New York Fringe; Dagbók (dagur 3)

New York City, dagur 3, 15i ágúst

Fringe31Lítið sofin en vakna fyrir allar aldir. Er þetta jet – lag? Vinn úr rúmi mínu þangað til hungrið fer að sverða að. Stel nokkrum gúmmíbjörnum til að meika sturtu. Fer svo út í búð að finna hitt og þetta en ekkert almennilegt er í boði en hnetustöng og safi. Neðanjarðarlest til Fringe Lounge þar sem ég nýt loftkælingar í smá stund áður en ég fer og prenta prógramm fyrir sýninguna. Fæ flog yfir hvað það er dýrt en brýt þau svo saman og set ásamt kjörseðlum hátíðarinnar um uppáhalds sýningu áhorfenda inn í bækling sem verður að vera með. ) merkið hvarf úr titlinum ‘Richard III ( a one-woman show )’ prentun svo ég skrifa það 200 sinnum. Jebb.

Emily segir póstkortin okkar (NYC Fringe leyfir ekki plaköt og flyera bara póstkort) vera á skrifstofunni, um tíu mínútna labb í burtu. Okkur vantar líka rauðvínsflösku þannig að ég legg í leiðangur. Póstkortin eru ekki á skrifstofunni heldur þar sem ég var. Flöskuna finn ég eftir um korters skoðun á hverri einustu flösku í búðinni. ‘Get ég hjálpað?’ – ‘Nei, hún verður að passa inn í útlit sýningar’ svara ég. Afgreiðslumaðurinn hristir hausinn.

Emily kemur loks með glas og þær fréttir að aðeins einn miði sé eftir fyrir kvöldið. Koma svo! Við stillum upp og ég fer að verða ‘miðasölustúlka’ – það er skanna miða og segja fólki hvenær húsið opnar. Þær fréttir berast 5 mín fyrir sýningu að miðinn sé farinn. Halelúja!

Fringe35Ég sit fyrir utan í korter til að vísa frá fólki sem kemur of seint. En enginn kemur. Horfi því á eigin sýningu í gegnum rifu á hurðinni þangað til ég fæ leyfi til að sniglast inn. Áhorfendur hlæja, klappa milli atriða, spjalla við Ríkharð og loks klappa og kalla bravó! Við brosum en höfum bara korter til að pakka öllum stólunum saman og náttúrulega sýningunni og Emily þarf að vera miðasalan fyrir næstu sýningu. Let’s go! Enginn tími til að heyra hrósið!

Ég fer og fæ mér bjór í garðinum fyrir utan. Bleikir lampar lýsa upp mölina, grillið ilmar og ég heyri mann á næsta borði segja vini sínum hann vilji heldur njóta þessa sumarfílíngs en vera loftkældur. Hann sér mig brosa. ‘You know what I’m talking about.’ Ég bý í Skotlandi, langar mig að segja því til sönnunar en skála frekar út í loftið.

Fringe31Við Emily horfum á Rikka þriðja bætast á Sold Out vegginn og dönsum sigurdans starfsfólki til
skemmtunar. Svo finnum við Swift barinn neðar í götunni (þorum ekki að leita lengra eftir gærkvöldið) og dáumst að veggjum hans en getum ekkert tekið myndir þar sem lýsing er í minnsta lagi. Skál! 1 down, 4 to go.

Þegar heim er komið eru húsfélagar mínir að hræða sig með hryllingsmynd. Ég fæ skilaboð um að passinn minn sé í vínbúðinni. Var ekki einu sinni búin að fatta að ég hefði týnt honum. Næ í hann á morgun. Ég fer í bólið og sef 12 tíma. Halelúja.