestrarskýrslu fyrir árið 2014. Þetta kemur ekki síst til af þeirri staðreynd að síðastliðið ár var árið þar sem ég hysjaði upp um mig buxurnar sem lesandi og tók á sprett á nýjan leik sem viljugur lestrarhestur. […]
Mynd í orð komið
Um LÓABORATORÍUM eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
Á mynd ber að líta tvær unglingsstelpur sem staddar eru á þvottasvæði sundlaugar. Má ráða staðsetningu þeirra af grænum flísum í bakgrunni myndar sem og sakir þess að önnur þeirra heldur á handklæði og hin hefir sundgleraugu á höfði. Er æskulýðurinn nýkominn úr lauginni. Þar að auki ber að líta eldri konu með handklæði vafið um höfuð sér. Önnur stúlkan er rauðbirkin, með fremur sítt hár, freknótt með allnokkra undirhöku. Er holdarfar hennar eftir því í bústnara lagi. Hefir hún sérstakan útbúnað á tönnum sem hugsaður er til tannréttinga.
Flækjur kvenna
Um Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur
Hvað er hægt að segja um Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur? Jú að hún rennur vel þrátt fyrir að vera bæði í þriðju persónu og fyrstu allt í bland , þ.e. sögupersónan María segir frá en talar svo allt í einu um hana Maríu, sem er pínu skrítið en venst furðu hratt. Tungumálið er fagurt eins og […]
Hálfvolgur Kalli
Bækurnar um Kalla kalda eftir Filippus Gunnar Árnason með teikningum eftir Önnu Þorkelsdóttur eru orðnar þrjár talsins: Kalli kaldi og snjósleðinn, Kalli kaldi fer í búðina og Kalli kaldi og veiðiferðin. Allar bera þær undirtitilinn „Skemmtileg saga fyrir stráka og stelpur“. Í snjósleðabókinni ætla Kalli og vinur hans Bjarni að fara út að renna sér […]
Einsog hún hafi alltaf verið þarna
Um þjóðsöguna Sóla og sólin eftir Ólöfu Sverrisdóttur með myndskreytingum eftir Rio Burton
Sóla er eitt af börnum Grýlu en sker sig úr fjölskyldunni fyrir að þykja vænt um börn og vilja ekki hrekkja nokkurn mann. Hún er fædd á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið af þeim sökum – en eitt árið lætur sólin ekki sjá sig á afmælisdaginn. Þá fer Sóla á stúfana eftir nöfnu sinni. Hún […]
Litamanifestóið: Alþýðusaga
Um Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt, með myndskreytingum eftir Oliver Jeffers
Söguþráðurinn er sirkabát svona: Daníel ætlar að fara að lita en þegar hann opnar litakassann sinn eru þar engir litir heldur bunki af bréfum. Bréfin eru frá litunum, sem eru farnir í verkfall. Kröfur þeirra eru ekki samræmdar – en þó mætti kannski segja að allir vilji þeir betri kjör, þótt hver þeirra skilgreini kjörin […]
Freyju saga: Djásn
Djásn, eftir Sif Sigmarsdóttur, er framhald af bókinni Múrnum sem kom út í fyrra en með henni lýkur Freyju sögu. Freyju saga gerist á Íslandi eftir rúmlega 100 ár. Á þessum hundrað árum hefur margt breyst á Íslandi. Í kringum árið 2033 hvarf strandlengja Íslands undir sjó og Íslendingar fluttu upp á miðhálendið, í kringum […]
Blekkingin um alsælu líkamans
Um Kroppurinn er kraftaverk eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur
„Líkaminn er ekkert hús“, sagði sonur minn þegar ég spurði hann hvers vegna sér hefði ekki þótt Kroppurinn 1 er kraftaverk , eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur, vera skemmtileg. Og fékkst ekkert til að útskýra það frekar. Líkaminn er bara ekkert hús. Nú skortir Aram Nóa ekki hugmyndaflug og er vel vanur […]
Nei eða já: Að vekja upp hina dauðu eða þegar órar verða að veruleika
Um Já eftir Bjarna Klemenz
Kringlan hefir frá árinu 1987 verið til þjónustu reiðubúin fyrir verslunargraða Íslendinga og ferðamenn og er hún „stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur. [Þar] […] eru yfir 180 fjölbreyttar verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Í Kringlunni má finna allt frá bókasafni og kvikmyndahúsi að landsins bestu veitingastöðum og tískuvöruverslunum. […] Láttu fara vel um þig í hlýju og notalegu umhverfi þar sem þú finnur eitthvað við þitt hæfi!“
