New York Fringe; Dagbók (dagur 3)

New York City, dagur 3, 15i ágúst Lítið sofin en vakna fyrir allar aldir. Er þetta jet – lag? Vinn úr rúmi mínu þangað til hungrið fer að sverða að. Stel nokkrum gúmmíbjörnum til að meika sturtu. Fer svo út í búð að finna hitt og þetta en ekkert almennilegt er í boði en hnetustöng […]

Vonir og vonbrigði: Ágústpistill um leikhús

Sitt hvað getur hrellt einn leikhúsgest sem misst hefur sakleysið en hlakkar eigi að síður til að njóta sýningar á virtum leikverkum liðinna tíma. Og mér urðu sýningar liðins leikárs á Mávinum og Hver er hræddur við Virginiu Wolf í Borgarleikhúsinu, og Sporvagninum Girnd í Þjóðleikhúsinu allar vonbrigði. Rómaður erlendur leikstjóri, Yana Ross, heimsótti Borgarleikhúsið […]

“engin kona ætti að ganga um óvopnuð” og fleiri frábærar setningar úr þessari mynd

PG-13 Ghostbusters

View post on imgur.com Hmmm…. Starafugl þarf á menningarumfjöllun að halda. Ég elska menningu.   Hvað er á þessum lista? eh tónlist, leikhús ble, myndlist ok sjónvarp er það ennþá eh? ok bíó! bingó bangó elska bíó hvað erum við með? Ghostbusters? og eh chambre bleu? ok ghostbusters… Ghostbusters!!! ég get það myndin sem ég […]

Forsetakosningar og hin langa niðursveifla

Nú um stundir beinast augu heimsbyggðarinnar að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tveir frambjóðendur hafa öðrum fremur skorið sig úr hópnum og vakið mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð: Donald Trump og Bernie Sanders. Þeir tveir eru vissulega gjörólíkar persónur og ekki hægt að leggja þá að jöfnu, en þrátt fyrir það má greina viss líkindi í […]

Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn

Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016

RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]

Kristin heimssýn Terrence Malick

Knight of Cups

Ekkert er eðlilegra en að stórir leikstjórar – eða listamenn yfirhöfuð – veki upp blendnar tilfinningar. Þegar litið er yfir söguna er alltaf gaman að lesa um augljós meistaraverk sem hlutu enga náð fyrir augum almennings þess tíma. Le Sacre du printemps Stravinskys, Moby-Dick; Or The Whale Hermann Melvilles, eða 2001: A Space Odyssey Kubricks […]

Heimurinn sem hryllingur

Svartsýni í heimspeki og bókmenntum

Við spurningunni afhverju maður ætti að leggja stund á heimspeki eru ýmis góð og gild svör. Hægt væri að tína til ástæður eins og að ástundun heimspekinnar þjálfi gagnrýna hugsun sem er sérhverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg.[1] Einnig væri hægt að halda því fram að heimspekihefðin sé ein ríkasta og mikilvægasta hefð hugsunar í mannkynssögunni, sú sem […]

Gímaldin Live at KEX Hostel

Sunnudaginn 26 júní, 2016, klukkan 21.00, eru tónleikar í Kex. Þá leikur Gímaldin lög af nýútkominni plötu sinni, Blóðlegum fróðleik, og nýrra efni. Frítt er inn á tónleikana en diskurinn verður til sölu á sérstöku verði og því hyggilegt að hafa með sér reiðufé. Mögulegir leyniigestir gætu komið í ljós síðar Source: Gímaldin Live at […]

Prince (1958-2016)

Það voru áreiðanlega 15 þúsund manns sem skildu okkur að – mannhafið fyrir framan mig og hann einsog pínulítill tindáti í móðu lengst, lengst í burtu – ég var lúinn og einn og drónið var endalaust, mannfjöldinn kannaðist bara við tón af og til, likk af og til, og þá fóru hrollstunur um hópinn.

