Þorp nálægt sumatrösku strandlengjunni eftir Tsunami-flóðbylgjuna 26. desember 2004 – fyrir tíu árum í dag.

Tsunami

 

Ellefu syngjandi varir
tuttugu og tveir
dansandi fætur
hundrað og tíu potandi
puttar

Sárfætt kona
á ströndinni
leitar í rústum
ellefu barna

Nístandi þögn
og svo byrja
frumurnar að öskra
og þagna aldrei

Aldrei

Frá ellefu sólum á himni
stafar tuttugu og tveimur
geislum sem skera
tunglið í hundrað og tíu mola
fleygja þeim
í sjóinn

Sárfætt kona
á ströndinni
leitar barna og finnur
ekkert nema
tunglmola
tekur þá upp
makar þeim á sig

Frumurnar öskra
annars er þögn
dauðaþögn

(Flóðalda á Indlandshafi 26. desember 2004)