Ókomnar drunur: Um Drón eftir Halldór Armand
„Í fyrsta lagi eru þau … mjög smekkleg. Predator-drónið er mjög falleg hönnun, óaðfinnanlegt þannig séð. Alveg eins og þekkt vörumerki eða þýskir bílar eða gínur í gluggum alþjóðlegra verslunarkeðja – einhver sem kann sitt fag hefur verið ráðinn til að hanna þau, skilurðu mig?“ Drón. Drónar. Druntar. Flygildi. Mannleysur. Fjar- eða sjálfstýrð fljúgandi fjölmúlavíl sem […]
Seiðmögnuð distópía: Um Hrímland
Djákninn á Myrká, Hungurleikarnir, The Matrix, Fringe, Dr. Faustus, Galdra-Loftur, Sjálfstætt fólk, Íslendingasögurnar, Neverwhere, þjóðsögurnar, saga Íslands sjálf – allar en samt engin. Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson er uppfull af tilvísunum en engu að síður með því ferskara og hugmyndaríkasta sem ég hef lesið lengi. Hér er rakin saga af landi sem er svo […]
Hverju við trúum og hvernig
Í trúmálum gerir hver upp við sjálfan sig – eða Hverju trúum við og hvernig – viðtal við Guðrúnu Evu Mínervudóttur / Arnaldur Máni Finnsson Saga af trúarupplifun sem stuðar samfélagið Það má segja að það séu þúsund þræðir í Englaryki nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur og margir hverjir ögrandi. Það vekur þó eftirtekt […]
Lopapeysurómantík og grásleppuhobbí
Um Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson
Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur – með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson – er fyrsta bókin af fjórum um Gumma og Rebba. Hún kom út árið 2012 en sú nýjasta, Gummi fer í fjallgöngu, kom út núna fyrir jólin. Í einhverjum skilningi er þetta kunnugleg saga, þótt ég geti ekki beinlínis sagt hvar ég hef heyrt hana áður. Gummi er lítill strákur sem er í sveit hjá ömmu sinni og afa. Í dag fær hann að fara til sjós í fyrsta sinn með afa sínum.
Í ástinni skal teflt til sigurs
Um Ástarmeistarann eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur
Er þá ekki best að láta það eiga sig að fikta í tökkunum? spyr maður sig. Nei, ég held maður eigi að fikta en fara samt varlega. Maður verður að hreinsa út. Því sársaukinn verður eftir í heiminum þegar maður deyr, hann hverfur ekki með manni, hann situr eftir í jörðinni, hann sogast upp í […]
Taumhald á þegnum: Um Lengist í taumnum eftir Snorra Pál
Lengist í taumnum er fyrsta ljóðabók Snorra Páls en hann hefur áður kveðið sér hljóðs sem greina og pistlahöfundur, ástundað aðgerðir ýmiskonar, framið gjörninga meðal annars með Steinunni Gunnlaugsdóttur myndlistamanni. Útgáfan er að mér skilst síðasti hlekkurinn (enn að minnsta kosti) í halarófu verka þeirra tveggja undir titlinum Ef til vill sek. Snorri gefur bókina […]
Þakkarorð til Kára Páls Óskarssonar
Fyrst af öllu vil ég þakka Kára Páli fyrir fjörugan og skemmtilegan pistil og fyrir falleg orð hans um bók mína 4 skáld. Hann hefur einkar glöggt auga fyrir því sem ég lagði sjálfur einna mest upp úr: fyrir eðli þess nýstárlega skáldskapar sem skáldin fjögur færðu okkkur og fyrir tilraunum mínum til að skoða […]
Í borg varga og sorgar
„Trúður spúði eldi annar keyrði sverð…“ Á ferli hvers höfundar verða vörður og óhætt er að segja að með Blóðhófni (2010) hafi Gerður Kristný slegið nýjan tón í höfundarverk sitt með rammgerðri, háskalegri og rorrandi fornri ljóðsögu – sem að auki naut gríðarlegra vinsælda. Tveimur árum seinna kom út Strandir sem var í ætt við […]
Hér hefur lífið staðnæmst
Um Út í vitann eftir Virginiu Woolf í þýðingu Herdísar Hreiðarsdóttur