Og svo byrjaði það. Og þótt hann væri búinn að daðra við það í áreiðanlega tíu mínútur kom það einhvern veginn samt einsog þruma úr heiðskíru lofti. Ég man að ég hugsaði að það þyrfti brjálæðislega stórt egó – egó sem fyllir upp í heiminn – til að geta náð kontakt við svona stóran hóp fólks í einu, til að geta snert mig svona djúpt þar sem ég stóð lengst aftur í rassgati. Og kannski meinti ég bara að maður þyrfti að vera brjálæðislega stór manneskja, mikill listamaður.

Hávaði á jaðrinum!

Miðvikudaginn 6. apríl getur þú fengið grasrót beint í smettið! Fimm hljómsveitir af Reykjavíkursvæðinu hafa tekið sig saman og ætla að veita innsýn á jaðar íslenskrar tónlistar. Tónleikarnir fara fram á Húrra næsta miðvikudag, þann 6. apríl, og hefjast stundvíslega klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Tófa spilar hátt, hratt og fast tilraunapönk og sækir innblástur […]

RÚV eflir menningu – DV

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið í hendur drög að nýjum þjónustusamningi við íslenska ríkið. Samningurinn hljóðar upp á ríkisframlag upp á 3.725 milljónir króna. Því til viðbótar eru tekjur RÚV á árinu og er áætlað að heildarrekstrarfé stofnunarinnar verði um 5.600 milljónir króna á þessu ári. via RÚV eflir menningu – DV.

Samkomulagið

Jólasaga eftir Snæbjörn Brynjarsson

Snjónum kyngdi niður. Yfirleitt fylgdu hvassir vindar slíkum snjóþunga en þetta kvöld var stillt og hljóðlátt, svo snjórinn hrannaðist þögult upp í blauta og þunga skafla. Fjörðurinn hafði þegar verið einangraður í heilan mánuð sem var ekki svo skrítið á þessum tíma árs, enda var hann umlukinn bröttum fjöllum sem meira að segja á sumrin voru snævi þakin. Tindar þeirra gnæfðu yfir allt og hver svo sem leit upp í átt til þeirra fann hversu smáar og ómerkilegar manneskjurnar bjuggu þennan fjörð voru.

Mynd í orð komið

Um LÓABORATORÍUM eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Á mynd ber að líta tvær unglingsstelpur sem staddar eru á þvottasvæði sundlaugar. Má ráða staðsetningu þeirra af grænum flísum í bakgrunni myndar sem og sakir þess að önnur þeirra heldur á handklæði og hin hefir sundgleraugu á höfði. Er æskulýðurinn nýkominn úr lauginni. Þar að auki ber að líta eldri konu með handklæði vafið um höfuð sér. Önnur stúlkan er rauðbirkin, með fremur sítt hár, freknótt með allnokkra undirhöku. Er holdarfar hennar eftir því í bústnara lagi. Hefir hún sérstakan útbúnað á tönnum sem hugsaður er til tannréttinga.

Flækjur kvenna

Um Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur

Hvað er hægt að segja um Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur? Jú að hún rennur vel þrátt fyrir að vera bæði í þriðju persónu og fyrstu allt í bland , þ.e. sögupersónan María segir frá en talar svo allt í einu um hana Maríu, sem er pínu skrítið en venst furðu hratt. Tungumálið er fagurt eins og […]

Hálfvolgur Kalli

Bækurnar um Kalla kalda eftir Filippus Gunnar Árnason með teikningum eftir Önnu Þorkelsdóttur eru orðnar þrjár talsins: Kalli kaldi og snjósleðinn, Kalli kaldi fer í búðina og Kalli kaldi og veiðiferðin. Allar bera þær undirtitilinn „Skemmtileg saga fyrir stráka og stelpur“. Í snjósleðabókinni ætla Kalli og vinur hans Bjarni að fara út að renna sér […]

Einsog hún hafi alltaf verið þarna

Um þjóðsöguna Sóla og sólin eftir Ólöfu Sverrisdóttur með myndskreytingum eftir Rio Burton

Sóla er eitt af börnum Grýlu en sker sig úr fjölskyldunni fyrir að þykja vænt um börn og vilja ekki hrekkja nokkurn mann. Hún er fædd á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið af þeim sökum – en eitt árið lætur sólin ekki sjá sig á afmælisdaginn. Þá fer Sóla á stúfana eftir nöfnu sinni. Hún […]