Tíminn stöðvast aldrei heldur líður hann, hvað sem það þýðir. Oft er um tímann notuð sú rýmislíking að hann sé eins og fljót sem beri okkur áfram. Við höfum nokkra stjórn en straumurinn er kraftmikill og auk þess fullur leyndardóma. Vitundin streymir því með; eða vitundirnar réttara sagt. Við öll saman að streyma, stundum afar nálægt […]
Við svofelld annarleg orð
Um bókina Fjögur skáld – upphaf nútímaljóðlistar á íslensku eftir Þorstein Þorsteinsson
Nýtt rit um nútímaljóðlist eftir Þorstein Þorsteinsson sætir óneitanlega tíðindum og er fagnaðarefni af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Sú fyrri er að síðast þegar hann sendi frá sér bók var það jú Ljóðhús, stórt og mikið verk um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita árið 2007 og hlýtur einfaldlega að […]
Skáldskapur vikunnar: Idjót eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
Það er idjót sem eltir mig alla daga, það geiflar sig og grípur hnífapör á lofti klifrar hljóðlega í gardínum, enginn sér það nema ég og tafarlaust, til að forðast misskilning: ég elska idjótið mitt hata það samt þegar það sefur eða hermir eftir mér af rótblindri hæðni, slíkt gerist (oft), en hann er […]
„Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“ – viðtal við Bryndísi Björgvinsdóttur
Á meðan ég les hana hugsa ég: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttir er bók af því tagi sem gæti kannski bjargað heilli kynslóð frá ólæsi. Ekki bara er hún skemmtileg – bæði ha-ha skemmtileg og áhugaverð – heldur er líka nógu gott tempó í henni til að halda athyglisbrostnustu lesendum við efnið. Hún ætti auðvitað að […]
Raunveruleg fantasía eða bara skrambi góð bók
Um Öræfi, eftir Ófeig Sigurðsson
Það hefir löngum talist slæm latína að blanda sjálfum sér inn í ritrýni. Samt sem áður ætlar undirritaður að gerast sekur um það hér og nú. Árið 2005 fékk hann það verkefni að fjalla um skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Áferð, fyrir miðil sem um þessar mundir er oft og tíðum spyrtur saman við fyrrverandi forsætisráðherra og […]
Alsæla, grimmd og forvitni
Um Lolitu Nabokovs
Í Lolitu, sem er nýkomin út hjá Dimmu í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar, kynnumst við frægasta sköpunarverki Nabokovs og jafnframt einu alræmdasta illmenni bókmenntasögunnar, Humbert Humbert. Þrátt fyrir að vera óafsakanlegur barnaníðingur er hann mjög óhefðbundið illmenni. Hann er evrópskur herramaður, fræðimaður, ljóðskáld og fagurkeri sem hefur djúpa og mikla þekkingu á listum og bókmenntum […]
Ein-saga af einlægni sögð
- um Veraldarsögu mína, ævisögu hugmynda eftir Pétur Gunnarsson
Skáld og rithöfundar, listamenn og konur ganga að jafnaði með einhverskonar hugmynd um sig (rétt eins og aðrar opinberar persónur) og leggja margir nokkuð á sig við að skapa ímynd sína með verkum sínum eða gjörningum. Pétur Gunnarsson er íslenskum bókmenntaunnendum löngu kunnur og vinsældir verka hans nokkuð stöðugar að því að manni virðist. Pétur […]
Skáldskapur vikunnar: Kraftaverkið Tammy eftir Feliz Lucia Molina
í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur, sem einnig skrifar ferðasögu
Síðasta sumar lagði ég leið mína í fyrsta skipti til vesturstrandar Bandaríkjanna, ásamt vinkonu minni Guðrúnu Elsu Bragadóttur sem stúderar bókmenntafræði þar vestra. Við pöntuðum okkur flug til hinnar mjög svo fyrirheitnu borgar San Francisco og hugðumst dvelja þar í rúma viku. Þegar við höfðum samband við tengiliði okkar á svæðinu, ljóðskáldin Alli Warren og […]
Úr fyrirlestri Ágústs Einarssonar „Hagræn áhrif ritlistar“
Dr. Ágúst Einarsson talar um virðisaukaskatt á bækur. Þetta er stutt brot. Fyrirlesturinn allan má sjá á netsamfelag.is.