Litamanifestóið: Alþýðusaga

Um Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt, með myndskreytingum eftir Oliver Jeffers

Söguþráðurinn er sirkabát svona: Daníel ætlar að fara að lita en þegar hann opnar litakassann sinn eru þar engir litir heldur bunki af bréfum. Bréfin eru frá litunum, sem eru farnir í verkfall. Kröfur þeirra eru ekki samræmdar – en þó mætti kannski segja að allir vilji þeir betri kjör, þótt hver þeirra skilgreini kjörin […]

Skáldskapur vikunnar: Sjálfshugul gögn eftir Donato Mancini

Í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur

Muna að vera varkárari í upphafi og afhjúpa frekar smám saman það sem ætlunin er að skýra hér. – Marquis de Sade La réponse est le malheur de la question. – Maurice Blanchot Hver er formgerð spurningarinnar? „Það sem við vissum þegar við vorum þú veist hvar?“ (S. Rodefer) Hefur þú yndi af fallegri ljóðlist? […]

Freyju saga: Djásn

Djásn, eftir Sif Sigmarsdóttur, er framhald af bókinni Múrnum sem kom út í fyrra en með henni lýkur Freyju sögu. Freyju saga gerist á Íslandi eftir rúmlega 100 ár. Á þessum hundrað árum hefur margt breyst á Íslandi. Í kringum árið 2033 hvarf strandlengja Íslands undir sjó og Íslendingar fluttu upp á miðhálendið, í kringum […]

Blekkingin um alsælu líkamans

Um Kroppurinn er kraftaverk eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur

„Líkaminn er ekkert hús“, sagði sonur minn þegar ég spurði hann hvers vegna sér hefði ekki þótt Kroppurinn 1 er kraftaverk , eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur, vera skemmtileg. Og fékkst ekkert til að útskýra það frekar. Líkaminn er bara ekkert hús. Nú skortir Aram Nóa ekki hugmyndaflug og er vel vanur […]

Nei eða já: Að vekja upp hina dauðu eða þegar órar verða að veruleika

Um Já eftir Bjarna Klemenz

Kringlan hefir frá árinu 1987 verið til þjónustu reiðubúin fyrir verslunargraða Íslendinga og ferðamenn og er hún „stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur. [Þar] […] eru yfir 180 fjölbreyttar verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Í Kringlunni má finna allt frá bókasafni og kvikmyndahúsi að landsins bestu veitingastöðum og tískuvöruverslunum. […] Láttu fara vel um þig í hlýju og notalegu umhverfi þar sem þú finnur eitthvað við þitt hæfi!“

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í fjórtánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur […]

Þýðingastyrkir MÍB

Styrkir til þýðinga á íslensku, síðari úthlutun ársins. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum. Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun. Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, síðari úthlutun, fyrir […]

Lopapeysurómantík og grásleppuhobbí

Um Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson

Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur – með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson – er fyrsta bókin af fjórum um Gumma og Rebba. Hún kom út árið 2012 en sú nýjasta, Gummi fer í fjallgöngu, kom út núna fyrir jólin. Í einhverjum skilningi er þetta kunnugleg saga, þótt ég geti ekki beinlínis sagt hvar ég hef heyrt hana áður. Gummi er lítill strákur sem er í sveit hjá ömmu sinni og afa. Í dag fær hann að fara til sjós í fyrsta sinn með afa sínum.

MÁLSTOFA UM SÖFN OG HÁSKÓLASTARF

Boðað er til málstofu um þýðingu safna fyrir háskólastarf á Íslandi þann 5. desember kl. 15:00-17:00 í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Hvaða þýðingu hafa söfn fyrir háskóla landsins við upphaf 21. aldar að mati sex safnstjóra, þeirra Hafþórs Ingvasonar á Listasafni Reykjavíkur, Ólafar K. Sigurðardóttur í Hafnarborg, Bjarna Guðmundssonar Landbúnaðarsafni Íslands, Unnar Birnu Karlsdóttur á Minjasafni […]