Flosmjúkt og nístingskalt: Um Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur
Velúr er „flosofið efni, heldur grófgerðara og með þykkari loðnu en flauel,“ samkvæmt orðabókarskýringu á uppábroti bókarkápu annarrar ljóðabókar Þórdísar Gísladóttur. Auk hinnar fyrri, Leyndarmál annarra (2010), hefur Þórdís skrifað tvær glimrandi góðar barnabækur um skötuhjúin Randalín og Munda. Velúr. Mjúkt, hlýtt, kveikir tengingar við munúð og nautnir. Ljóðin hafa mjúka áferð á yfirborðinu, en […]
Af villiljósum, náðargáfu og endalausu stríði
Viðtal við Guðmund Brynjólfsson, höfund Gosbrunnsins
Mér hefur verið teflt fram algerlega að tilefnislausu til að þjóna físnum höfundarins, raunar myrtur til þess eins að örva lyktarskyn lesandans. En hvers á ég að gjalda þegar gagnrýnendurnir fara svo að auki að draga mig fram og ljúga því blákalt upp að ég hafi sagt það sem þeir eru að hugsa? – Lenor […]
23 kenningar um Yahya Hassan
Síðasta vor fékk danska bókmenntatímaritið Kritik fjögur skáld til að rýna í bókina Yahya Hassan eftir Yahya Hassan, sem er nýkomin út á íslensku. Skáldin voru Ulf Karl Olov Nilsson, Athena Farrokhzad, Pedro Carmona-Alvarez og Eiríkur Örn Norðdahl. Dómur þess síðastnefnda, sem er einnig ritstjóri Starafugls, birtist hér einsog hann var prentaður, á ensku. Annar dómur – „frumsaminn á íslensku“ – mun birtast þegar líður á jólabókaflóðið.
Ögn af ógn: Um Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur
Það er bannað að lokka mann inn med óljósu loforði um ofbeldi og enda svo á enn óljósari staðhæfingum um okkur og ykkur, „us against them“. Skamm. Ofbeldi segi ég. Tölum aðeins um ofbeldi. Eins og hvert annað smelluglatt gimpi laðaðist ég að Koki á forsendum þess að: a) ég þekki fyrri verk höfundar og […]
Kjánar á jaðrinum
Um Krummafót og Kisuna Leonardó
Mikil gróska er í ljóðabókaflórunni um þessar mundir en þó ekki þannig að á því beri hjá stóru forlögunum. Úr ranni ritlistardeildar Háskólans rennur nokkuð af ferskvatni í fljótið mikla sem flæðir yfir bakka sína fyrir þessi jól eins og önnur. Ekki er mikið um bækur skálda sem hafa markað sér sess í ljóðadeildinni en […]
Orð að sönnu: Um Hlýtt og satt eftir Davíð Stefánsson
Ég hef skrítna tilhneigingu til að lesa ekki smásögur. Fletti til dæmis hugsunarlaust yfir þær í Tímariti Máls og Menningar sem ég les annars upp til agna. Alice Munro varð að fá Nóbelsverðlaunin til að ég sýndi henni minnsta áhuga og það þurfti að setja mér Raymond Carver fyrir til að hann fengi inni á […]
Ég skrifa þess vegna er ég – um Bréfabók eftir Mikhaíl Shíshkín
Í Bréfabók eftir Míkhaíl Shíshkín (sem er nýkomin út hjá Bjarti í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur) lesum við bréfaskipti Volodenka, hermanns sem berst í fjarlægu stríði, og Sashenka, elskhuga hans sem er heima fyrir. Bókin byrjar á hefðbundin hátt, bréfaskipti þeirra samanstanda mestmegnis af endurminningum og ástarjátningum ásamt ýmsum vangaveltum um heimspeki og vísindi. Fljótlega áttar […]
Óuppfyllt fyrirheit: Um Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Í Englaryki fjallar Guðrún Eva um fjölskyldusamskipti og það að stíga yfir þröskuldinn sem aðskilur bernsku og fullorðinsár. Fimm manna fjölskylda fer í meðferð hjá geðlækni en það er ekki týpískt vandamál sem er að hrjá þau.Unglingsdóttirin Alma fékk vitrun frá Kristi í sumarfríi fjölskyldunnar á Spáni og er orðin heittrúuð í framhaldinu. Eftir vitrunina […]
Æskuteit og hjartaheit, hökufeit og undir bláhimni
Um Vitstola konur í gylltum kerrum eftir Arngrím Vídalín
Þetta smágerða kver Arngríms Vídalín, er freistandi að afgreiða sem bókmenntabrandara, ef „afgreiða“ er rétta orðið. Sem það er ekki, því bæði er aldrei komið nóg af bröndurum og svo er þetta ágætis brandari. Byrjum aftur. Það er freistandi að njóta hins smágerða kvers Arngríms Vídalín, Vitstola konur í gylltum kerrum, sem bókmenntabrandara. Og fyllsta […]
Áfengislegin ástarsaga og helvítis fokking fokk
Um Stundarfró eftir Orra Harðarson
Eigi þarf almenn söguvitund að vera rík til að vita að íslenskt samfélag tekur stakkaskiptum á 20. öld. Máski má ganga svo langt að segja: „Það veit hver hálfvita mannskepna, eða ætti að vita.“ Eins ætti lýðnum ljóst að vera að margur sá er státar af íslensku vegabréfi glímir, eða hefir glímt, við áfengissýki. Hefir og Bakkus drukkið mýmargan mörlandann undir borðið eða þá í kistuna. Oft og tíðum fyrir aldur fram.