Í ástinni skal teflt til sigurs

Um Ástarmeistarann eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur

Er þá ekki best að láta það eiga sig að fikta í tökkunum? spyr maður sig. Nei, ég held maður eigi að fikta en fara samt varlega. Maður verður að hreinsa út. Því sársaukinn verður eftir í heiminum þegar maður deyr, hann hverfur ekki með manni, hann situr eftir í jörðinni, hann sogast upp í […]

Taumhald á þegnum: Um Lengist í taumnum eftir Snorra Pál

Lengist í taumnum er fyrsta ljóðabók Snorra Páls en hann hefur áður kveðið sér hljóðs sem greina og pistlahöfundur, ástundað aðgerðir ýmiskonar, framið gjörninga meðal annars með Steinunni Gunnlaugsdóttur myndlistamanni. Útgáfan er að mér skilst síðasti hlekkurinn (enn að minnsta kosti) í halarófu verka þeirra tveggja undir titlinum Ef til vill sek. Snorri gefur bókina […]

Í borg varga og sorgar

„Trúður spúði eldi annar keyrði sverð…“ Á ferli hvers höfundar verða vörður og óhætt er að segja að með Blóðhófni (2010) hafi Gerður Kristný slegið nýjan tón í höfundarverk sitt með rammgerðri, háskalegri og rorrandi fornri ljóðsögu – sem að auki naut gríðarlegra vinsælda. Tveimur árum seinna kom út Strandir sem var í ætt við […]

Geðveikt fólk til forna

Um Ofsa í Þjóðleikhúsinu

Í fjölmörg ár hefur það tíðkast að sviðsetja bækur. Fyrst og fremst hafa stofnanaleikhúsin verið dugleg við þetta. Líklega vegna þess að slíkar sýningar eiga það til að verða vinsælar. Yfirleitt verður þetta hálf vandræðalegt alltsaman . Til verða einhverskonar copy/paste handrit þar sem leitast er við að fylgja atburðarásinni út í ystu æsar. En það er sama hversu mikið reynt er, bókin verður alltaf betri. Ofsi í í uppsetningu Aldrei óstelandi er vissulega upp úr bók. Samnefndri bók Einars Kárasonar sem hann fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir. En í þessari uppfærslu er bókin ekki aðalatriðið. Þetta er ekki sviðsetning – heldur sjálfstætt verk.

Reykjavík Dance Festival – Dagur 1

Mikið er ég ánægður með þetta nýja fyrirkomulag á RDF. Hátíðin hefur verið einn af hápunktum íslensks menningarlífs undanfarin ár að mínu mati. Ég er ekki alveg hlutlaus en ég ætla heldur ekkert að reyna að vera það. Fyrir þá sem ekki vita hefur einni hátíð, sem oftast var haldin í lok sumars, verið bútuð […]

Hér hefur lífið staðnæmst

Um Út í vitann eftir Virginiu Woolf í þýðingu Herdísar Hreiðarsdóttur

Tíminn stöðvast aldrei heldur líður hann, hvað sem það þýðir. Oft er um tímann notuð sú rýmislíking að hann sé eins og fljót sem beri okkur áfram. Við höfum nokkra stjórn en straumurinn er kraftmikill og auk þess fullur leyndardóma. Vitundin streymir því með; eða vitundirnar réttara sagt. Við öll saman að streyma, stundum afar nálægt […]

Við svofelld annarleg orð

Um bókina Fjögur skáld – upphaf nútímaljóðlistar á íslensku eftir Þorstein Þorsteinsson

Nýtt rit um nútímaljóðlist eftir Þorstein Þorsteinsson sætir óneitanlega tíðindum og er fagnaðarefni af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Sú fyrri er að síðast þegar hann sendi frá sér bók var það jú Ljóðhús, stórt og mikið verk um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita árið 2007 og hlýtur einfaldlega að […]

„Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“ – viðtal við Bryndísi Björgvinsdóttur

Á meðan ég les hana hugsa ég: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttir er bók af því tagi sem gæti kannski bjargað heilli kynslóð frá ólæsi. Ekki bara er hún skemmtileg – bæði ha-ha skemmtileg og áhugaverð – heldur er líka nógu gott tempó í henni til að halda athyglisbrostnustu lesendum við efnið. Hún ætti auðvitað að […]