Eins og smjörsýra: Um Kötu Steinars Braga
Mig svimar og ég finn til megnrar ógleði. Ég neyðist til að setjast niður og leggja eintakið af Kötu frá mér. Ég hef verið að lesa þann hluta bókarinnar sem heitir 3/4, þann sem fjallar um statistík, magn nauðgana og prósentutölur sem segja til um hversu margar kærur um nauðgun leiða til dóma, frá því […]
Skáldskapur vikunnar: Hver er það sem elskar Saraudon?
Á twitter getur þú fundið ýmsa einstaklinga tjá sig um hin ýmsu málefni á opinberum vettvangi. Þar eru rithöfundar að röfla um þjóðfélagsmál, Gísli Marteinn að tala um borgarmál, unglingar að tala um sín vandamál, ljóðskáld að birta af sér fyllerísmyndir á instagram, fótboltaáhugamenn að tala um messi eða eitthvað og fleira… ég er ekki að followa helminginn af þessu fólki en í þessu mannhafi þá er einn japanskur maður sem sker sig úr fjöldanum.
Ekki er allt sem sýnist: Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson
Þórarinn Leifsson hefur svo sannarlega tekið fyrir skelfileg og ævintýraleg viðfangsefni í bókum sínum. Nýjasta verk Þórarins nefnist Maðurinn sem hataði börn og þar eru það drengjamorð sem koma af stað framvindu verksins. Líkamspartar drengs finnast í nýopnaðri matvöruverslun og þessir atburðir skelfa aðalpersónuna, 12 ára strákinn Sylvek. Hann tekur í framhaldinu að sér rannsókn […]
Pipene fær Goetheverðlaunin á Zebra
Ljóðkvikmyndahátíðin Zebra Poetry Film Festival fór fram í Berlín nú um helgina og voru fjórar kvikmyndir verðlaunaðar La’eb Al Nard / The Dice Player í leikstjórn Nissmah Roshdy frá Egyptalandi, við ljóð eftir Mahmoud Darwish, essen – stück mit aufblick í leikstjórn Peters Böving við ljóð eftir Ernst Jandl, The Aegean or the Anus of Death í leikstjórn Eleni Gioti við ljóð eftir Jazra Khaleed og svo ljóðið hér að ofan, Pipene í leikstjórn Kristian Pedersen við ljóð eftir Øyvind Rimbereid, sem hlaut verðlaun sem kennd eru við Goethestofnunina. Ljóðkvikmyndaútgáfan Gasspedal Animert, sem framleiddi myndina í samstarfi við Gyldendal í Noregi, hefur sett hana á netið til ókeypis áhorfs. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Gasspedal Animert.
Ritstjórnarpistill: Að deila list og deila um list
Ég veit ekki hvort deildu.net eða Piratebay eru réttu aðilarnir til að útdeila – eða græða á 1 – ókeypis menningarafurðum, en mér finnst stundum einsog gagnrýnin á dreifinguna (eða þjófnaðinn) gangi meira og meira út á að menningarafurðir megi bara alls ekki vera ókeypis, og það sé einfaldlega frekja að krefjast aðgengis (altso: menningin tilheyrir […]
Tímasprengja eftir Bjarna Bernharð Bjarnason
Út er komin Tímasprengja, úrval ljóða eftir Bjarna Bernharð Bjarnason. Bókin geymir 270 ljóð og er myndskreytt með 40 málverkum höfundar, sem er kunnur myndlistarmaður. Vel er til vandað við val á ljóðum og myndverkum og er bókin því hin eigulegasta. Bókin er 232 bls. Útgefandi er Ego útgáfan.
33 ókeypis smásögur eftir Philip K. Dick – rafbækur og hljóðbækur
Open Culture vefurinn býður upp á 33 smásögur eftir sci-fi höfundinn Philip K. Dick til niðurhals – sögurnar eru ýmist á rafbókar- eða hljóðbókarformi og munu fallnar úr höfundarrétti. 33 Sci-Fi Stories by Philip K. Dick as Free Audio Books & Free eBooks | Open Culture.